Nýr skólastjóri í Skútustađahreppi

 • Fréttir
 • 29. apríl 2021

Gengið hefur verið frá ráðningu Hjördísar Albertsdóttur í stöðu skólastjóra Reykjahlíðarskóla frá 1. ágúst 2021. Hjördís er einnig ráðin í starf leikskólastjóra á leikskólanum Yl. Hjördís er með BEd menntun í grunnskólakennarafræði og hefur jafnframt lagt stund á MLM nám í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst. Hjördís hefur mikla kennslureynslu og hefur starfað sem varaformaður félags grunnskólakennara frá 2018. Þá hefur Hjördís ríka reynslu af stjórnun á ýmsum sviðum skólasamfélagsins.

Með ráðningu Hjördísar og samþættingu leik- og grunnskóla er stefnt að því að styrkja enn frekar skólasamfélag Skútustaðahrepps.  Fjölbreytt náttúra og sterkt samfélag svæðisins eru grundvöllur slíkrar sóknar og mun reynsla Hjördísar af samþættingu námsgreina og þróun kennsluhátta nýtast ríkulega í því samhengi. Framtíðarsýn Hjördísar á þróun skólastarfs vó þungt við mat umsókna, en ráðgjafafyrirtækið Ásgarður var sveitarfélaginu innan handar við mat á umsækjendum.

Reykjahlíðarskóli og leikskólinn Ylur mynda samfélag um 80 nemenda og starfsmanna, sem setur velferð og hagsmuni barna í forgang, með áherslu á lífsleikni, lýðheilsu, jafnrétti, fjölmenningu, lýðræðislegt samstarf og virðingu fyrir manngildi og sjálfbærni. Öflug tengsl við umhverfi og grenndarsamfélag og sérstaða nánasta umhverfis eru nýtt til kennslu.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FR?TTIR

Fréttir / 21. september 2021

Hreinsum til í sveitinni okkar!

Fréttir / 20. september 2021

66. fundur sveitarstjórnar

Fréttir / 14. september 2021

Kosningar

Fréttir / 13. september 2021

Umhverfisverđlaun 2021

Stjórnsýsla / 24. ágúst 2021

Teikningar á map.is

Fréttir / 23. ágúst 2021

64. fundur sveitarstjórnar

Fréttir / 17. ágúst 2021

FRISBÝGOLF !

Fréttir / 19. júlí 2021

Sumarfrí á hreppsskrifstofu

Fréttir / 12. júlí 2021

Hvernig er hćgt ađ auka vellíđan ?

Fréttir / 1. júlí 2021

Frćđsluganga

Fréttir / 23. júní 2021

Frćđsluganga í Dimmuborgum

Fréttir / 21. júní 2021

63. fundur sveitarstjórnar

Nýjustu fréttir

Grunnskólakennari

 • Fréttir
 • 22. september 2021

Veturinn nálgast- tćming rotţróa

 • Fréttir
 • 21. september 2021

Skólaliđar viđ Reykjahlíđarskóla

 • Fréttir
 • 10. september 2021

Sveitarstjórnarfundur í Skjólbrekku

 • Fréttir
 • 7. september 2021

 • Fréttir
 • 6. september 2021

Gróđursetning viđ Villingafjalli

 • Fréttir
 • 26. ágúst 2021

Frá skrifstofu Skútustađarepps

 • Fréttir
 • 18. ágúst 2021