25. fundur skóla- og félagsmálanefndar

 • Skóla- og félagsmálanefnd
 • 19. apríl 2021

Fundargerð

25. fundur skóla- og félagsmálanefndar haldinn að Hlíðavegi 6,

 19. apríl 2021, kl.  11:00.

Fundinn sátu:

Alma Dröfn Benediktsdóttir, Arnar Halldórsson, Þuríður Pétursdóttir, Sylvía Ósk Sigurðardóttir, Helgi Arnar Alfreðsson

Fundargerð ritaði:  Alma Dröfn Benediktsdóttir, formaður.

Dagskrá:

Í upphafi fundar lagði formaður til að bæta við einu máli á dagskrá með afbrigðum: 2104019 Þróunarverkefni. Samþykkt samhljóða að bæta málinu við á dagskrá undir lið nr.4 og færast aðrir dagsrkáliðir til sem því nemur.

1. Menntamálastofnun - Ytra mat á Reykjahlíðarskóla 2019 - 1811020

Skólastjóri fór yfir stöðu vinnunnar við umbótaáætlun Reykjahlíðarskóla með Ásgarði (áður Trappa ehf) í kjölfar ytra mats.

Skólastjóri fór yfir það sem verið er að gera í sjálfsmati skólans. Búið er að leggja fyrir nemendur kannanir um líðan og fleira. Einnig var lögð fyrir starfsmenn könnun um ýmislegt í skólastarfinu. Búið er að kynna niðurstöður hjá starfsmönnum en kynning hjá nemendum fer fram í næstu viku. Verið er að gera aðra könnun um ýmislegt í starfsemi skólans og verður hún lögð fyrir sem fyrst. Einnig er verið að vinna í endurskoðun á skólareglunum með nemendum.

2. Aðgerðaráætlun gegn einelti - 2104009

Skólastjóri fór yfir aðgerðaráætlun gegn einelti sem unnið hefur verið að í vetur. Áætlunin er hluti af aðgerðaráætlun í kjölfar ytra mats.

Nefndin samþykkir endurskoðaða aðgerðaráætlun gegn einelti/ofbeldi og félagslegri einangrun í Reykjahlíðarskóla.
Nefndin hvetur skólasamfélagið til að kynna sér endurskoðaða áætlu, hún er komin á heimasíðu skólans.

Samþykkt

3. Reykjahlíðarskóli - Skóladagatal - 2005024

Skólastjóri lagði fram skóladagatal fyrir næsta skólaár.

Skóladagatalið er svipað og undanfarin ár. Það sem er viðbót er að það gert ráð fyrir áhugasviðsviku á haustönninni og annarri á vorönn þar sem nemendur velja sér verkefni til að vinna. Nemendur þurfa að koma fram með óskir á verkefnum tímanlega svo hægt verði að setja upp skipulag fyrir þessar vikur.
Skólanefnd samþykkir skóladagatal næsta skólaárs.

Samþykkt

4. Reykjahlíðarskóli- Þróunarverkefni - 2104019

Skólastjóri fór aðeins yfir stöðu samþættingar námsefnis og verkefnisins Tannhjólið. Hér er skýrsla um stöðu þessara verkefna.

Samþætting
Samþætting námsgreina hefur gengið vel í vetur og er hún tvíþætt. Annars vegar hafa nemendur unnið stór verkefni þar sem a.m.k. 5 námsgreinar eru samþættar í eitt og eru þau verkefni alltaf hópverkefni. Hins vegar hafa nemendur unnið í ákveðnu “þema? sem verkefnin eru miðuð út frá í hverri námsgrein fyrir sig. Þau verkefni geta verið ýmist einstaklings-, para- eða hópverkefni.
Í þróunarverkefninu er leitast við að hafa bæði kennslu og verkefnaskil sem fjölbreyttust og lögð áhersla á val nemenda til að koma hæfni sinni, leikni og þekkingu til skila, einnig út frá hvaða vinkli nemendur ákveða að nálgast viðfangsefnið. Þar með hefur hlutverk kennara breyst úr fyrirlesara/predikara í stuðning/leiðsögn við nám og þekkingarleit nemenda.
Hafa ber í huga að Reykjahlíðarskóli er enn á fyrsta ári þróunarverkefnisins og því bæði kennarar og nemendur enn að læra á þetta nýja kerfi og stilla hugarfarið tengt því. Kennarar geta upplifað að þeir séu ekki að kenna nemendum neitt og nemendur geta upplifað að þeir séu ekki að læra neitt sérstakt þar sem ekki er verið að nota hefðbundnar skólabækur og próf sem meta minni/þekkingu. Þar skiptir hugarfarsbreytingin öllu máli, hvað og hvernig er mikilvægast að læra í skólanum?
Samþætting námsgreina heldur áfram að þróast á komandi árum
Tannhjólið
Á vorönn 2021 taka nemendur í unglingadeild þátt í áhugasviðstengdu hönnunarverkefni sem nefnist Tannhjólið (Tannhjólið kom inn í áhugasviðsvals á miðvikudögum). Nemendur finna sjálfir út frá áhugasviði sínu einhverja afurð sem þeir vilja koma á markað/framfæri og fara í gegnum ákveðið hönnunarferli byggt á hönnunarhugsun. Nemendur vinna verkefnið sjálfstætt en kennarinn er þeim til stuðnings og hvatningar. Að auki er utanaðkomandi sérfræðingur sem aðstoðar nemendur við hugmyndavinnu ef þarf. Nemendur þurfa stanslaust að vera að endurskoða hugmynd sína, flakka fram og til baka í hönnunarhugsuninni, fá álit annarra/væntanlegra notenda, búa til prufur, breyta og bæta þar til þeir eru loks tilbúnir með lokaafurð sem mögulega gæti farið á markað.
Í tannhjólinu eru námsgreinar samþættar og merkja nemendur sjálfir við þau hæfniviðmið og lykilhæfni sem þeir telja að passi þeirra verkefni. Einnig eiga nemendur að finna verkefninu stað innan heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Tannhjólið verður hluti af skólastarfi Reykjahlíðarskóla næstu árin.

5. Útikennslusvæði leik- og grunnskóla - 1902023

Helgi Arnar formaður stýrihóps útikennslusvæðis fór yfir aðgerðaráætlun fyrir vorið/ sumarið. Til stendur að taka svæðið í notkun í haust.

Stefnt er að því að farið verði í tilfluting á trjám strax í byrjun júní og hefur Ólafur Þröstur Stefánsson verið fenginn til ráðgjafar. Ragnar Baldvinsson mun hafa umsjón með verkninu ásamt fulltrúm stýrihópsins og aðstoð frá vinnuskólanum og foreldrafélaginu.
Nefndin þakkar Helga Arnari fyrir yfirferðina og hlakkar til að fylgjast með framhaldinu.

6. Leikskólinn Ylur- Leikskóladagatal - 2104010

Leikskólastjóri lagði fram leikskóladagatal 2021-2022
Lögð er inn beiðni um að fá að færa einn skipulagsdag sem eftir er af þessu skólaári yfir á næsta til að nýta í námskeið fyrir starfsfólk í jákvæðum aga. Stefnt er að námskeiði með allan starfsmannahópinn sem haldið er á Akureyri dagana 30. sept og 1. okt 2021. Hugmyndin er að nýta þennan dag ásamt einum af næsta ári svo hópurinn komist í heild sinni. Ef af þessu verður er umframskipulagstíminn ekki að fara nema hálfan dag yfir áætlaða fundi og skipulagsdaga næsta árs sem eru 6 dagar.

Nefndin samþykkir leikskóladagatal fyrir næsta skólaár og samþykkir tillögur leikskólastjóra að færa einn skipulagsdag á milli ára svo allir starfsmenn geti komist á námskeið í jákvæðum aga sem er sérstaklega sniðinn af leikskólastigi.

Samþykkt

7. Leikskólinn Ylur Skólastarf - 1801024

Leikskólastjóri fór yfir starfið síðustu mánuði og hvað er framundan í leikskólanum.
Starfsáætlun fyrir næsta skólaár er komin vel á veg sem og öryggis og heilbrigðisáætlun. Stefnt er að því að leggja fyrir drög á næsta skólanefndarfundi. Ljóst er að breyting verður á barnafjölda og í starfsmannamálum næsta vetur. Unnið er að skipulagi.

Nefndin þakkar Ingibjörgu fyrir yfirferðina.

Samþykkt

Fundi slitið kl. 12:00.

Alma Dröfn Benediktsdóttir

Arnar Halldórsson

Þuríður Pétursdóttir

Sylvía Ósk Sigurðardóttir

Helgi Arnar Alfreðsson

         


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Skipulagsnefnd / 16. nóvember 2021

40. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 24. nóvember 2021

70. fundur sveitarstjórnar

Umhverfisnefnd / 1. nóvember 2021

25. fundur umhverfisnefndar

Umhverfisnefnd / 4. október 2021

24. fundur umhverfisnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. nóvember 2021

30. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 12. október 2021

29. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 7. september 2021

28. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. september 2021

19. fundur

Sveitarstjórn / 10. nóvember 2021

69. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 19. október 2021

39. fundur skipulagsnefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2021

20. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. september 2021

18. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. október 2021

29. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Sveitarstjórn / 27. október 2021

68. fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn / 13. október 2021

67. fundur sveitarstjórnar

Skóla- og félagsmálanefnd / 13. október 2021

28. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Skóla- og félagsmálanefnd / 13. október 2021

28. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Landbúnađar- og girđinganefnd / 25. ágúst 2021

11. fundur landbúnađar- og girđingarnefndar

Landbúnađar- og girđinganefnd / 25. ágúst 2021

11. fundur landbúnađar- og girđingarnefndar

Landbúnađar- og girđinganefnd / 3. júní 2021

10. fundur landbúnađar- og girđinganefndar

Umhverfisnefnd / 6. september 2021

23. fundur umhverfisnefndar

Sveitarstjórn / 23. september 2021

66. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 14. september 2021

38. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 8. september 2021

65. fudnur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. ágúst 2021

37. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 25. ágúst 2021

64. fundur sveitarstjórnar

Skóla- og félagsmálanefnd / 23. ágúst 2021

27. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Skipulagsnefnd / 15. júní 2021

36. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 23. júní 2021

63. fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn / 9. júní 2021

62. fundur sveitarstórnar

Nýjustu fréttir

Tungumálakaffi / Language cafe

 • Fréttir
 • 24. nóvember 2021

Ársfundur Gaums

 • Fréttir
 • 24. nóvember 2021

Bćtt ţjónusta á Heilsugćslunni

 • Fréttir
 • 22. nóvember 2021

70. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 22. nóvember 2021

Framkvćmdastjóri Mývatnsstofu

 • Fréttir
 • 12. nóvember 2021

Árshátíđ Reykjahlíđarskola 2021

 • Fréttir
 • 8. nóvember 2021