70. fundur sveitarstjórnar

 • Sveitarstjórn
 • 24. nóvember 2021

Fundinn sátu:Helgi Héðinsson, Elísabet Sigurðardóttir, Sigurður Böðvarsson, Halldór Þorlákur Sigurðsson, Dagbjört Bjarnadóttir og Sveinn Margeirsson.

Fundargerð ritaði:  Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.  Fjárhagsáætlun 2022-2025 - 2108028

Sveitarstjóri gerði grein fyrir vinnu vegna fjárhagsáætlunar Skútustaðahrepps 2022-2025. Oddviti leggur til að áætluninni verði vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn 8. desember næstkomandi.

Lagt til að álagningarhlutfall útsvars verði óbreytt á árinu 2021, þ.e. 14,52%

Samþykkt

 

2.  Viðaukar við fjárhagsáætlun - 1811035

Lagðir fram að nýju viðaukar við fjárhagsáætlun frá 13. október og 27. október (viðaukar 1 til 14) og er þeim mætt með handbæru fé sem var 73.291 þús. kr. hærra í upphafi árs en áætlun gerði ráð fyrir.
Viðauki 15: Viðskiptakröfu aðalsjóðs á leiguíbúðir að fjárhæð 66.672 þús. kr. breytt í langtímakröfu. Afborgun ársins nemur 2.795 þús. kr. og vextir 1.437 þús. kr.
Einnig er viðskiptakröfu aðalsjóðs á veitustofnun að fjárhæð 99.355 þús. kr. breytt í langtímakröfu. Afborgun ársins nemur 4.165 þús. kr. og vextir 2.142 þús. kr.
Fjárfestingar eignasjóðs lækka um 226.461 þús. kr. Afskriftir eignasjóðs lækka því um 1.379 þús. kr.
Afskriftir þjónustustöðvar hækka um 594 þús kr. vegna viðauka 14.
Lántaka eignasjóðs lækkar um 452.000 þús kr. og vextir eignasjóðs lækka um 3.461 þús. kr. og verðbætur um 5.967 þús. kr.
Felld er út krafa á Vegagerðina að fjárhæð 230.000 þús. kr., þar sem framkvæmdir ársins eru lægri en gert var ráð fyrir í upphaflegri fjárhagsáætlun.
Uppfært handbært fé í ársbyrjun nemur 112.815 þús. kr. og er viðaukum mætt með handbæru fé. Handbært fé nemur þá 21.435 þús. kr. og áætluð neikvæð rekstrarniðurstaða A og B hluta fyrir árið 2021 nemur 38.615 þús. kr.

Samþykkt

 

3.  Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - Lánasamningur - 2004008

Staðfesting á ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:

Sveitastjórn Skútustaðahrepps staðfestir samþykki frá 47. fundi sveitarstjórnar, haldinn þann 28. október 2020, þess efnis að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 120.000.000, til allt að 5 ára , í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.
Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Sveini Margeirssyni, sveitarstjóra, kt. 140378-5699, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Skútustaðahrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Dregið hefur verið á lánið í samræmi við framgang framkvæmda síðustu mánuði. Fyrsti hluti lánveitingarinnar, kr 40.000.000, kom til útgreiðslu í desember 2020. Annar hluti lánveitingarinnar, kr 40.000.000, kom til útgreiðslu í júlí 2021. Til að standa straum af framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins verður óskað eftir útgreiðslu síðasta hluta lánsins í desember 2021.

Samþykkt

 

4.  Umsókn um stofnframlag - HMS - 2111014

Skútustaðahreppur hefur sótt um stofnframlag til HMS til byggingar 160fm parhúss. Áætlað stofnvirði byggingar er 65.826.292 kr. Sveitarstjórn staðfestir að fáist stofnframlag verði lóð til byggingarinnar úthlutað í Klappahrauni 2 í Reykjahlíð. Sveitarstjórn staðfestir jafnframt stofnframlag sveitarfélagsins (12% af stofnvirði, þ.e. kr 7.899.155) og að sveitarfélagið muni ábyrgjast fjármögnun byggingarinnar, svo sem ráð er fyrir gert í fjárhagsáætlun 2022.

Samþykkt

 

5.  Endurskoðun svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026 - 2111013

SSNE leggur til að ráðist verði í endurskoðun á Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi og verkefnið unnið í samstarfi við Norðurland eystra og Svalbarðshreppi og Langanesbyggð boðin þátttaka.
Óskað er eftir afstöðu aðildarsveitarfélaga til:
Að Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026 verði endurskoðuð á næsta ári.
Að endurskoðun verði unnin í samstarfi við Norðurland vestra.
Að endurskoðun verði fjármögnuð sem áhersluverkefni (framlög ríkis).
Að Svalbarðshreppur og Langanesbyggð verði þátttakendur í svæðisáætluninni, kjósi þau það.

Samþykkt

 

6.  Fjarfundir sveitarstjórnar og fastanefnda Skútustaðahrepps - Bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga - 2003021

Vegna fjölgunar COVID-19 smita í samfélaginu hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra veitt sveitarstjórnum tímabundna heimild til að ákveða að sveitarstjórnarmönnum sé heimilt að taka þátt í fundum sveitarstjórna eða nefnda og ráða á vegum sveitarfélaga, þrátt fyrir að um annað sé getið í samþykktum þeirra. Heimildin gildir til 31. janúar 2022.
Þetta er gert til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga með vísan í 1. mgr. 131. gr. sveitarstjórnarlaga (nr. 138/2011). Þar er mælt fyrir um að ráðherra geti veitt sveitarstjórnum heimild að taka ákvarðanir sem fela í sér tímabundin frávik frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga og samþykkta sinna.
Með breytingum (lög 96/2021) á sveitarstjórnarlögum fyrr á árinu voru skilyrði þess að sveitarstjórnarfulltrúar gætu tekið þátt í fundum sveitarstjórna með rafrænum hætti rýmkuð. Eftir sem áður ber sveitarfélögum að mæla fyrir um rétt sveitarstjórnarmanna til að taka þátt í fundum sveitarstjórna og í nefndum og ráðum á vegum sveitarfélagsins með rafrænum hætti, í samþykktum um stjórn sveitarfélaga. Ráðuneytið hefur gefið út uppfærða fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélags vegna þess, sbr. 2. mgr. 9. gr. sveitarstjórnarlaga og leiðbeiningar ráðuneytisins um framkvæmd fjarfunda, nr. 1182/2021.
Ljóst er að mörgum sveitarfélögum hefur ekki gefist tími til að uppfæra samþykktir sínar vegna framangreindra breytinga. Þar sem það getur tekið tíma að breyta slíkum samþykktum, hefur ráðherra samþykkt ósk margra sveitarfélaga að halda fjarfundi í samræmi við 17. gr. sveitarstjórnarlaga og leiðbeiningar ráðuneytisins, þrátt fyrir að um annað sé getið í samþykktum þeirra.
Heimildin hefur þegar öðlast gildi og gildir til 31. janúar 2022. Á því tímabili er sveitarstjórnum heimilt að taka fyrrgreindar ákvarðanir á fundi þar sem allir fundarmenn taka þátt á fundinum með rafrænum hætti. Ráðherra veitti fyrst heimild af þessu tagi vegna heimsfaraldurs kórónuveiru í mars árið 2020. Hún var framlengd í ágúst 2020, nóvember 2020, desember 2020, mars 2021 og gilti fram í júlí á þessu ári.

Lagt fram

 

7.  Stafræn þróun sveitarfélaga - 2101002

Tekin fyrir beiðni Sambands íslenskra sveitarfélaga um þátttöku í kostnaði við stafræna þróun sveitarfélaga. Nær öll sveitarfélög hafa skuldbundið sig til að taka þátt í samstarfi sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu með fjármögnun stafræns umbreytingarteymis hjá sambandinu, en nú þurfa sveitarfélög að gefa samþykki sitt fyrir þátttöku í verkefnum næsta árs sem valin voru eftir forgangsröðunarferli sem sveitarfélögin tóku þátt í.

Samstarfsverkefnin 2022 eru:
* Microsoft leyfamál
* Einfaldari skjalamál
* Rafræn skil
* Sameiginlegt spjallmenni
* Umsókn nr. 2 inn á Ísland.is - Umsókn um félagslegt leiguhúsnæði
* Deiling, uppsetning og miðlun opinna lausna inn á stafræn.sveitarfélog.is, t.d. sorphirðudagatal, reiknivélar fyrir íbúa, ábendingagátt, sem og miðlun á reynslusögum sveitarfélaga og úgáfa leiðbeininga.

Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga um stafræna þróun og fjárfesta í því á árinu 2022 samkvæmt áætlun sem liggur fyrir, allt að 89.771 kr

Samþykkt

 

8.  Gerð deiliskipulags fyrir Björk, ferðaþjónusta - 2009026

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi Bjarkar frá Teiknistofu arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar dags. 11. nóvember 2021. Áður hefur verið tekin fyrir skipulagslýsing sem auglýst var með athugasemdafresti til og með 21. maí til 10. júní 2021. Tekið hefur verið tillit eftir fremsta megni til þeirra athugasemda sem bárust við skipulagslýsingu. Tillaga að deiliskipulagi Bjarkar byggir á grunni deiliskipulagstillögu sem unnin var árið 2009. Skipulagssvæðið er 4,24 ha, og nær utan um næstu byggingar og íbúðarhús auk tjaldsvæðis. Með gerð deiliskipulags verður núverandi landnotkun skilgreind og vettvangur skapast fyrir ákvarðanatöku um frekari þróun svæðisins.
Skipulagsnefnd telur staðsetningu byggingarreits við fjárhús ekki æskilega. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að koma sjónarmiðum nefndarinnar á framfæri í sveitarstjórn og leggur til við sveitarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna þeim sem eiga hagsmuna að gæta skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að koma ábendingum á framfæri við skipulagsráðgjafa í samræmi við umræður á fundinum og að tillaga að deiliskipulagi Bjarkar verði í kjölfarið kynnt íbúum og hagsmunaaðilum í samræmi við 41. gr. skipulagslaga. Þar sem Vogar eru ekki skilgreindir sem þéttbýli felur sveitarstjórn skipulagsfulltrúa að sækja um undanþágu til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins frá gr. 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð um heimila fjarlægð bygginga frá vegum í samræmi við 12. mgr. 45. gr skipulagslaga.

Samþykkt

 

9.  Deiliskipulag þéttbýlis Reykjahlíðar Skipulagshugmyndir á miðsvæði - 1709019

Teknar fyrir að nýju skipulagshugmyndir á miðsvæði Reykjahlíðarþorps er varða breytingu á deiliskipulagi þéttbýlis Reykjahlíðar. Skipulagslýsing hefur áður verið kynnt íbúum og hagsmunaaðilum. Erindið var síðast tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar þann 18. júní 2019 þar sem samþykkt var að fresta erindinu þar til aðrir kostir vegna uppbyggingar þjónustusvæðis hafa verið skoðaðir nánar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hugað verði að endurskoðun staðsetningu þjónustu í Reykjahlíð í ljósi framtíðarþróunar, breyttra forsendna og aukinnar umferðar fólks og þjónustuþarfar.

Sveitarstjórn tekur undir bókun skipulagsnefndar um að þörf sé á endurskoðun fyrirhugaðrar uppbyggingar í ljósi breyttra aðstæðna og áherslu sveitarfélagsins. Því er beint til skipulagsnefndar að fjalla um málið út frá þeim sjónarmiðum.

Í samræmi við fyrri bókanir er lögð áhersla á mikilvægi þess að eldsneytisafgreiðsla verði fjarlægð frá núverandi staðsetningu, m.a. í ljósi öryggismála. Sveitarstjóra er falið að koma sjónarmiðum sveitarstjórnar á framfæri við heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra.

 

10.  Skipulagsnefnd: Fundargerðir - 1611022

Fundargerð 40. fundar skipulagsnefndar lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í þremur liðum. Liðir 1 og 2 hafa áður verið lagðir fram undir liðum 8 og 9.

Lagt fram

 

11.  SSNE - Fundargerðir - 1611006

Lögð fram fundargerð 31. fundar Stjórnar Samtaka sveitarfélga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, dags. 10. nóv 2021. Fundargerðin er í níu liðum.

Lagt fram

 

12.  Vatnajökulsþjóðgarður: Fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis - 1706019

Lögð fram fundargerð 85. fundar svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs. dags 9, nóv 2021. Fundargerðin er í sex liðum.

Tekið er undir bókun svæðisráðs Norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs og Markaðsstofu Norðurlands um vetrarþjónustu á Demantshringnum. Mikilvægt er að vetrarþjónusta á Demantshringnum, sem var formlega opnaður á síðasta ári, um það leyti sem nýr og uppbyggður vegur var opnaður frá Dettifossi að Ásbyrgi, verði bætt.

Halldór Sigurðsson greiddi atkvæði á móti.
 

Samþykkt

 

13.  Skóla- og félagsmálanefnd: Fundargerðir - 1809011

Lögð fram fundargerð 30. fundar skóla- og félagsmálanefndar dags. 17. nóv 2021. Fundargerðin er í fimm liðum.

Lagt fram

 

14.  Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Lagt fram

 

Fundi slitið kl. 11:45

         


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Skipulagsnefnd / 16. nóvember 2021

40. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 24. nóvember 2021

70. fundur sveitarstjórnar

Umhverfisnefnd / 1. nóvember 2021

25. fundur umhverfisnefndar

Umhverfisnefnd / 4. október 2021

24. fundur umhverfisnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. nóvember 2021

30. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 12. október 2021

29. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 7. september 2021

28. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. september 2021

19. fundur

Sveitarstjórn / 10. nóvember 2021

69. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 19. október 2021

39. fundur skipulagsnefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2021

20. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. september 2021

18. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. október 2021

29. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Sveitarstjórn / 27. október 2021

68. fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn / 13. október 2021

67. fundur sveitarstjórnar

Skóla- og félagsmálanefnd / 13. október 2021

28. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Skóla- og félagsmálanefnd / 13. október 2021

28. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Landbúnađar- og girđinganefnd / 25. ágúst 2021

11. fundur landbúnađar- og girđingarnefndar

Landbúnađar- og girđinganefnd / 25. ágúst 2021

11. fundur landbúnađar- og girđingarnefndar

Landbúnađar- og girđinganefnd / 3. júní 2021

10. fundur landbúnađar- og girđinganefndar

Umhverfisnefnd / 6. september 2021

23. fundur umhverfisnefndar

Sveitarstjórn / 23. september 2021

66. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 14. september 2021

38. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 8. september 2021

65. fudnur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. ágúst 2021

37. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 25. ágúst 2021

64. fundur sveitarstjórnar

Skóla- og félagsmálanefnd / 23. ágúst 2021

27. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Skipulagsnefnd / 15. júní 2021

36. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 23. júní 2021

63. fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn / 9. júní 2021

62. fundur sveitarstórnar

Nýjustu fréttir

Tungumálakaffi / Language cafe

 • Fréttir
 • 24. nóvember 2021

Ársfundur Gaums

 • Fréttir
 • 24. nóvember 2021

Bćtt ţjónusta á Heilsugćslunni

 • Fréttir
 • 22. nóvember 2021

70. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 22. nóvember 2021

Framkvćmdastjóri Mývatnsstofu

 • Fréttir
 • 12. nóvember 2021

Árshátíđ Reykjahlíđarskola 2021

 • Fréttir
 • 8. nóvember 2021