Hið merka rit Árbók Þingeyinga sem hefur komið út óslitið síðan 1958 hefur meðal annars efnis alltaf flutt það sem heitir Fréttir úr héraði.Þar er talið fram það helsta sem gerst hefur markvert í hverju sveitarfélagi á liðnu ári.
Birkir Fanndal hefur séð um þennan þátt fyrir Skútustaðahrepp með mikilli prýði á þriðja áratug en hefur nú látið af störfum eftir farsælan feril skrásetningar. Ef þú ert lipur penni og hefur áhuga á að koma að skemmtilegri annálaritun, þá endilega hafðu samband sveitarstjóra Skútustaðahrepps: sveinn@skutustadahreppur.is eða í síma 680 6666.