Myndasýningin Torf og tíđarandi á Hofsstöđum

 • Fréttir
 • 3. ágúst 2021

Ljósmyndasýningin Torf og tíðarandi verður opin í allt sumar, en sýningin er á vegum Minjastofnunar. Þar verða sýndar myndir eftir ljósmyndarann Vigfús Sigurgeirsson sem voru teknar aðallega á árunum 1930-40 í Mývatnssveit. Þær eru ekki bara fallegar heldur sýna mjög vel hvernig lífið var á þessum tíma, bæði húsakosti og hvaða aðferðir voru notaðar við ýmis störf.

Sýningin er í hlöðunni á Hofstöðum í Mývatnssveit og er opin frá kl. 8:00 - 22:00 alla daga. Aðgangur ókeypis.

Meðan á sýningunni stendur verður getraun í gangi. Ef þú þekkir fólk eða staði á myndunum sendu okkur heiti myndarinnar og upplýsingarnar á torfogtidarandi@gmail.com.

Verðlaun verða í boði fyrir þann sem er með flest rétt svör og sérstök verðlaun eru í boði fyrir þann sem giskar á “Lítil kona við torfbæ” og “Burstabær”.

Vigfús Sigurgeirsson var ljósmyndari á Akureyri frá 1923 og rak þar eigin ljósmyndastofu árin 1927-36. Síðar starfrækti hann umsvifamikla ljósmyndastofu í Reykjavík. Hann var sérlegur ljósmyndari ráðuneyta og forseta Íslands frá upphafi. Hann tók kvikmyndir í öllum opinberum ferðum forsetanna Sveins Björnssonar og Ásgeirs Ásgeirssonar, innanlands sem utan, gerði kvikmyndirnar Stofnun lýðveldis á Íslandi og Í jöklanna skjóli. Einnig kvikmyndir af atvinnuháttum Íslendinga og þjóðlífi frá 1937.

Sýningin er á vegum Minjastofnunar Íslands.
Hönnun: Heiðdís Þóra Snorradóttir og Alma Rún Hreggviðsdóttir
Hugmynd: Kristín Huld Sigurðardóttir
Sýningarstjórn og uppsetning:
Heiðdís Þóra Snorradóttir
Myndir og myndvinnsla:
Gunnar Geir Vigfússon
Lýsing: Gunnar Ingi Jónsson og Heiðdís Þóra Snorradóttir
Aðstoð, lán á tækjum og verkfærum:
Egill Freysteinsson og Jón Ingi Hinriksson


Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir

Slćgjufundur 2021

 • Fréttir
 • 6. október 2021

Umsóknir um úthlutun menningarstyrkja

 • Fréttir
 • 4. október 2021

Umhverfisverđlaun 2021

 • Fréttir
 • 28. september 2021

Grunnskólakennari

 • Fréttir
 • 22. september 2021

Veturinn nálgast- tćming rotţróa

 • Fréttir
 • 21. september 2021

66. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. september 2021

Kosningar

 • Fréttir
 • 14. september 2021

Umhverfisverđlaun 2021

 • Fréttir
 • 13. september 2021