Grunnskólakennari

 • Fréttir
 • 22. september 2021

Laus er til umsóknar kennarastaða við Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit frá 1. janúar – 1. júní 2022.

Um er að ræða afleysingu í 70% starf (frí á föstudögum) umsjónarkennara 2. og 3. bekkjar.

Hæfniskröfur:

 • Kennsluréttindi á grunnskólastigi.
 • Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum.
 • Góðir skipulagshæfileikar.
 • Ábyrgð og stundvísi.
 • Faglegur metnaður.
 • Áhugi á að vinna með börnum og unglingum.

Reykjahlíðarskóli er framsækinn skóli með 39 nemendur í 1. – 10. bekk. Í skólanum er unnið með samkennslu árganga, samþættingu námsgreina og rafræna kennsluhætti og vinna kennarar oft verkefni saman þvert á árganga. Kennarar leitast við að haga skólastarfi í sem fyllstu samræmi við þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska hvers og eins. Kennarar hafa frelsi til að útfæra námsefni á þann hátt sem þeim þykir henta nemendum best með hliðsjón af hæfniviðmiðum Aðalnámskrár grunnskóla.

Í Mývatnssveit búa um 500 manns. Í metnaðarfullri mannauðsstefnu sveitarfélagsins kemur m.a. fram að boðið er upp á flutningsstyrk, heilsustyrk, launað frí fyrir barnshafandi konur síðasta mánuð meðgöngu, starfsaldurstengdar greiðslur o.fl. fyrir starfsfólk. Við erum fjölskylduvænt samfélag með öflugt leikskóla- og grunnskólastarf, boðið er upp á ókeypis skólamáltíðir fyrir börn og ókeypis frístund. Við erum heilsueflandi samfélag.

Frekari upplýsingar veitir Hjördís Albertsdóttir skólastjóri

hjordis@reykjahlidarskoli.is

Umsóknarfrestur er til 25. október 2021


Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir

Slćgjufundur 2021

 • Fréttir
 • 6. október 2021

Umsóknir um úthlutun menningarstyrkja

 • Fréttir
 • 4. október 2021

Umhverfisverđlaun 2021

 • Fréttir
 • 28. september 2021

Grunnskólakennari

 • Fréttir
 • 22. september 2021

Veturinn nálgast- tćming rotţróa

 • Fréttir
 • 21. september 2021

66. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. september 2021

Kosningar

 • Fréttir
 • 14. september 2021

Umhverfisverđlaun 2021

 • Fréttir
 • 13. september 2021