Umhverfisstofnun: Sérfrćđingur á sviđi náttúruverndar

 • Fréttir
 • 11. nóvember 2021

Umhverfisstofnun leitar að öflugum sérfræðingi í umsjón friðlýstra svæða og annarra náttúruverndarsvæða á Norðurlandi eystra. Helstu svæðin eru Mývatn og nágrenni þess ásamt Goðafossi, Laxá, Dimmuborgum og svæðum við Eyjafjörð. Starfsaðstaða sérfræðingsins verður í Gíg, nýrri sameiginlegri starfsaðstöðu með öðrum stofnunum að Skútustöðum, Mývatnssveit. Í Gíg verður einnig myndarleg gestastofa. Sérfræðingurinn verður leiðandi í uppbyggingu gestastofunnar.

Í boði er krefjandi starf fyrir framsækinn einstakling með þekkingu á náttúruvernd, þar sem áhersla er á þverfaglega teymisvinnu og víðtæka samvinnu innri og ytri aðila. Við leitum að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi með framúrskarandi samskiptahæfni og leiðtogahæfileika.

Helstu verkefni

 • Umsjón með friðlýstum svæðum á Norðurlandi eystra og uppbygging þeirra
 • Eftirfylgni stjórnunar- og verndaráætlana fyrir friðlýst svæði og þátttaka í gerð þeirra
 • Þróun og nýsköpun hvað varðar þjónustu á svæðunum, öryggismál, aðgengismál og fleira
 • Umsjón með landvörslu á svæðinu
 • Áhrifamat vegna athafna innan friðlýstra svæða ásamt ástandsmati
 • Öflugur tengiliður Umhverfisstofnunar við nærsamfélagið

 

Hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
 • Leiðtogahæfni og sjálfstæð vinnubrögð
 • Brennandi áhugi á umhverfismálum og náttúruvernd
 • Gott vald á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti
 • Framúrskarandi hæfni í samskiptum og samstarfi

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Gagnkvæmur reynslutími er sex mánuðir við ráðningu. Æskilegt er að sérfræðingurinn geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

Umsóknarfrestur um starfið er til 18.11.2021.

Nánari upplýsingar veita Inga Dóra Hrólfsdóttir sviðsstjóri náttúrverndar og Þóra Margrét Pálsdóttir Briem mannauðsstjóri í síma 591 2000.

Sótt er um starfið á vef Umhverfisstofnunar: https://ust.is/umhverfisstofnun/storf-i-bodi/

Umhverfisstofnun starfar á níu starfsstöðvum vítt og breitt um landið. Sjá nánari upplýsingar á https://ust.is/


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FR?TTIR

Fréttir / 24. nóvember 2021

Ársfundur Gaums

Fréttir / 22. nóvember 2021

70. fundur sveitarstjórnar

Fréttir / 8. nóvember 2021

Árshátíđ Reykjahlíđarskola 2021

Fréttir / 5. nóvember 2021

Spennandi störf í Mývatnssveit

Fréttir / 25. október 2021

68. fundur sveitarstjórnar

Fréttir / 6. október 2021

Slćgjufundur 2021

Fréttir / 4. október 2021

Umsóknir um úthlutun menningarstyrkja

Fréttir / 28. september 2021

Umhverfisverđlaun 2021

Fréttir / 22. september 2021

Grunnskólakennari

Fréttir / 21. september 2021

Hreinsum til í sveitinni okkar!

Fréttir / 21. september 2021

Veturinn nálgast- tćming rotţróa