26. fundur velferđar- og menningarmálanefndar

 • Velferđar- og menningarmálanefnd
 • 6. apríl 2021

Fundargerð

26. fundur velferðar- og menningarmálanefndar haldinn að Hlíðavegi 6,

 6. apríl 2021, kl.  15:00.

Fundinn sátu: Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir, Dagbjört Bjarnadóttir, Kristinn Björn Haraldsson, Jóhanna Njálsdóttir, Ólafur Þ. Stefánsson og Alma Dröfn Benediktsdóttir.

Fundargerð ritaði: Alma Dröfn Benediktsdóttir, verkefnastjóri.

Dagskrá:

1. Velferðar- og menningarmálanefnd Styrkumsóknir fyrri úthlutun 2021 - 2102021

Í samræmi við reglur um úthlutun menningarstyrkja í Skútustaðahreppi og fjárhagsáætlun 2020 auglýsti velferðar- og menningarmálanefnd eftir umsóknum til menningarstarfs í sveitarfélaginu en þetta er fyrri úthlutun ársins 2020. Skútustaðahreppur veitir styrki til einstaklinga, hópa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana til almennrar menningarstarfsemi eða verkefni. Við mat á umsóknum skal menningarstefna Skútustaðahrepps höfð til hliðsjónar. Auk þess er horft til eftirfarandi þátta: - Hvernig verkefnið / starfsemin auðgar menningarlífið í Skútustaðahreppi og hvernig fjármunirnir nýtist í því samhengi. - Hversu líklegt er að verkið verði framkvæmt, laði að frekara fjármagn og aðstandendur verkefnisins geti hrint því í framkvæmd. - Gæða, vinnslu og framsetningar umsóknar, sýn umsækjenda og fagleg vinnubrögð. - Úthlutanir endurspegli breidd, nýmæli og framsækni og að endurnýjun eigi sér stað í hópi styrkþega.

Í samræmi við reglur um úthlutun menningarstyrkja í Skútustaðahreppi og fjárhagsáætlun 2021 auglýsti velferðar- og menningarmálanefnd eftir umsóknum til menningarstarfs í sveitarfélaginu en þetta er fyrri úthlutun ársins 2021. Skútustaðahreppur veitir styrki til einstaklinga, hópa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana til almennrar menningarstarfsemi eða verkefni.Við mat á umsóknum skal menningarstefna Skútustaðahrepps höfð til hliðsjónar. Auk þess er horft til eftirfarandi þátta:- Hvernig verkefnið / starfsemin auðgar menningarlífið í Skútustaðahreppi og hvernig fjármunirnir nýtist í því samhengi.- Hversu líklegt er að verkið verði framkvæmt, laði að frekara fjármagn og aðstandendur verkefnisins geti hrint því í framkvæmd.- Gæða, vinnslu og framsetningar umsóknar, sýn umsækjenda og fagleg vinnubrögð.
Þrjár umsóknir bárust:
Umsókn 1 ? Garðar Finnsson ? Púkkhátíð í Mývatnssveit. Sótt um 225.000 kr.
Umsókn 2 ? Björg Árnadóttir ? Stílvopnið hf ? SAMSTARFSVERKEFNI: SKRÁNING MINNINGA MÝVETNINGA UM KRÖFLUELDA 1975-1984. Sótt um 200.000 kr.
Umsókn 3 ? Herdís Anna Jónasdóttir - Tónleikatríó: Bach, Schubert og Spohr. Sótt um 200.000 kr.

Velferðar- og menningarmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að umsókn nr. 1 verði styrkt um 150.000 kr, umsókn nr. 2 um 200.000 kr og umsókn nr. 3 um 200.000 kr, með þeim fyrirvara að reglur um sóttvarnir leyfi.

2. Fjölmenningarstefna Skútustaðahrepps - 1810014

Verkefnastjóri lagði fram kynningarbækling sem hefur verið unninn með fjölmenningarfulltrúa. Bæklingurinn verður sendur til íbúa Skútustaðahrepps af erlendum uppruna.

Lagt fram.
Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með þá vinnu sem hefur farið fram.

3. Skútustaðahreppur - Örnefnaskráning - 2001043

Formaður hefur verið í sambandi við Halldór Valdimarsson varðandi örnefnaskráningu í Skútustaðahreppi.

Vinna við örnefnaskráningu er komin á gott skrið og til stendur að ráða skráningarmann til örnefnaskráningar heimildarmanna á jörðum í sveitarfélaginu.
Formanni er falið að taka málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

4. Menningarverðlaun - 2004001

Velferðar- og menningarmálanefnd samþykkir að auglýsa eftir tilnefningum fyrir Menningarverðlaun Skútustaðahrepps 2021:
"Velferðar- og menningarmálanefnd auglýsir eftir tilnefningum og ábendingum vegna menningarverðlauna Skútustaðahrepps 2021. Einstaklingar, hópar eða félagasamtök geta hlotið nafnbótina og tilnefningu skal gjarnan fylgja stutt greinargerð um viðkomandi. Þar skal fara yfir starf, viðburði og/eða þátt viðkomandi í að auðga menningar- og félagslíf í sveitarfélaginu og vera öðrum fyrirmynd. Rétt til að tilnefna hafa öll félög og íbúar í Skútustaðahreppi. Reglur um menningarverðlaun má finna inni á heimasíðu Skútustaðahrepps (undir Stjórnsýsla > Reglugerðir, samþykktir og stefnur). Tilnefningar skal senda á netfangið skutustadahreppur@skutustadahreppur.is fyrir 1. maí n.k. Verðlaunin verða afhent á hátíðarhöldunum þann 17. júní n.k. ef af þeim verður, annars við annað tækifæri"

Lagt fram.

5. Mývetningur Ársskýrsla og ársreikningur - 2002032

Mývetningur: Ársskýrsla og ársreikningur 2020

Lagt fram.

6. Stýrihópur Hamingjunnar - Fundargerðir - 1911003

Lögð fram fundargerð 20 fundar dags. 22. mars 2021. Fundargerðin er í fjórum liðum

Fundi slitið kl. 16:00.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Skipulagsnefnd / 16. nóvember 2021

40. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 24. nóvember 2021

70. fundur sveitarstjórnar

Umhverfisnefnd / 1. nóvember 2021

25. fundur umhverfisnefndar

Umhverfisnefnd / 4. október 2021

24. fundur umhverfisnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. nóvember 2021

30. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 12. október 2021

29. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 7. september 2021

28. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. september 2021

19. fundur

Sveitarstjórn / 10. nóvember 2021

69. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 19. október 2021

39. fundur skipulagsnefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2021

20. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. september 2021

18. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. október 2021

29. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Sveitarstjórn / 27. október 2021

68. fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn / 13. október 2021

67. fundur sveitarstjórnar

Skóla- og félagsmálanefnd / 13. október 2021

28. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Skóla- og félagsmálanefnd / 13. október 2021

28. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Landbúnađar- og girđinganefnd / 25. ágúst 2021

11. fundur landbúnađar- og girđingarnefndar

Landbúnađar- og girđinganefnd / 25. ágúst 2021

11. fundur landbúnađar- og girđingarnefndar

Landbúnađar- og girđinganefnd / 3. júní 2021

10. fundur landbúnađar- og girđinganefndar

Umhverfisnefnd / 6. september 2021

23. fundur umhverfisnefndar

Sveitarstjórn / 23. september 2021

66. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 14. september 2021

38. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 8. september 2021

65. fudnur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. ágúst 2021

37. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 25. ágúst 2021

64. fundur sveitarstjórnar

Skóla- og félagsmálanefnd / 23. ágúst 2021

27. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Skipulagsnefnd / 15. júní 2021

36. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 23. júní 2021

63. fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn / 9. júní 2021

62. fundur sveitarstórnar

Nýjustu fréttir

Tungumálakaffi / Language cafe

 • Fréttir
 • 24. nóvember 2021

Ársfundur Gaums

 • Fréttir
 • 24. nóvember 2021

Bćtt ţjónusta á Heilsugćslunni

 • Fréttir
 • 22. nóvember 2021

70. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 22. nóvember 2021

Framkvćmdastjóri Mývatnsstofu

 • Fréttir
 • 12. nóvember 2021

Árshátíđ Reykjahlíđarskola 2021

 • Fréttir
 • 8. nóvember 2021