Viltu taka ţátt í ađ móta stćrsta sveitarfélag landsins?

 • Fréttir
 • 28. september 2021

Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit munu sameinast í júní 2022 og mynda þar með stærsta sveitarfélag á landinu, samtals um 12 þúsund km2. Til að undirbúa sameininguna og fylgja tækifærum eftir sem felast í henni, vilja sveitarfélögin ráða til sín áhugasaman lögfræðing. Í boði er sveigjanlegur vinnutími og starfsaðstaða í fjölskylduvænu samfélagi með einstakri náttúru.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Samvinna við undirbúningsstjórn og stjórnendur sveitarfélaganna um mótun stjórnsýslu sameinaðs sveitarfélags
 • Gerð og endurskoðun samninga sameinaðs sveitarfélags
 • Þátttaka í stefnumótun með það að markmiði að byggja upp hringrásarhagkerfi sameinaðs sveitarfélags. Mótun innkaupastefnu með sama markmið
 • Aðkoma að endurskoðun aðalskipulags sveitarfélaganna
 • Þátttaka í gerð og framkvæmd loftslagsstefnu sameinaðs sveitarfélags
 • Ráðgjöf til sveitarstjórna, ráða og nefnda, stjórnenda og stofnana sveitarfélagsins í lagalegum málefnum 
 • Vinna með nefndum, stjórnum og vinnuhópum eftir því sem þörf krefur

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Fullnaðarpróf í lögfræði
 • Þekking og færni í stjórnsýslurétti er kostur
 • Þekking á verktaka- og útboðsmálum er kostur
 • Þekking á umhverfisrétti, loftslagsmálum og skipulagsmálum er kostur
 • Skipulagshæfni og frumkvæði
 • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
 • Samskipta- og samvinnufærni

Umsóknir berist til: umsokn@skutustadahreppur.is, í síðasta lagi 10. október n.k.

Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.

Frekari upplýsingar um starfið veita Helgi Héðinsson, formaður undirbúningsstjórnar sameinaðs sveitarfélags; helgi@skutustadahreppur.is og sveitarstjórar; sveinn@skutustadahreppur.is og dagbjort@thingeyjarsveit.is


Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir

Slćgjufundur 2021

 • Fréttir
 • 6. október 2021

Umsóknir um úthlutun menningarstyrkja

 • Fréttir
 • 4. október 2021

Umhverfisverđlaun 2021

 • Fréttir
 • 28. september 2021

Grunnskólakennari

 • Fréttir
 • 22. september 2021

Veturinn nálgast- tćming rotţróa

 • Fréttir
 • 21. september 2021

66. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. september 2021

Kosningar

 • Fréttir
 • 14. september 2021

Umhverfisverđlaun 2021

 • Fréttir
 • 13. september 2021