26. fundur skóla- og félagsmálanefndar

 • Skóla- og félagsmálanefnd
 • 19. maí 2021

Dagskrá:

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta við einu máli með afbrigðum: 1801014 Tónlistarskóli skólastarf. Samþykkt samhljóma að bæta málinu við.

1. Menntamálastofnun - Ytra mat á Reykjahlíðarskóla 2019 - 1811020

Skólastjóri fór yfir stöðu vinnunnar við umbótaáætlun Reykjahlíðarskóla með Ásgarði (áður Trappa ehf) í kjölfar ytra mats.

Skólastjóri fór yfir stöðuna á vinnunni við umbótaáætlunina. Nefndin þakkar Sólveigu yfirferðina.

2. Staða skólastjóra Reykjahliðarskóla - 2103007

Gengið hefur verið frá ráðningu Hjördísar Albertsdóttur í stöðu skólastjóra Reykjahlíðarskóla frá 1. ágúst 2021. Hjördís er einnig ráðin í starf leikskólastjóra á leikskólanum Yl. Hjördís er með BEd menntun í grunnskólakennarafræði og hefur jafnframt lagt stund á MLM nám í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst. Hjördís hefur mikla kennslureynslu og hefur starfað sem varaformaður félags grunnskólakennara frá 2018. Þá hefur Hjördís ríka reynslu af stjórnun á ýmsum sviðum skólasamfélagsins.

Með ráðningu Hjördísar og samþættingu leik- og grunnskóla er stefnt að því að styrkja enn frekar skólasamfélag Skútustaðahrepps. Fjölbreytt náttúra og sterkt samfélag svæðisins eru grundvöllur slíkrar sóknar og mun reynsla Hjördísar af samþættingu námsgreina og þróun kennsluhátta nýtast ríkulega í því samhengi. Framtíðarsýn Hjördísar á þróun skólastarfs vó þungt við mat umsókna, en ráðgjafafyrirtækið Ásgarður var sveitarfélaginu innan handar við mat á umsækjendum.

Reykjahlíðarskóli og leikskólinn Ylur mynda samfélag um 80 nemenda og starfsmanna, sem setur velferð og hagsmuni barna í forgang, með áherslu á lífsleikni, lýðheilsu, jafnrétti, fjölmenningu, lýðræðislegt samstarf og virðingu fyrir manngildi og sjálfbærni. Öflug tengsl við umhverfi og grenndarsamfélag og sérstaða nánasta umhverfis eru nýtt til kennslu.

Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með ráðningu Hjördísar og hlakkar til samstarfsins, jafnframt vill nefndin þakka Sólveigu og Ingibjörgu fyrir gott og farsælt samstarf og óskar þeim velfarnaðar.

3. Reykjahlíðarskóli: Starfsmannamál - 1705004

Skólastjóri fór yfir starfmannamál og starfsáætlun fyrir skólaárið 2021-2022.

Starfsáætlun næsta skólaárs verður lögð fyrir á haustfundi nefndarinnar.

Unnið hefur verið að skipulagi næsta skólaárs. Gert er ráð fyrir að í skólanum verði 36 nemendur og verður bekkjaskiptingin sem hér segir:
1. bekkur verður sér með 7. nemendur. Umsjónarkennari: Cornelia
2-3 bekkur verða 11. nemendur. Umsjónarkennari: Ólöf
4-6 bekkur verður 9. nemendur, umsjónarkennari: Sigríður
7-10 bekkur verða 9 nemendur, umsjónarkennari: Arnheiður.

4. Reykjahlíðarskóli - Skólastarf - 2005021

Skólastjóri fór yfir skólastarfið á vorönn 2021.

Skólastarfið hefur verið með breyttu sniði þennan veturinn vegna COVID-19. Árshátíð, þorrablót og fleiri viðburðir hafa verið haldnir en með breyttu sniði þar sem foreldrar hafa ekki verið með. Skólaslit verða mánudaginn 31. maí.

5. Reykjahlíðarskóli- skólareglur - 2102010

Skólastjóri lagði fram uppfærðar skólareglur.

Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með uppfærðar skólareglur Reykjahliðarskóla. Nemendur skólans tóku þátt í mótun reglnanna.

Samþykkt

6. Leikskólinn Ylur- Öryggis- og heilbrigðisáætlun - 2105020

Unnið hefur verið að öryggis- heilbrigðisáætlun leikskólans Yls samkvæmt kröfum vinnueftirlitsins.

Nefndin samþykkir öryggis- og heilbrigðisáætlun leikskólans Yls.

Samþykkt

7. Leikskólinn Ylur - Starfsmannamál og starfsáætlun 2020-2021 - 2005026

Leikskólastjóri fór yfir starfsmannamál og starfsáætlun fyrir næsta skólaár.

Nefndin þakkar leikskólastjóra yfirferðina á mjög vel unni og nákvæmri starfsáælun. Starfsáætlunin verður aðgengileg á heimasíðu leikskólans.
Leikskólastjóri fór yfir starfsmannamál fyrir næsta vetur og líta þau vel út.

8. Tónlistarskóli Skólastarf - 1801014

Gengið hefur verið frá ráðningu við Stefán Jakobsson um áframhaldandi starf við tónlistarskólann.

Nefndin Lýsir yfir ánægju sinni með áframhaldandi ráðningu Stefáns.

Fundi slitið kl. 12:00.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Skipulagsnefnd / 16. nóvember 2021

40. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 24. nóvember 2021

70. fundur sveitarstjórnar

Umhverfisnefnd / 1. nóvember 2021

25. fundur umhverfisnefndar

Umhverfisnefnd / 4. október 2021

24. fundur umhverfisnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. nóvember 2021

30. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 12. október 2021

29. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 7. september 2021

28. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. september 2021

19. fundur

Sveitarstjórn / 10. nóvember 2021

69. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 19. október 2021

39. fundur skipulagsnefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2021

20. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. september 2021

18. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. október 2021

29. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Sveitarstjórn / 27. október 2021

68. fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn / 13. október 2021

67. fundur sveitarstjórnar

Skóla- og félagsmálanefnd / 13. október 2021

28. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Skóla- og félagsmálanefnd / 13. október 2021

28. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Landbúnađar- og girđinganefnd / 25. ágúst 2021

11. fundur landbúnađar- og girđingarnefndar

Landbúnađar- og girđinganefnd / 25. ágúst 2021

11. fundur landbúnađar- og girđingarnefndar

Landbúnađar- og girđinganefnd / 3. júní 2021

10. fundur landbúnađar- og girđinganefndar

Umhverfisnefnd / 6. september 2021

23. fundur umhverfisnefndar

Sveitarstjórn / 23. september 2021

66. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 14. september 2021

38. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 8. september 2021

65. fudnur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. ágúst 2021

37. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 25. ágúst 2021

64. fundur sveitarstjórnar

Skóla- og félagsmálanefnd / 23. ágúst 2021

27. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Skipulagsnefnd / 15. júní 2021

36. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 23. júní 2021

63. fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn / 9. júní 2021

62. fundur sveitarstórnar

Nýjustu fréttir

Tungumálakaffi / Language cafe

 • Fréttir
 • 24. nóvember 2021

Ársfundur Gaums

 • Fréttir
 • 24. nóvember 2021

Bćtt ţjónusta á Heilsugćslunni

 • Fréttir
 • 22. nóvember 2021

70. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 22. nóvember 2021

Framkvćmdastjóri Mývatnsstofu

 • Fréttir
 • 12. nóvember 2021

Árshátíđ Reykjahlíđarskola 2021

 • Fréttir
 • 8. nóvember 2021