31. fundur skipulagsnefndar haldinn í Skjólbrekku, 16. febrúar 2021, kl. 13:00.
Fundinn sátu:
Selma Ásmundsdóttir, Arnþrúður Dagsdóttir, Pétur Snæbjörnsson, Birgir Steingrímsson, Jóhanna Njálsdóttir, Atli Steinn Sveinbjörnsson og Helga Sveinbjörnsdóttir
Fundargerð ritaði: Atli Steinn Sveinbjörnsson, skipulagsfulltrúi.
Dagskrá:
1. Tillaga að deiliskipulagi fyrir heilbrigðisstofnanir á Húsavík og tillaga að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis í Auðbrekku. - 2102003
2. Skútahraun 2a - Umsókn um stækkun byggingarreits - 2101036
3. Frumvarp til laga um jarðalög - 2102007
4. Deiliskipulag Skjólbrekku - 2102008
5. Gjástykkissvæðið - tillaga að breytingu friðlýsingarákvæðis - 2102009
1. Tillaga að deiliskipulagi fyrir heilbrigðisstofnanir á Húsavík og tillaga að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis í Auðbrekku. - 2102003
Tekið fyrir erindi dags. 16. desember frá Sigurdísi Sveinbjörnsdóttur f.h. Norðurþings. Fyrir liggja tillögur að deiliskipulagi fyrir heilbrigðistofnanir á Húsavík.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillögurnar og óskar Norðurþingi velfarnaðar í áframhaldandi vinnu.
Samþykkt
2. Skútahraun 2a - Umsókn um stækkun byggingarreits - 2101036
Tekin fyrir umsókn um stækkun byggingareits frá Antoni Frey Birgissyni dags. 28. janúar 2021. Fyrirhuguð stækkun byggingarreits er við íbúðarhús Skútahrauni 2a, Reykjahlíð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða stækkun á byggingarreit Skútahrauns 2a. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að sjá um gerð breytingar á deiliskipulagi Reykjahlíðar þannig að samræmi sé á milli lóða.
Samþykkt
3. Frumvarp til laga um jarðalög - 2102007
Tekið fyrir erindi dags. 21. janúar 2021 frá Sigrúnu Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndarsviðs Alþingis þar sem þess er óskað að umsögn sé gefin um frumvarp til laga um jarðalög.
Skipulagsnefnd telur að ekki eigi að undanskilja skógrækt frá öðrum landbúnaði heldur eigi lögin að ná til almennra auðlindanýtingar á landi. Sömuleiðis telur nefndin að í jarðlögum ætti að taka til ábyrgðar landeigenda og skilyrða búsetu eða ummönnunar skyldu á jörðum. Nefndin gagnrýnir skamman umsagnarfrest.
Samþykkt
4. Deiliskipulag Skjólbrekku - 2102008
Tekin fyrir skipulags- og matslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 - 2023 og deiliskipulagi Skjólbrekku við Skútustaði, dags. 16. febrúar 2021. Skipulags- og matslýsingin er unnin vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar íbúðarhúsnæðis við Skjólbrekku og Skútustaði. Í lýsingunni er gerð grein fyrir skipulagsmörkum og breyttri landnotkun.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að koma ábendingum nefndarinnar til skipulagsráðgjafa og leggur til að málinu verði frestað þar til að uppfærð gögn liggja fyrir.
Samþykkt
5. Gjástykkissvæðið - tillaga að breytingu friðlýsingarákvæðis - 2102009
Pétur Snæbjörnsson vék af fundi vegna vanhæfis
Tekin fyrir kynning á tillögu að breytingu á 4.gr. friðlýsingar háhita Gjástykkissvæðisins í verndarflokki verndar- og orkuýtingaráætlunar dags. 15. febrúar 2021 frá Ingibjörgu Mörtu Bjarnadóttur f.h. Umhverfisstofnunar. Í tillögunni eru bætt inn skilyrði um að friðlýsingin taki einnig til rafafls en ekki einungis varmaafls.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögur umhverfisstofnunar að breytingu á 4. gr. friðlýsingar háhita Gjástykkissvæðis.
Samþykkt
6. Skýrsla skipulags- og byggingafulltrúa - 1702022
Helstu verkefni á borðum skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa rædd.
Fundi slitið kl. 14:45.