Laust til umsóknar starf verkefnisstjóra uppbyggingar íţróttamannvirkja og félagsstarfs

 • Fréttir
 • 30. ágúst 2021

Laust er til umsóknar starf verkefnisstjóra uppbyggingar íþróttamannvirkja og félagsstarfs í Íþróttamiðstöð Skútustaðahrepps. Starfið heyrir beint undir sveitarstjóra og er ráðningin út árið 2022, með mögulegri framlengingu. 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri í síma 464-6660 eða sveinn@skutustadahreppur.is, umsóknir um starfið sendast á umsokn@skutustadahreppur.is fyrir 8. september 2021.

Í samræmi við jafnréttisstefnu Skútustaðahrepps hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Meginviðfangsefni

 • Umsjón með uppbyggingu og þróun íþróttamannvirkja Skútustaðahrepps
 • Þjónusta við notendur Íþróttamiðstöðvar Skútustaðahrepps í samráði við forstöðumann Íþróttamiðstöðvar
 • Uppbygging félagsstarfs í tengslum við Íþróttamiðstöð

Helstu verkefni

 • Umsjón með þróunarstarfi, nýsköpunarverkefnum, söfnun og greiningu upplýsinga fyrir Íþróttamiðstöð í samráði við sveitastjóra
 • Skilgreining verkefna og gerð styrkumsókna til fjármögnunar þeirra, í samráði við ungmennafélagið Mývetning, Félag eldri borgara og aðra félagastarfsemi sem við á
 • Kynning á Íþróttamannvirkjum Skútustaðahrepps í samráði við sveitarstjóra.
 • Tengiliður milli íþróttafélagsins Mývetnings og Íþróttamiðstöðvar.
 • Umsjón vinnuskóla Skútustaðahrepps og samhæfing starfs vinnuskólans við uppbyggingu Íþróttamiðstöðvar
 • Umsjón með félagsmiðstöð í íþróttamiðstöð
 • Skipulagning á starfsemi og þjónustu íþróttamannvirkja Skútustaðahrepps í samráði við sveitarstjóra og forstöðumann íþróttamiðstöðvar.
 • Skipulagning á störfum innan íþróttamiðstöðvar Skútustaðahrepps, í samráði við forstöðumann.
 • Uppsetning vakta- og þrifaplans fyrir íþróttamiðstöð, í samráði við forstöðumann
 • Þátttaka í daglegum störfum innan íþróttamiðstöðvar í samstarfi við forstöðumann


Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir

Slćgjufundur 2021

 • Fréttir
 • 6. október 2021

Umsóknir um úthlutun menningarstyrkja

 • Fréttir
 • 4. október 2021

Umhverfisverđlaun 2021

 • Fréttir
 • 28. september 2021

Grunnskólakennari

 • Fréttir
 • 22. september 2021

Veturinn nálgast- tćming rotţróa

 • Fréttir
 • 21. september 2021

66. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. september 2021

Kosningar

 • Fréttir
 • 14. september 2021

Umhverfisverđlaun 2021

 • Fréttir
 • 13. september 2021