Tilkynning frá viđbragđsteymi COVID-19

 • Fréttir
 • 3. janúar 2022

Kæru íbúar, gleðilegt ár !

Viðbragðsteymi COVID- 19 fundaði í morgun og fór yfir stöðuna í samfélaginu. Því miður hefjum við annað árið á samkomutakmörkunum og fjölda smita út í þjóðfélaginu, því er mjög mikilvægt að halda áfram að fara varlega, gæta að eigin sóttvörnum, spritta hendur og nota andlitsgrímur þegar ekki er hægt að tryggja fjarlægðarmörk.

Allar stofnanir sveitarfélagsins eru opnar samkvæmt auglýstum opnunartíma, Reykjahlíðarskóli og Leiksólinn Ylur hófu starfsemi sína í morgun eins og til stóð en íbúar eru vinsamlegast beðnir um að takmarka heimsóknir þangað eins og hægt er. Foreldrar eru beðnir um að fylgjast vel með börnunum og halda þeim heima ef þau sýna einhver einkenni COVID-19.

Íþróttamiðstöð Skútustaðahrepps er opin og hvetjum við alla til að hreyfa sig í skammdeginu og njóta útiveru þegar veður leyfir.

Að lokum var ákveðið að allir fundir á vegum sveitarfélagsins verða í gegnum fjarfundabúnað út janúar.

Farið varlega !


Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir

73. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 10. janúar 2022

Flokkum yfir jólin

 • Fréttir
 • 20. desember 2021

72. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. desember 2021

Nú er komiđ ađ álestri hitaveitumćla.

 • Fréttir
 • 7. desember 2021

Tungumálakaffi / Language cafe

 • Fréttir
 • 24. nóvember 2021

Bćtt ţjónusta á Heilsugćslunni

 • Fréttir
 • 22. nóvember 2021

Framkvćmdastjóri Mývatnsstofu

 • Fréttir
 • 12. nóvember 2021