60. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 14. maí 2021

60. fundur sveitarstjórnar haldinn í Skjólbrekku,

 12. maí 2021, kl.  09:15.

 

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson, Elísabet Sigurðardóttir, Sigurður Böðvarsson, Halldór Þorlákur Sigurðsson, Dagbjört Bjarnadóttir og Sveinn Margeirsson.

 

Fundargerð ritaði:  Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

 

1.

Skútustaðahreppur - ársreikningur 2020 - fyrri umræða - 2105013

 

Ársreikningur Skútustaðahrepps árið 2020 kynntur. Ársreikningnum er vísað til síðari umræðu.

 

Lagt fram

     

2.

Háskólinn á Hólum- samstarf - 2105001

 

Bréf dags. 27. apríl frá Háskólanum á Hólum kynnt. Bréfið er sent í tilefni af samstarfsmöguleikum háskólans við Skútustaðahrepp og fræðasamfélagið í Gíg.

 

Lagt fram

     

3.

Reykjahlíðarskóli - Skólaakstur - 2005027

 

Í undirbúningi er útboð á skólaakstri. Gert er ráð fyrir 9 börnum í akstri næsta vetur, að öllu óbreyttu.

 

Lagt fram

     

4.

Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga - 1905032

 

Á 57. fundi sveitarstjórnar samþykkti sveitarstjórn að fela samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna að annast undirbúning sameiningarkosningarinnar 5. júní og að kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum sveitarfélaganna.

Nefndin hefur unnið að því verkefni síðustu vikur í samstarfi við Mývatnsstofu. Kynningarbæklingur hefur verið sendur á öll heimili í sveitarfélögunum. Kynningarefni hefur verið birt á helstu miðlum og mun verða fram að kosningum. Þá var tillagan kynnt á vel sóttum kynningarfundum í Skjólbrekku þann 4.5 og í Ýdölum þann 5.5. Íbúar gátu á þeim fundum einnig tekið virkan þátt í fundunum á Zoom og í gegnum Facebook.

Þá geta íbúar kynnt sér tillöguna og ítarefni á vefsíðu verkefnisins www.thingeyingur.is. Þar má einnig finna upptökur af kynningarfundunum.

Opnað hefur verið á utankjörfundaratkvæðagreiðslu hjá sýslumanni. Mögulegt verður að greiða atkvæði utan kjörfundar á skrifstofum sveitarfélaganna á afmörkuðum tímum síðustu tvær vikurnar fyrir kosningar.

Kjördagur er laugardaginn 5. júní og vill sveitarstjórn hvetja íbúa til að kynna sér tillöguna og taka afstöðu til spurningarinnar um sameiningu.

 

Lagt fram

     

5.

Skýrsla sveitarstjóra – 1611024

Lagt fram

6.

Velferðar- og menningarmálanefnd: Fundargerðir - 1809010

 

Lögð fram fundargerð 27. fundar velferðar- og menningarmálanefndar dags. 4. apríl 2021. Fundargerðin er í sex liðum. Liður 3 í fundargerðinni verður tekinn fyrir á 61. fundi sveitarstjórnar.

 

Lagt fram

   
     

7.

Héraðsnefnd Þingeyinga: Fundargerðir - 1611030

 

Frestað

     

8.

SSNE - Fundargerðir - 1611006

 

Lögð fram fundargerð frá ársþingi SSNE sem haldið var rafrænt 16. og 17. apríl sl.

 

Lagt fram

9.

Samtök orkusveitarfélaga Fundargerðir - 1611037

 

Lögð fram fundargerð 46. fundar stjórnar samtaka orkusveitarfélaga. Fundargerðin er í tveimur liðum.

 

Lagt fram

 

     

10.

Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1611015

 

Lögð fram fundargerð 897. fundar stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga dags 30. apríl. Fundargerðin er í tuttugu og átta liðum.

 

Lagt fram

     

11.

Umhverfisstofnun - Samstarf og samráð - 2104021

 

Hildur Vésteinsdóttir og Arna Hjörleifsdóttir, starfsmenn Umhverfisstofnunar komu til fundar við sveitarstjórn. Umræða um samstarf og stefnu í ýmsum málum, m.a. tengt stjórnunar- og verndaráætlun, drónaflugi við Mývatn o.fl. Stefnt að áframhaldandi góðu samráði milli Umhverfisstofnunar og sveitarfélagsins á næstu misserum.

     

12.

Gerð deiliskipulags fyrir Björk, ferðaþjónusta - 2009026

 

Tekið fyrir undir afbrigðum.

Tekin fyrir að nýju skipulagslýsing vegna deiliskipulagsgerðar á landi Bjarkar dags. 28. apríl 2021.

Erindið var áður á dagskrá sveitarstjórnar þann 27. janúar 2021 sem frestaði þá afgreiðslu málsins og fól sveitarstjóra, skipulagsfulltrúa og oddvita að eiga fund við málsaðila varðandi útfærslu skipulagsins.

Í samræmi við fund milli málsaðila sem haldinn var að Hlíðavegi þann 12. febrúar 2021 hefur skipulagssvæðið verið endurskoðað og greinargerð uppfærð.

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 15. apríl 2010 deiliskipulag fyrir ferðaþjónustusvæði í landi Bjarkar. Gildistaka deiliskipulagsins var ekki auglýst innan tímaramma þágildandi skipulagslaga og öðlaðist því deiliskipulagið ekki gildi.

Áformað er að nýtt deiliskipulag verði byggt á grunni þess sem áður var auglýst. Megintilgangur með gerð deiliskipulagsins er að ákvæði eldra deiliskipulags, sem ekki tók gildi að lögum, öðlist gildi.
Skipulagssvæði nýs deiliskipulags verður nokkuð stærra en í deiliskipulaginu frá 2009, eða 4,24 ha, og mun ná utan um næstu byggingar og íbúðarhús auk tjaldsvæðis. Með gerð deiliskipulags verður til vettvangur fyrir ákvarðanatöku um frekari þróun svæðisins þegar og ef tilefni verður til síðar.

Skipulagsnefnd gerir athugasemd við staðsetningu byggingarreits við lóðamörk Voga 1 með tilliti til nálægðar við fjárhús og heilbrigðissjónarmiða.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að koma sjónarmiðum nefndarinnar á framfæri og kynna í framhaldi lýsinguna fyrir almenningi og umsagnaraðilum og að leita umsagnar Skipulagsstofnunar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna fyrir almenningi og umsagnaraðilum og að leita umsagnar Skipulagsstofnunar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Samþykkt

     

13.

Umsókn um deiliskipulagsbreytingu - Birkiland 15 - 2011020

 

Tekið fyrir undir afbrigðum.
Tekið fyrir að nýju erindi frá Gunnari Bergmann Stefánssyni f.h. Birkilands 15 dags. 4. nóvember 2020 þar sem óskað var eftir heimild til að vinna breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Birkiland, Vogum III.
Meðfylgjandi er tillaga að deiliskipulagsbreytingu frá arkitektastofunni gb design. Tillagan felur í sér breytingu í greinargerð á skilmála deiliskipulagsins er varðar lóð nr. 15 Birkilandi. Breytingin sem lagt er til að verði gerð á gildandi deiliskipulagi er eftirfarandi: Heimilt er að leigja út frístundahús/frístundaeiningar á lóðum 1 og 15 til skemmri eða lengri dvalar.

Með tillögunni er vísað til úrskurðar Úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála
frá 13. febrúar 2020, nr. 7/2019 þar sem samþykkt breyting á deiliskipulagi Unalæk á Völlum við Fljótsdalshérað var kærð en kæran úrskurðuð ógild.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi Birkilands sem myndi heimila útleigu á frístundahúsi Birkilands 15 í atvinnuskyni. Skipulagsnefnd telur atvinnurekstur á lóð Birkilands 15 ekki samrýmast ákvæðum í skipulagsreglugerð um frístundabyggð og þeirri landnotkun sem upphaflega var gert ráð fyrir við úthlutun lóða í landi Birkilands, samanber einnig lóðaleigusamning. Með vísan til greinargerðar umsóknarinnar og annarra aðstæðna eru varla forsendur til að deiliskipulagsbreytingin teljist óveruleg, þar sem um er að ræða breytingu á landnotkun sem gæti talist fordæmisgefandi.

 

Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar og hafnar umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi Birkilands sem myndi heimila útleigu á frístundahúsi Birkilands 15 í atvinnuskyni.

 

Samþykkt

     

14.

Framkvæmdaleyfi vegna Hvera austan Námafjalls - 2105002

 

Tekið fyrir undir afbrigðum. Helgi Héðinsson og Elísabet Sigurðardóttir véku af fundi við afgreiðslu málsins. Sigurður Böðvarsson tók við stjórn fundarins.

Tekið fyrir erindi frá Arnóri Þóri Sigfússyni fyrir hönd Sannra Reykjahlíð. Sótt er um leyfi til framkvæmda við Hveri, austan Námafjalls sem er í landi Reykjahlíðar. Fyrirhuguð framkvæmd er í samræmi við gildandi deiliskipulag. Framkvæmdin nú felur í sér gerð á nýju bílastæði ásamt breytingu á vegi á svæðinu og verður gamla stæðið aflagt. Þá verður unnið að gerð göngustíga um hverasvæðið og útsýnispalla til að tryggja öryggi ferðamanna og hlífa náttúru svæðisins.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfið skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Samþykkt

     

15.

Vatnajökulsþjóðgarður - Vatnsveita í Herðubreiðarlindum - 2103005

 

Tekið fyrir undir afbrigðum. Helgi Héðinsson og Elísabet Sigurðardóttir tóku sæti á fundinum að nýju. Helgi Héðinsson tók við stjórn fundarins að nýju.

Tekið fyrir erindi dags. 28. apríl 2021 frá Þorgerði Sigurðardóttur formanni Ferðafélags Akureyrar vegna áforma um endurnýjun vatnsveitu í Herðubreiðarlindum. Fyrirspurn um matsskyldu vegna framkvæmdarinnar var send Skipulagsstofnun sem gaf það svar að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Skipulagsnefnd metur framkvæmdina minniháttar. Framkvæmdin felur í sér óverulega tilfærslu á veitumannvirkjum. Fyrir liggur svar Skipulagsstofnunar um að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún sé ekki háð framkvæmdaleyfi skv. 5. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr 772/2012.

 

Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki háð framkvæmdaleyfi.

 

Samþykkt

     
     

16.

Skipulagsnefnd: Fundargerðir - 1611022

 

Fundargerð skipulagsnefndar frá 11.5.2021 lögð fram til staðfestingar.

 

Liðir eitt, tvö, þrjú og fimm hafa áður verið afgreiddir undir liðum 15, 14, 13 og 12.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti.

     

 

 

 

Fundi slitið kl. 12:15.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Skipulagsnefnd / 16. nóvember 2021

40. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 24. nóvember 2021

70. fundur sveitarstjórnar

Umhverfisnefnd / 1. nóvember 2021

25. fundur umhverfisnefndar

Umhverfisnefnd / 4. október 2021

24. fundur umhverfisnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. nóvember 2021

30. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 12. október 2021

29. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 7. september 2021

28. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. september 2021

19. fundur

Sveitarstjórn / 10. nóvember 2021

69. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 19. október 2021

39. fundur skipulagsnefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2021

20. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. september 2021

18. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. október 2021

29. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Sveitarstjórn / 27. október 2021

68. fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn / 13. október 2021

67. fundur sveitarstjórnar

Skóla- og félagsmálanefnd / 13. október 2021

28. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Skóla- og félagsmálanefnd / 13. október 2021

28. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Landbúnađar- og girđinganefnd / 25. ágúst 2021

11. fundur landbúnađar- og girđingarnefndar

Landbúnađar- og girđinganefnd / 25. ágúst 2021

11. fundur landbúnađar- og girđingarnefndar

Landbúnađar- og girđinganefnd / 3. júní 2021

10. fundur landbúnađar- og girđinganefndar

Umhverfisnefnd / 6. september 2021

23. fundur umhverfisnefndar

Sveitarstjórn / 23. september 2021

66. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 14. september 2021

38. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 8. september 2021

65. fudnur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. ágúst 2021

37. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 25. ágúst 2021

64. fundur sveitarstjórnar

Skóla- og félagsmálanefnd / 23. ágúst 2021

27. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Skipulagsnefnd / 15. júní 2021

36. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 23. júní 2021

63. fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn / 9. júní 2021

62. fundur sveitarstórnar

Nýjustu fréttir

Tungumálakaffi / Language cafe

 • Fréttir
 • 24. nóvember 2021

Ársfundur Gaums

 • Fréttir
 • 24. nóvember 2021

Bćtt ţjónusta á Heilsugćslunni

 • Fréttir
 • 22. nóvember 2021

70. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 22. nóvember 2021

Framkvćmdastjóri Mývatnsstofu

 • Fréttir
 • 12. nóvember 2021

Árshátíđ Reykjahlíđarskola 2021

 • Fréttir
 • 8. nóvember 2021