Elskar ţú framfarir?

 • Fréttir
 • 10. janúar 2022

Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit munu í lok maí 2022 sameinast og mynda stærsta sveitarfélag landsins, um 12 þúsund ferkílómetra að stærð. Íbúar eru í dag um 1350 talsins og hefur fjölgað um tæp 3% frá maí 2021. Sameinað sveitarfélag stefnir að síaukinni hamingju íbúa og hefur sett sér að markmiði að vera leiðandi í nýsköpun og loftslagsmálum. Unnið er að fjölmörgum verkefnum sem miða að því að þessum markmiðum verði náð. Við leitum því að verkefnastjóra framkvæmda sem hefur m.a. eftirtalin verkefni á sinni könnu: 

 • Hefur yfirumsjón með gerð þarfagreininga vegna framkvæmda hjá sveitarfélaginu.  
 • Áætlanagerð og undirbúningur framkvæmda á vegum sveitarfélagsins 
 • Verklegar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins 
 • Kemur að vinnu við gerð fjárhagsáætlunar vegna eignarsjóðs og fasteigna í samvinnu við sveitarstjóra 
 • Hefur yfirumsjón með fasteignastjórnun á eignum sveitarfélagsins og gerð viðhalds- og verkáætlana  
 • Kemur að stefnumótun í málaflokkum sem heyra undir starfsviðið  
 • Vinnur með nefndum og stofnunum sveitarfélagsins varðandi framkvæmdir 
 • Annast ráðgjöf til forstöðumanna stofnana sveitarfélagsins vegna samþykktrar stefnu sveitarstjórnar í umhverfis-  og framkvæmdamálum.  
 • Staðfestir reikninga og vinnuseðla vegna aðkeyptrar vinnu og framkvæmda sem hann hefur eftirlit með    

 

Menntunar- og hæfniskröfur  

 • Verk-, tækni- eða byggingafræði 
 • Þekking á gerð verk- og kostnaðaráætlana 
 • Áhugi á verkefnastjórnun og framförum 
 • Frumkvæði, lausnamiðað hugarfar, vandvirkni og öguð vinnubrögð 

 

Frekari upplýsingar veitir Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri (sveinn@skutustadahreppur.is). Umsóknir berist á umsokn@skutustadahreppur.is fyrir 19. janúar 


Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir

73. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 10. janúar 2022

Flokkum yfir jólin

 • Fréttir
 • 20. desember 2021

72. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. desember 2021

Nú er komiđ ađ álestri hitaveitumćla.

 • Fréttir
 • 7. desember 2021

Tungumálakaffi / Language cafe

 • Fréttir
 • 24. nóvember 2021

Bćtt ţjónusta á Heilsugćslunni

 • Fréttir
 • 22. nóvember 2021

Framkvćmdastjóri Mývatnsstofu

 • Fréttir
 • 12. nóvember 2021