Umsjónarmađur mötuneytis og matarinnkaupa óskast hjá Skútustađahreppi

 • Fréttir
 • 24. ágúst 2021

Laust er til umsóknar starf umsjónarmanns mötuneytis og matarinnkaupa hjá Skútustaðahreppi.

Mötuneyti Skútustaðahrepps er sameiginlegt mötuneyti Reykjahlíðarskóla, Leikskólans Yls og starfsmanna Skútustaðahrepps samtals rúmlega 60 manns.

Um er að ræða morgunmat, ávaxtastund, hádegismat og síðdegishressingu í leik-og grunnskólanum, auk þess sem öðru starfsfólki sveitarfélagsins stendur til boða að snæða hádegismat í mötuneyti grunnskólans.

Skútustaðahreppur er heilsueflandi samfélag sem leggur áherslu á mikilvægi góðrar næringar.

Skútustaðahreppur stefnir að því að vera leiðandi í uppbyggingu hringrásarhagkerfis og mun innkaupastefna mötuneytisins taka mið af því, en stefnt er að því að auka hlut hráefna úr nærsamfélaginu.

Helstu verkefni:

 • Bera ábyrgð á matseld, innkaupum, stjórnun, skipulagningu og framkvæmd starfsins í eldhúsinu
 • Sjá um innkaup og pantanir á mat
 • Frágangur og þrif auk annarra tilfallandi verkefna
 • Upplýsingagjöf um starfsemi mötuneytis og þátttaka í þróunarverkefnum

Hæfniskröfur:

 • Jákvætt og framsækið hugarfar
 • Þekking og meðvitund um næringargildi og hollustu í matargerð
 • Þekking og meðvitund um bráðaofnæmi og ofnæmi/fæðuóþol almennt
 • Hreinlæti og snyrtimennska
 • Frumkvæði, sveigjanleiki og samstarfsvilji
 • Lipurð og færni í samskiptum
 • Menntun á sviði matreiðslu og/eða reynsla af sambærilegu starfi kostur

Næsti yfirmaður umsjónarmanns er sveitarstjóri, en jafnframt er starfið í nánu samstarfi við skólastjóra Reykjahlíðarskóla og leikskólans Yls. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri í síma 464-6660 eða sveinn@skutustadahreppur.is, umsóknir um starfið sendast á umsokn@skutustadahreppur.is fyrir 6. September 2021.

Í samræmi við jafnréttisstefnu Skútustaðahrepps hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélags.


Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir

Slćgjufundur 2021

 • Fréttir
 • 6. október 2021

Umsóknir um úthlutun menningarstyrkja

 • Fréttir
 • 4. október 2021

Umhverfisverđlaun 2021

 • Fréttir
 • 28. september 2021

Grunnskólakennari

 • Fréttir
 • 22. september 2021

Veturinn nálgast- tćming rotţróa

 • Fréttir
 • 21. september 2021

66. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. september 2021

Kosningar

 • Fréttir
 • 14. september 2021

Umhverfisverđlaun 2021

 • Fréttir
 • 13. september 2021