53. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 28. janúar 2021

Fundargerð

53. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðavegi 6,

 27. janúar 2021, kl.  09:15.

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson, Elísabet Sigurðardóttir, Sigurður Böðvarsson, Halldór Þorlákur Sigurðsson, Dagbjört Bjarnadóttir og Sveinn Margeirsson.

Fundargerð ritaði:  Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. Gerð deiliskipulags fyrir Björk, ferðaþjónusta - 2009026

Tekin fyrir með afbrigðum skipulagslýsing vegna deiliskipulagsgerðar á landi Bjarkar dags. 01.12.2020.

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 15. apríl 2010 deiliskipulag fyrir ferðaþjónustusvæði í landi Bjarkar. Gildistaka deiliskipulagsins var ekki auglýst innan tímaramma þágildandi skipulagslaga og öðlaðist því deiliskipulagið ekki gildi.

Áformað er að nýtt deiliskipulag verði byggt á grunni þess sem áður var auglýst. Megintilgangur með gerð deiliskipulagsins er að ákvæði eldra deiliskipulags, sem ekki tók gildi að lögum, öðlist gildi.
Skipulagssvæði nýs deiliskipulags verður nokkuð stærra en í deiliskipulaginu frá 2009, eða 4,85 ha, og mun ná utan um næstu byggingar og íbúðarhús auk tjaldsvæðis. Með gerð deiliskipulags verður til vettvangur fyrir ákvarðanatöku um frekari þróun svæðisins þegar og ef tilefni verður til síðar.

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og felur sveitarstjóra, skipulagsfulltrúa og oddvita að eiga fund við málsaðila varðandi útfærslu skipulagsins.

Samþykkt

2. Landsvirkjun - ósk um breytingu á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar - 2005016

Helgi Héðinsson og Elísabet Sigurðardóttir viku af fundi við afgreiðslu málsins. Alma Dröfn Benediktsdóttir og Friðrik Jakobsson tóku sæti í þeirra stað.

Sigurður Böðvarsson tók við stjórn fundar.

Tekið fyrir með afbrigðum erindi frá Landsvirkjun dags. 14. maí 2020 þar sem þess er óskað að fá heimild til að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar vegna fyrirhugaðrar niðurdælingarholu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breyting á deiliskipulagi fellst í því að skilgreint er niðurdælingasvæði og niðurdælingahola fyrir förgun á þéttivatni frá Kröflustöð. Niðurdælingasvæðið er 0,4 ha að stærð og er það staðsett sunnan við kæliturninn í Kröflu. Niðurdælingarholan er staðsett innan niðurdælingarsvæðisins en holan mun vera skáboruð til vesturs, en markmiðið er finna lekt við að skábora gegnum gossprungu frá Daleldum.
Í ákvörðun Skipulagsstofnunnar þann 28. maí 2020 kemur m.a. fram að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar var kynnt á opnum kynningarfundi að Hlíðavegi 6 þann 5. október 2020.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 25. nóvember 2020 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi á iðnaðarsvæði Kröfluvirkjunar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan var auglýst á tímabilinu 30. nóvember til 11. janúar 2021.
Athugasemdir/umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum: Umhverfisstofnun og Landeigendafélagi Reykjahlíðar.

Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar en hvetur landeigendur og framkvæmdaraðila til frekara samtals um málið. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að senda þeim sem athugasemdir gerðu svör skipulagsnefndar/sveitarstjórnar við þeim og að annast gildistöku deiliskipulagstillögunnar eins og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

Samþykkt

3. Breyting á deiliskipulagi Hvera austan Námafjalls - 2009025

Tekið fyrir með afbrigðum erindi dags. 15. september 2020 frá Erlu B. Kristjánsdóttur f.h. Sannra Reykjahlíð þar sem óskað var eftir heimild til að vinna breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Hveri austan Námafjalls.
Fyrir liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi og umhverfisskýrsla dags. 10. nóvember 2020 sem gerir ráð fyrir uppbyggingu aðkomusvæðis við Hveri austan Námafjalls. Skipulagsbreytingin tekur til svæðis frá þjóðvegi nr. 1 að útsýnispalli og göngustígum á hverasvæðinu, alls 11,4 ha.
Tillagan var auglýst frá og með föstudeginum 27. nóvember til og með föstudeginum 8. janúar 2021.
Athugasemdir/umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum: Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, Fjöregg, Náttúruverndarnefnd Þingeyinga og Vegagerðinni.

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu og óskar eftir nánari skýringu á fyrirhugaðri starfsemi sem fara muni fram á svæðinu, en í greinargerð gætir ósamræmis varðandi fyrirhugaða starfsemi og rekstur.

Samþykkt

4. Deiliskipulag við Skjólbrekku - 1903013

Alma Dröfn Benediktsdóttir og Friðrik Jakobsson yfirgáfu fundinn og Helgi Héðinsson og Elísabet Sigurðardóttir tóku sæti á fundinum á ný.

Helgi Héðinsson tók við fundarstjórn.

Fyrir liggur nokkur áhugi á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í nágrenni Skjólbrekku. Lagt er til að vinna við gerð deiliskipulags við Skjólbrekku verði formlega sett af stað, en í kjölfar fundar sveitarstjóra um tækifæri í nágrenni Skútustaða hefur forvinna að slíku skipulagi farið fram.

Sveitarstjórn samþykkir að unnið verði deiliskipulag við Skjólbrekku.

Samþykkt

5. Göngu- og hjólastígur - 2008026

Borist hefur ósk um að Skútustaðahreppur beiti sér fyrir því að lagningu göngu-og hjólastígs frá Skútustöðum að hótel Laxá verði hraðað.

Bréfritara er þakkað erindið. Sveitarstjórn mun beita sér fyrir því að hraða lagningu göngu-og hjólastígs svo sem kostur er.

Lagt fram

6. Árbók Þingeyinga - 2101019

Það merka rit Árbók Þingeyinga sem hefur komið út óslitið síðan 1958 hefur meðal annars efnis alltaf flutt það sem heitir Fréttir úr héraði.Þar er talið fram það helsta sem gerst hefur markvert í hverju sveitarfélagi á liðnu ári. Birkir Fanndal hefur séð um þennan þátt fyrir Skútustaðahrepp með mikilli prýði á þriðja áratug en nú er hann hættur.

Nú þarf að ráða nýjan mann í þetta verkefni. Sveitarstjórnir hafa séð um að ráða þessa ritara og er þess óskað að sveitarstjórn Skútustaðahrepps finni lipran penna til að taka þetta að sér. Skil annálaritara hafa alla jafna verið um miðjan júlí.

Lagt fram

7. Grænbók um byggðamál - 2101010

Sveitarstjóra og oddvita var falið á 52. fundi að ganga frá umsögn um grænbók um byggðamál og var hún send á sveitarstjórnarmenn í tölvupósti á milli funda. Umsögnin hefur verið send inn.

Lagt fram

8. Umsögn um jarðalög - 2101032

Tekið fyrir undir afrigðum. Opnað hefur verið fyrir umsagnir um frumvarp til laga um breyting á jarðalögum (einföldun stjórnsýslu jarðamála). Sjá: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/&Cases/Details/?id=2775

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og oddvita að vinna drög að umsögn um málið.

Samþykkt

9. Umsögn sveitarfélagsins Skútustaðahrepps um frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð - 1908008

Drög hafa verið unnin að umsögn um frumvarp um hálendisþjóðgarð.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög og felur sveitarstjóra að senda inn umsögnina.

Samþykkt

10. Umbætur á fjarskiptasambandi í Mývatnssveit - 2101031

Tekið fyrir undir afbrigðum.

Fjarskiptasambandi (gsm-samband) er ábótavant í hlutum byggðarinnar í Mývatnssveit. Um er að ræða innviði/þjónustu sem teljast verður sjálfsögð í nútíma samfélagi og skiptir miklu máli varðandi þróun atvinnutækifæra, sem og út frá öryggi íbúa.

Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

Lagt fram

11. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Lagt fram

12. Ungmennaráð- Uppfærð samþykkt fyrir ungmennaráð Skútustaðahrepps. - 2101027

Ungmennaráð- Uppfærð samþykkt
Arnþrúður Dagsdóttir starfsmaður nefndarinnar óskar eftir breytingu á samþykkt ungmennaráðs þar sem fundarmenn verða fjórir í stað fimm.

Lagt fram

13. SSNE - Fundargerðir - 1611006

Lögð fram fundargerð 20. fundar SSNE dags. 13. janúar 2021. Fundargerðin er í sex liðum. Þar kemur m.a. fram að sveitarstjóri hefur verið skipaður í undirnefnd SSNE um umhverfismál.

Tekið er undir sjónarmið sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar sem koma fram í bréfi til SSNE og lýst yfir stuðningi við þau. Almenningssamgöngur eru byggðamál og mikilvægt að ákvarðanir hvað þær varðar séu teknar í samráði við sveitarstjórnarstigið. Ákvarðanir um stoppistöðvar innan Þingeyjarsveitar væri eðlilegt að taka í fullu samráði við sveitarstjórn Þingeyjarsveitar.

Lagt fram

14. Stýrihópur Hamingjunnar - Fundargerðir - 1911003

Fundargerð 17. fundar stýrihóps um hamingjuverkefni dags. 12. janúar 2021. Fundargerðin er í sex liðum.

Lagt fram

15. Ungmennaráð - Fundargerðir - 2001044

Fundargerð 1. fundar Ungmennaráðs árið 2021 dags. 11. janúar. Fundargerðin er í sjö liðum.

Lagt fram

16. Skipulagsnefnd: Fundargerðir - 1611022

Lögð fram fundargerð 30.fundar skipulagsnefndar dags. 19. janúar 2021. Fundargerðin er í fimm liðum. Liður tvö, fjögur og fimm í fundargerð skipulagsnefndar hafa þegar verið teknir til afgreiðslu í þessari fundargerð undir lið tvö, þrjú og fjögur.

17. Atvinnumála- og framkvæmdanefnd: Fundargerðir - 1809012

Lögð fram fundargerð 17. fundar atvinnumála- og framkvæmdanefndar dags. 21. janúar. Fundargerðin er í fjórum liðum.

Lagt fram

Fundi slitið kl. 11:15.

 

         


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Umhverfisnefnd / 25. febrúar 2021

19. fundur Umhverfisnefndar

Skóla- og félagsmálanefnd / 25. febrúar 2021

23. fundur skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 27. janúar 2021

22. fundur

Skipulagsnefnd / 16. febrúar 2021

31. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 24. febrúar 2021

55. fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn / 11. febrúar 2021

54. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 21. janúar 2021

17. fundur

Sveitarstjórn / 28. janúar 2021

53. fundur

Skipulagsnefnd / 19. janúar 2021

30. fundur skipulagsnefndar

Atvinnumálanefnd / 24. janúar 2021

17. fundur

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Sveitarstjórn / 16. desember 2020

51. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar I/II

Atvinnumálanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Atvinnumálanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Atvinnumálanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. september 2020

12. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Atvinnumálanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. nóvember 2020

15. fundur

Atvinnumálanefnd / 11. desember 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 9. desember 2020

50. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Nýjustu fréttir

HAMINGJUKÖNNUN 2021

 • Fréttir
 • 3. mars 2021

Viltu hafa áhrif á sögu Mývatnssveitar?

 • Fréttir
 • 24. febrúar 2021

Störf án stađsetningar

 • Fréttir
 • 23. febrúar 2021

55.fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 22. febrúar 2021

Gildandi takmörkun á samkomum

 • Fréttir
 • 8. febrúar 2021

54. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 8. febrúar 2021