37. fundur skipulagsnefndar

 • Skipulagsnefnd
 • 17. ágúst 2021

Fundargerð 37. fundar skipulagsnefndar haldinn að Hlíðavegi 6, þriðjudaginn 17. ágúst 2021, kl.  13:00.

Fundinn sátu:

Selma Ásmundsdóttir, Arnþrúður Dagsdóttir, Birgir Steingrímsson, Hólmgeir Hallgrímsson, Agnes Einarsdóttir, Atli Steinn Sveinbjörnsson, Helga Sveinbjörnsdóttir og Ásgerður Hafsteinsdóttir.

Fundargerð ritaði:  Atli Steinn Sveinbjörnsson, skipulagsfulltrúi.

Dagskrá:
1.  Stöðuleyfi geymsluskúrs við Öskju - 2108022
2.  Breytingu á deiliskipulagi þróunarsvæðis við Sanda í Vogum - 2107004
3.  Umhverfisstofnun - Umsókn um framkvæmdaleyfi við Hverfjall - 2107014
4.  Tillaga að endurskoðun friðlýsingar náttúruvættisins Hverfjalls - 2108001
5.  Skipulagslýsing fyrir Suðurhálendið - umsögn - 2107008
6.  Breyting á deiliskipulagi Reykjahlíðar - Skútahraun - 2106025
7.  Helluhraun 18 - stækkun á lóð - 2103042
8.  Endurnýjað framkvæmdarleyfi vegna smárafstöðvar við Drekagil - 2011018
9.  Deiliskipulag Skjólbrekku - 2102008
10.  Salernishús - stöðuleyfi - 2108020

 

1.  Stöðuleyfi geymsluskúrs við Öskju - 2108022

Í upphafi fundar óskaði skipulagsfulltrúi eftir því að bæta við máli á dagskrá, færast því aðrir liðir neðar, sem því nemur.

Tekið fyrir erindi dags. 13. ágúst 2021 frá Gunnlaugi Róbertssyni f.h. Vatnajökulsþjóðgarðs um stöðuleyfi 9 fm geymsluskúrs við Öskju.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umsókn Vatnajökulsþjóðgarðs um stöðuleyfi geymsluskúrs við Öskju eftir að samráð hefur verið haft við aðra sem hafa starfsemi á svæðinu og þegar að nákvæm staðsetning liggur fyrir. Þá verði Byggingafulltrúa falið að gefa út leyfið í samræmi við gr. 2.6 um stöðuleyfi í byggingareglugerð.

Samþykkt

 

2.  Breytingu á deiliskipulagi þróunarsvæðis við Sanda í Vogum - 2107004

Tekin fyrir beiðni frá Jóhanni F. Kristjánssyni f.h. landeigenda Bjarkar dags. 7. júlí 2021 um heimild til breytinga á deiliskipulagi óskipts eignarlands Voga. Til stendur að skipuleggja þróunarsvæðið Sanda til uppbyggingar á ferðatengdri þjónustu, landbúnaði, ræktun, smáiðnaði og útivist.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að Jóhanni F. Kristjánssyni verði heimilað að vinna að breytingu á deiliskipulagi óskipts eignarlands Voga skv. 38. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt

 

3.  Umhverfisstofnun - Umsókn um framkvæmdaleyfi við Hverfjall - 2107014

Tekin fyrir umsókn Umhverfisstofnunar dags. 20. júlí s.l. um heimild til að grafa lagnaskurð frá nýjum vatnstökustað við Hverfjall að áningarstað við Hverfjall. Skurðurinn verður grafinn í vestari vegakant frá vatnstökustað að áningarstað og verður um 1 km að lengd. Skurðurinn verður um 1 m að dýpt og allt að 1,5 m að breidd. Meðfylgjandi er mynd sem sýnir gróflega fyrirhugaða legu skurðarins. Ákvörðun um staðsetningu nýrrar borholu og lagnaskurðar er tekin í samvinnu við landeigendur.

Framkvæmdin er tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum II. viðauki, liður 10.21. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar tilskilin gögn hafa borist.

Samþykkt

 

4.  Tillaga að endurskoðun friðlýsingar náttúruvættisins Hverfjalls - 2108001

Tillaga Umhverfisstofnunar að endurskoðun friðlýsingar náttúruvættisins Hverfjalls dags. 8. júlí 2021 lögð fram til kynningar. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 25. ágúst 2021.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillögu að endurskoðun friðlýsingar náttúruvættisins Hverfjalls.

Samþykkt

 

5.  Skipulagslýsing fyrir Suðurhálendið - umsögn - 2107008

Tekin fyrir beiðni frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga dags. 2. júlí 2021 um umsögn vegna skipulagslýsingu svæðisskipulags Suðurhálendis.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við skipulagslýsingu svæðisskipulags Suðurhálendis.

Samþykkt

 

6.  Breyting á deiliskipulagi Reykjahlíðar - Skútahraun - 2106025

Tekin fyrir tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Reykjalíðar vegna Skútahrauns 2 - 4. Erindið var áður tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar þann 15. júní 2021 þar sem lagt var til við sveitarstjórn að tillagan yrði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr skipulagslaga. Þann 23. júní 2021 samþykkti sveitarstjórn tillögu skipulagsnefndar. Tillagan var kynnt íbúum með bréfi þann 29. júní 2021 og frestur til að skila inn athugasemdum við áformin gefinn til og með 27. júlí 2021. Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að breyting á deiliskipulagi Reykjahlíðar vegna Skútahrauns 2 - 4 verði samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

Samþykkt

 

7.  Helluhraun 18 - stækkun á lóð - 2103042

Birgir Steingrímsson lýsti sig vanhæfan undir þessum lið og vék af fundi

Tekin fyrir tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Reykjalíðar vegna Helluhrauns 18. Erindið var áður tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar þann 15. júní 2021 þar sem lagt var til við sveitarstjórn að tillagan yrði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr skipulagslaga. Þann 23. júní 2021 samþykkt sveitarstjórn tillögu skipulagsnefndar. Tillagan var kynnt íbúum með bréfi þann 29. júní 2021 og frestur til að skila inn athugasemdum við áformin gefinn til og með 27. júlí 2021. Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að breyting á deiliskipulagi Reykjahlíðar vegna Helluhrauns 18 verði samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

Samþykkt

 

8.  Endurnýjað framkvæmdarleyfi vegna smárafstöðvar við Drekagil - 2011018

Birgir Steingrímsson tók sæti að nýju undir þessum lið.

Tekið fyrir að nýju erindi frá Magnúsi Haukssyni f.h. Neyðarlínunnar ohf. þar sem sótt er um að nýju um framkvæmdaleyfi vegna heimarafstöðvar við Drekagil. Þar er vísað til fyrri umsóknar vegna sömu heimarafstöðvar, deiliskipulags svæðisins ásamt uppfærðum teikningum og greinargerð. Erindið var síðast tekið fyrir á fundi nefndarinnar þann 17. nóvember 2020 þar sem afgreiðslu á framkvæmdaleyfinu var frestað þar til að nánari úttekt á því hvort að framkvæmdin samræmist gildandi deiliskipulagi. Skipulagsnefnd fól skipulagsfulltrúa að kanna nánar framkvæmd verksins og það samráð sem haft hefur verið við sveitarstjórn. Þann 7. júlí 2021 fór skipulagsfulltrúi ásamt formanni nefndarinnar í för með rekstrarstjóra Neyðarlínunnar þar sem framkvæmdir voru teknar út.

Í vettvangsferð sem farin var þann 7. júlí 2021 komu í ljós miklar umhverfisbreytingar vegna vatnavaxta snemma í vor. Skemmdir urðu á túrbínu húsi og stíflugarði virkjunarinnar í vatnavöxtunum og ljóst að mikið verk er framundan við lagfæringar, frágang og aðlögun að umhverfisaðstæðum. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfið skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að gengið verði úr skugga um að framkvæmdin falli vel að umhverfinu og standist þær umhverfisaðstæður sem uppi eru hverju sinni.

Samþykkt

 

9.  Deiliskipulag Skjólbrekku - 2102008

Tekin fyrir drög að deiliskipulagi Skjólbrekku frá Teiknistofu Norðurlands dags. 11. ágúst 2021. Tekið hefur verið tillit til innkominna athugasemda og umræðna um fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að drög að tillögu deiliskipulags Skjólbrekku verði kynnt íbúum og hagsmunaaðilum.

Samþykkt

 

10.  Salernishús - stöðuleyfi - 2108020

Tekið fyrir erindi mótt. 20.júlí 2021 frá Aldísi Gísladóttur f.h. Hlíð ferðaþjónustu þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir salernishúsi á Reykjahlíð tjaldstæði. Samkvæmt deiliskipulagi stendur til að færa umrætt hús á annan byggingarreit, en þar til það verður framkvæmt er sótt um stöðuleyfi fyrir húsið þar sem það stendur nú.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fallið verði frá veitingu stöðuleyfis en að framkvæmdaraðila verði veitt byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist, gegn því að húsið verði fært á tilskilinn stað skv. deiliskipulagi innan 3ja ára.

Samþykkt

 

11.  Skýrsla skipulags- og byggingafulltrúa - 1702022

Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi gerðu grein fyrir stöðu mála og verkefna sem falla undir þeirra verksvið hjá sveitarfélaginu.

 

Fundi slitið kl. 15:00.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Skipulagsnefnd / 16. nóvember 2021

40. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 24. nóvember 2021

70. fundur sveitarstjórnar

Umhverfisnefnd / 1. nóvember 2021

25. fundur umhverfisnefndar

Umhverfisnefnd / 4. október 2021

24. fundur umhverfisnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. nóvember 2021

30. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 12. október 2021

29. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 7. september 2021

28. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. september 2021

19. fundur

Sveitarstjórn / 10. nóvember 2021

69. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 19. október 2021

39. fundur skipulagsnefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2021

20. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. september 2021

18. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. október 2021

29. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Sveitarstjórn / 27. október 2021

68. fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn / 13. október 2021

67. fundur sveitarstjórnar

Skóla- og félagsmálanefnd / 13. október 2021

28. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Skóla- og félagsmálanefnd / 13. október 2021

28. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Landbúnađar- og girđinganefnd / 25. ágúst 2021

11. fundur landbúnađar- og girđingarnefndar

Landbúnađar- og girđinganefnd / 25. ágúst 2021

11. fundur landbúnađar- og girđingarnefndar

Landbúnađar- og girđinganefnd / 3. júní 2021

10. fundur landbúnađar- og girđinganefndar

Umhverfisnefnd / 6. september 2021

23. fundur umhverfisnefndar

Sveitarstjórn / 23. september 2021

66. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 14. september 2021

38. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 8. september 2021

65. fudnur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. ágúst 2021

37. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 25. ágúst 2021

64. fundur sveitarstjórnar

Skóla- og félagsmálanefnd / 23. ágúst 2021

27. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Skipulagsnefnd / 15. júní 2021

36. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 23. júní 2021

63. fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn / 9. júní 2021

62. fundur sveitarstórnar

Nýjustu fréttir

Tungumálakaffi / Language cafe

 • Fréttir
 • 24. nóvember 2021

Ársfundur Gaums

 • Fréttir
 • 24. nóvember 2021

Bćtt ţjónusta á Heilsugćslunni

 • Fréttir
 • 22. nóvember 2021

70. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 22. nóvember 2021

Framkvćmdastjóri Mývatnsstofu

 • Fréttir
 • 12. nóvember 2021

Árshátíđ Reykjahlíđarskola 2021

 • Fréttir
 • 8. nóvember 2021