Umhverfisverđlaun 2021

 • Fréttir
 • 13. september 2021

Tilnefningar óskast til Umhverfisverðlauna 2021

Kæru sveitungar.

Nú er komið að því að auglýsa eftir tilnefningum fyrir Umhverfisverðlaunin 2021, þetta er í 6 sinn sem verðlaunin eru afhent. Óskað er eftir tilnefningum um einstaklinga, fyrirtæki, lögbýli eða stofnun sem eru til fyrirmyndar í umhirðu og umgengni síns nærumhverfis. 

Biðjum við ykkur að horfa í kringum ykkur og senda til okkar tilnefningar með stuttum rökstuðningi af hverju viðkomandi hljóti viðurkenningu. 

Tilnefningar skal senda á tillaga@skutustadahreppur.is eða skila inn á hreppsskrifstofu fyrir 30. september n.k.  

 

Umhverfisverðlaun 2020 verða afhent á slægjufundi 23. október n.k. 

 Eftirtaldir aðilar hafa hlotið verðlaunin síðustu ár:

2016- Daníel og Jóna voru fyrst til að hljóta viðurkenningu umhverfisnefndar.

Daníel Ellertsson og Jóna Ósk Antonsdóttir,eigendur Birkihrauns 1. Þau fengu verðlaunin fyrir að taka lóðina og bílastæðið í kringum húsið í gegn á ákaflega smekklegan hátt, öll aðkoma er til mikillar fyrirmyndar.

2017- Auður og Gylfi. Auður Jónsdóttir og Gylfi Yngvason fyrir glæsilega umhirðu á lóð sinni að Skútustöðum 2.

2018- Birkir Fanndal. Birkir hefur með endurhleðslu varða á Mývatnsöræfum sýnt umhverfinu áhuga og umhyggju í verki. Jafnframt hefur Birkir komið fyrir gestabókum á fjallstoppum og áningarstöðum í sveitinni. Þetta hefur aukið áhuga fólks á umhverfinu og vörðurnar dregið athygli vegfarenda að sögu svæðisins.

2019- Hjördís Finnbogadóttir. Hjördís er afar læs á náttúruna, þar á meðal fugla og plöntur og hefur mjög skarpa yfirsýn á útbreiðslu lúpínu og kerfils og þróun hennar á milli ára. Hjördís hefur unnið ómælt starf í sjálfboðavinnu, við að greina áskoranirnar og hreinlega framkvæma, ýmist ein og sér á vappi eða með Fjöreggi og ýmsum fleiri hópum sjálfboðaliða. Þá átti framlag Hjördísar undanfarin ár drjúgan þátt í vitundarvakningu sem leiddi til stofnunar starfshóps um heftingu á útbreiðslu framandi og ágengra tegunda sem nú starfar á vegum Skútustaðahrepps í samvinnu við Fjöregg, Umhverfisstofnun, Landgræðsluna og RAMÝ, en starfsemi hópsins hefur vakið athygli á landsvísu.

2020- Ferðaþjónustan á Bjargi. Fyrir snyrtilega og vel hirta lóð og fyrir að vera til fyrirmyndar varðandi viðhald bygginga. Aðstaða fyrir ferðamenn er til fyrirmyndar, vel er hugsað um húsakynni og umhverfi tjaldsvæðisins s.s. bílastæði, slátt á flötum og merkingar. Vandað hefur verið til verka í allri uppbyggingu.

Umhverfisnefnd Skútustaðahrepps


Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir

Slćgjufundur 2021

 • Fréttir
 • 6. október 2021

Umsóknir um úthlutun menningarstyrkja

 • Fréttir
 • 4. október 2021

Umhverfisverđlaun 2021

 • Fréttir
 • 28. september 2021

Grunnskólakennari

 • Fréttir
 • 22. september 2021

Veturinn nálgast- tćming rotţróa

 • Fréttir
 • 21. september 2021

66. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. september 2021

Kosningar

 • Fréttir
 • 14. september 2021

Umhverfisverđlaun 2021

 • Fréttir
 • 13. september 2021