38. fundur skipulagsnefndar

 • Skipulagsnefnd
 • 14. september 2021

Fundargerð 38. fundar skipulagsnefndar haldinn í Skjólbrekku, þriðjudaginn 14. september 2021, kl.  13:00.

Fundinn sátu:

Selma Ásmundsdóttir, Arnþrúður Dagsdóttir, Birgir Steingrímsson, Margrét Halla Lúðvíksdóttir, Agnes Einarsdóttir, Atli Steinn Sveinbjörnsson

Fundargerð ritaði:  Atli Steinn Sveinbjörnsson, skipulagsfulltrúi.

Dagskrá:
1.  Endurskoðun aðalskipulags - 1806007
2.  Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir göngu- og hjólastíg - 1905010
3.  Geiteyjarströnd 2 - umsókn um landskipti - 2109011
4.  Landskipti við Baldursheim og nafnabreyting - 2108038
5.  Umsókn um byggingarleyfi á Krókhöfða - 2106017

 

1.  Endurskoðun aðalskipulags - 1806007

Tekin fyrir samantekt frá vinnufundi skipulagsnefndar og sveitarstjórnar sem haldinn var miðvikudaginn 8. september.

Lagt fram

 

2.  Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir göngu- og hjólastíg - 1905010

Erindi frá Guðjóni Vésteinssyni f.h. Skútustaðahrepps dags. 10. september 2021 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir göngu- og hjólastíg frá afleggjara við Dimmuborgir að núverandi bílastæði við Höfða. Einnig er sótt um leyfi fyrir lagningu göngu- og hjólastígs frá Garði að Skútastöðum að undanskilinni brú yfir Grænalæk.
Meðfylgjandi eru lang- og þversnið af fyrirhuguðum stíg.
Stígurinn mun liggja meðfram vegi nr. 848 að mestu. Fyrirhugaður stígur verður að mestu lagður í núverandi lagnaleið og vegaxlir og röskuð svæði nýtt eftir fremstu getu.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsókn vegna lagningu göngu- og hjólastígs frá Dimmuborgum að Höfða og frá Garði að Skútustöðum verði samþykkt í samræmi við fyrirliggjandi gögn þegar leyfi Umhverfisstofnunnar og Vegagerðarinnar liggur fyrir. Jafnframt leggur nefndin til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt

 

3.  Geiteyjarströnd 2 - umsókn um landskipti - 2109011

Tekið fyrir erindi dags. 7. september 2021 frá Guðrúnu S. Þorsteinsdóttur, Karli S. Þorsteinssyni og Helga A. Þorsteinssyni þar sem sótt er um landskipti nýrrar landspildu, Geiteyjarströnd 2a út úr jörðinni Geiteyjarströnd 2 L153557.
Meðfylgjandi gögn eru hnitsett mæliblað og F550 eyðublað Þjóðskrár.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að þau verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

Samþykkt
 

4.  Landskipti við Baldursheim og nafnabreyting - 2108038

Agnes Einarsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Tekið fyrir erindi dags. 16. ágúst 2021 frá Böðvari Péturssyni f.h. Baldursheims 1 um landskipti og stofnun fjögurra lóða undir núverandi hús í Baldursheimi og nafnabreytingu á einni lóð sem þegar er skilgreind.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að landskiptin og nafnabreytingin verði samþykkt í samræmi við fyrirliggjandi gögn og að byggingarfulltrúa verði falið að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um þegar öll gögn hafa borist.

Samþykkt

 

5.  Umsókn um byggingarleyfi á Krókhöfða - 2106017

Agnes Einarsdóttir tók sæti að nýju undir þessum lið.

Tekið fyrir að nýju erindi dags. 11. júní 2021 frá Eiríki Jónssyni vegna byggingar frístundahúss á lóðinni Krókhöfða, í landi Haganess. Sótt var um heimild til að byggja 56 fm timburhús. Á fundi skipulagsnefndar þann 15.júní 2021 fól nefndin skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mæla fyrir um. Grenndarkynningin stóð frá 24. júní 2021 til 24. júlí 2021.

Ekki bárust athugasemdir við byggingaráformin í grenndarkynningu. Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist að undangengnu leyfi Umhverfisstofnunar sem er leyfisveitandi skv. 2. mgr. 3. gr. laga um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu.

Samþykkt

 

6.  Skýrsla skipulags- og byggingafulltrúa - 1702022

Skipulagsfulltrúi fjallaði um þau mál sem eru í gangi þessa dagana.

 

Fundi slitið kl. 14:43


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Skipulagsnefnd / 16. nóvember 2021

40. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 24. nóvember 2021

70. fundur sveitarstjórnar

Umhverfisnefnd / 1. nóvember 2021

25. fundur umhverfisnefndar

Umhverfisnefnd / 4. október 2021

24. fundur umhverfisnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. nóvember 2021

30. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 12. október 2021

29. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 7. september 2021

28. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. september 2021

19. fundur

Sveitarstjórn / 10. nóvember 2021

69. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 19. október 2021

39. fundur skipulagsnefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2021

20. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. september 2021

18. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. október 2021

29. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Sveitarstjórn / 27. október 2021

68. fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn / 13. október 2021

67. fundur sveitarstjórnar

Skóla- og félagsmálanefnd / 13. október 2021

28. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Skóla- og félagsmálanefnd / 13. október 2021

28. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Landbúnađar- og girđinganefnd / 25. ágúst 2021

11. fundur landbúnađar- og girđingarnefndar

Landbúnađar- og girđinganefnd / 25. ágúst 2021

11. fundur landbúnađar- og girđingarnefndar

Landbúnađar- og girđinganefnd / 3. júní 2021

10. fundur landbúnađar- og girđinganefndar

Umhverfisnefnd / 6. september 2021

23. fundur umhverfisnefndar

Sveitarstjórn / 23. september 2021

66. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 14. september 2021

38. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 8. september 2021

65. fudnur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. ágúst 2021

37. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 25. ágúst 2021

64. fundur sveitarstjórnar

Skóla- og félagsmálanefnd / 23. ágúst 2021

27. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Skipulagsnefnd / 15. júní 2021

36. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 23. júní 2021

63. fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn / 9. júní 2021

62. fundur sveitarstórnar

Nýjustu fréttir

Tungumálakaffi / Language cafe

 • Fréttir
 • 24. nóvember 2021

Ársfundur Gaums

 • Fréttir
 • 24. nóvember 2021

Bćtt ţjónusta á Heilsugćslunni

 • Fréttir
 • 22. nóvember 2021

70. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 22. nóvember 2021

Framkvćmdastjóri Mývatnsstofu

 • Fréttir
 • 12. nóvember 2021

Árshátíđ Reykjahlíđarskola 2021

 • Fréttir
 • 8. nóvember 2021