30. fundur skipulagsnefndar

 • Skipulagsnefnd
 • 19. janúar 2021

Fundargerð

30. fundur Skipulagsnefndar haldinn Í Skjólbrekku,

 19. janúar 2021, kl. 13:00.

 

Fundinn sátu:

Selma Ásmundsdóttir , Arnþrúður Dagsdóttir , Pétur Snæbjörnsson , Birgir Steingrímsson , Margrét Halla Lúðvíksdóttir , Agnes Einarsdóttir , Atli Steinn Sveinbjörnsson og Helga Sveinbjörnsdóttir.

 

Fundargerð ritaði:  Atli Steinn Sveinbjörnsson, skipulagsfulltrúi.

 

Dagskrá:

1. Kynning á verkefninu KolNÍN - 2101020
2. Gerð deiliskipulags fyrir Björk, ferðaþjónusta - 2009026
3. Skýrsla skipulags- og byggingafulltrúa - 1702022
4. Landsvirkjun - ósk um breytingu á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar - 2005016
5. Breyting á deiliskipulagi Hvera austan Námafjalls - 2009025

 

1. Kynning á verkefninu KolNÍN - 2101020

Sigurlína Tryggvadóttir kynnir starfsemi KolNÍN og hvernig fyrirhuguð kolefnisbinding gæti komið fyrir í endurskoðuðu aðalskipulagi.

Skipulagsnefnd þakkar Sigurlínu fyrir kynninguna.

Samþykkt

2. Gerð deiliskipulags fyrir Björk, ferðaþjónusta - 2009026

Tekin fyrir skipulagslýsing vegna deiliskipulagsgerðar á landi Bjarkar dags. 01.12.2020.

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 15. apríl 2010 deiliskipulag fyrir ferðaþjónustusvæði í landi Bjarkar. Gildistaka deiliskipulagsins var ekki auglýst innan tímaramma þágildandi skipulagslaga og öðlaðist því deiliskipulagið ekki gildi.

Áformað er að nýtt deiliskipulag verði byggt á grunni þess sem áður var auglýst. Megintilgangur með gerð deiliskipulagsins er að ákvæði eldra deiliskipulags, sem ekki tók gildi að lögum, öðlist gildi.
Skipulagssvæði nýs deiliskipulags verður nokkuð stærra en í deiliskipulaginu frá 2009, eða 4,85 ha, og mun ná utan um næstu byggingar og íbúðarhús auk tjaldsvæðis. Með gerð deiliskipulags verður til vettvangur fyrir ákvarðanatöku um frekari þróun svæðisins þegar og ef tilefni verður til síðar.

Skipulagsnefnd samþykkir lýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna fyrir almenningi og umsagnaraðilum og að leita umsagnar Skipulagsstofnunar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með áorðnum breytingum í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt

 

3. Skýrsla skipulags- og byggingafulltrúa - 1702022

Pétur Snæbjörnsson vék af fundi vegna vanhæfis eftir þennan lið og Margrét Halla Lúðvíksdóttir tók við sæti hans.

4. Landsvirkjun - ósk um breytingu á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar - 2005016

Tekið fyrir að nýju erindi frá Landsvirkjun dags. 14. maí 2020 þar sem þess er óskað að fá heimild til að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar vegna fyrirhugaðrar niðurdælingarholu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breyting á deiliskipulagi fellst í því að skilgreint er niðurdælingasvæði og niðurdælingahola fyrir förgun á þéttivatni frá Kröflustöð. Niðurdælingasvæðið er 0,4 ha að stærð og er það staðsett sunnan við kæliturninn í Kröflu. Niðurdælingarholan er staðsett innan niðurdælingarsvæðisins en holan mun vera skáboruð til vesturs, en markmiðið er finna lekt við að skábora gegnum gossprungu frá Daleldum.
Í ákvörðun Skipulagsstofnunnar þann 28. maí 2020 kemur m.a. fram að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar var kynnt á opnum kynningarfundi að Hlíðavegi 6 þann 5. október 2020.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 25. nóvember 2020 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi á iðnaðarsvæði Kröfluvirkjunar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan var auglýst á tímabilinu 30. nóvember til 11. janúar 2021.
Athugasemdir/umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum: Umhverfisstofnun og Landeigendafélagi Reykjahlíðar.

Umhverfisstofnun:

1. Í greinargerð kemur fram að áætlað er að skábora fyrirhugaða holu undir gígaröðun sunnan við Kröflustöð og skáborun undir gígaröðina mun ekki valda raski á yfirborði innan hverfisverndaða svæðisins samkvæmt aðalskipulagi.
Umhverfisstofnun bendir á hraunsvæðið fellur undir a. lið 2. mgr. 61. gr. um sérstaka vernd í náttúruverndarlögum. Því telur stofnunin mikilvægt að hvorki gígaraðirnar né eldhraunið raskist við borun og nýtingu niðurdælingarholunnar.
Í umhverfisskýrslu kemur fram að tillagan hafi óverulega áhrif á jarðmyndanir, þ.e. „Deiliskipulagsbreyting hefur ekki teljandi áhrif á viðkomandi umhverfisþátt.“
Umhverfisstofnun telur, með góðum vinnubrögðum, ekki líklegt að skáborun undir hraunið valdi skaða á jarðmyndunum. Stofnunin telur mikilvægt að vel sé staðið að frágangi á borteigi að framkvæmdum loknum.


1. Svar skipulagsnefndar:
Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir Umhverfisstofnunar. Sett verða skilyrði um frágang í útgáfu framkvæmdaleyfis.


2. Í greinargerð kemur fram að það skiljuvatn sem kemst ekki ofan í borholur verði leitt út á yfirborði í Dallæk.
Í umsögn Umhverfisstofnunar frá dags. 8.apríl 2020 til Skipulagsstofnunar segir: „Ekki kemur fram í greinargerð hvort halda eigi áfram að losa yfirfall skiljuvatns í Dallæk en Umhverfisstofnun telur að fjalla hefði átt um það til að greina betur frá áhrifum framkvæmdar á Dallæk. Skiljuvatnið, skv. töflu 1, hefur að geyma meira af þungmálmum og öðrum efnum sem valda uppsöfnun og útfellingum líkt og SO4 og mun því áframhaldandi losun þess, án losunar þéttivatns, verða til þess að hlutfallslegur styrkur þessara efna verður meiri, þ.e. þynning verður minni.“
Umhverfisstofnun bendir á mikilvægi þess að fjallað sé um umhverfisáhrif framkvæmdarinnar á Dallæk og á það svæða þar sem skiljuvatnið er losað á yfirborð, þar sem að skiljuvatn getur valdið efna ? og varmamengun. Stofnunin telur einnig mikilvægt að skýrt komi hvað sé áætlað að losa mikið magn skiljuvatns á yfirborðið og þaðan í Dallæk.
Umhverfisstofnun bendir á að nú er unnið að innleiðingu laga nr. 36/2011 um stjórn vatnamála. Markmið laganna er að vernda vatn og vistkerfi þess, hindra frekari rýrnun vatnsgæða og bæta ástand vatnavistkerfa til þess að vatn njóti heildstæðrar verndar. Jafnframt er lögunum ætlað að stuðla að sjálfbærri nýtingu vatns og langtímavernd vatnsauðlindarinnar. Lögin taka til yfirborðsvatns og grunnvatns ásamt árósavatni og strandsjó, til vistkerfa þeirra og til vistkerfa sem tengjast þeim að vatnabúskap. Til að ná fram markmiðum laganna skal vinna vatnaáætlun, aðgerðaáætlun og vöktunaráætlun. Umhverfisstofnun vill vekja athygli á að vatnaáætlun fyrir Ísland er í almennri kynningu og áætlað er að áætlunin taki gildi árið 2022. Settar hafa verið fram tvær reglugerðir, reglugerð nr. 935/2011 um stjórn vatnamála og reglugerð nr. 535/2011 um flokkun vatnshlota, eiginleika þeirra, álagsgreiningu og vöktun.
Umhverfisstofnun bendir á að í 28. gr. laga nr. 36/2011 um stjórn vatnamála segir, þar sem fjallað er um réttaráhrif vatnaáætlunar, að opinberar áætlanir á vegum stjórnvalda, svo sem vegna skipulagsmála, náttúruverndar, orkunýtingar og samgangna, skuli vera í samræmi við þá stefnumörkun um vatnsvernd sem fram kemur í vatnaáætlun. Við endurskoðun eða breytingu skipulagsáætlunar sveitarfélags skal, þegar við á, samræma skipulagsáætlunina vatnaáætlun innan sex ára frá staðfestingu vatnaáætlunar.


2. Svar skipulagsnefndar:
Í greinargerð tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar segir: Allt að 80% af skiljuvatninu er dælt aftur ofan í jarðhitakerfinu um tvær borholur (KG-26 og KJ-39) en það skiljuvatn sem kemst ekki ofan í borholum er leitt út á yfirborði í Dallæk.
Skipulagsnefnd tekur undir athugasemd Umhverfisstofnunar um að gera þurfi betri grein fyrir áhrifum á losun skiljuvatns í Dallæk án þéttivatns og að gera þurfi áætlun um vöktun Dallæks.
 

Landeigendafélag Reykjahlíðar:
Við gerð deiliskipulags er kveðið á um ákveðna málsmeðferð sbr. m.f. grein sem tekin er upp úr skipulagsreglugerð nr 90/2013. Það er mat stjórnar LR ehf að við gerð breytingar á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar hafi lagalega ekki verið rétt að staðið.


5.2. gr. Kynning og samráð við gerð deiliskipulags.
5.2.1. gr. Samráð og samráðsaðilar.
Við gerð deiliskipulags skal eftir föngum leita eftir sjónarmiðum og tillögum íbúa, umsagnaraðila og annarra þeirra sem hagsmuna eiga að gæta. Það skal gert með virkri samvinnu við íbúa og aðra hagsmunaaðila gegnum allt skipulagsferlið. Séð skal til þess að upplýsingar um skipulagsferlið og gögn sem varða skipulagsgerðina séu aðgengileg á vinnslutímanum.
Haft skal samráð við þá aðila sem fjalla um eða fara með þá málaflokka sem skipulagið nær til og kveðið er á um í öðrum lögum.
Ef tillaga að deiliskipulagi eða tillaga að breytingu á því tekur til svæðis sem liggur að lóðamörkum, landamörkum eða sveitarfélagamörkum skal haft samráð við eiganda þess lands, lóðarhafa eða viðkomandi sveitarfélag áður en tillagan er samþykkt til auglýsingar. Kostnaður sem hlýst af kynningu í aðliggjandi sveitarfélagi greiðist af því sveitarfélagi sem ber ábyrgð á tillögunni.
Greinin kveður á um samráð við hagsmunaaðila við gerð deiliskipulags og skv. orðanna hljóðan hlýtur það samráð að eiga að eiga sér stað á vinnslutíma tillögunnar en það var ekki gert. Ekkert samráð var haft við landeigendur af hálfu framkvæmdaraðila þ.e. Landsvirkjunar á vinnslutíma tillögunnar - heldur var fulltrúum landeigenda tilkynnt um deiliskipulagsbreytinguna á samráðsfundi LV og LR 29. júní s.l. Á þeim fundi var ekki óskað eftir neinu samráði við landeigendur enda hafði tillagan þá þegar verið send sveitarfélaginu til afgreiðslu. Það var gert með tölvupósti 11. júní - 19 dögum áður en samráðsfundur LV og LR fór fram. Fullmótuð tillagan var til afgreiðslu í skipulagsnefnd Skútustaðahrepps 16. júní - um hálfum mánuði áður en landeigendur fá vitneskju um hana. Fullmótuð segjum við því henni verður ekki breytt nema það komi athugasemdir við hana á auglýsingartíma.

Dregið er í efa að sú málsmeðferð sem hér er líst að framan sé í samræmi við lög og reglur og við það eru gerðar alvarlegar athugasemdir auk þess að lýsa yfir vonbrigðum með að sveitarfélagið skuli ekki tryggja rétta málsmeðferð og gæta að hagsmunum landeigenda með því að ganga úr skugga um að lögboðið samráð hafi verið haft við þá áður en tillagan er tekin til umfjöllunar á vettvangi sveitarfélagsins.
Það verður ekki fram hjá því litið að Landeigendur Reykjahlíðar eru hagsmunaaðilar í málinu þeir eiga jú landið sem tillagan nær til.
 

Svar skipulagsnefndar:
Sveitarstjórn samþykkti þann 24. júní 2020 að kynna íbúum og hagsmunaaðilum tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar, forsendur hennar og umhverfismat. Á kynningarfundi sem haldinn var þann 5. október þann 2020 kom fram gagnrýni frá fulltrúum Landeigendafélags Reykjahlíðar að skortur hefði verið á samráði framkvæmdaraðila og Landeigendafélags Reykjahlíðar. Sökum þess var ákveðið að fresta afgreiðslu tillögunnar í sveitarstjórn þar til að staðfesting þess efnis að framkvæmdaraðili og Landeigendafélag Reykjahlíðar ættu samtal um samráð vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar og þeim framkvæmdum sem tillagan gerir ráð fyrir. Eftir staðfestingu þess efnis að samskipti milli Landsvirkjunar og Landeigendafélags Reykjahlíðar hefði átt sér stað, og Landeigendafélag Reykjahlíðar fengið tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, staðfesti sveitarstjórn þann 27. nóvember 2020 að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna og gera hverjum þeim aðila sem telji sig eiga hagsmuna að gæta kost á að gera athugasemdir við tillöguna. Að mati skipulagsnefndar var farið að kröfum skipulagslaga- og reglugerðar varðandi samráð.

Skipulagsnefnd leggur til að í greinargerð verði gerð betri grein fyrir áhrifum á losun skiljuvatns í Dallæk án þéttivatns og að gera þurfi áætlun um vöktun Dallæks. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kröflu verði samþykkt með áorðnum breytingum vegna innkominna athugasemda umsagnaraðila og skipulagsnefndar eftir auglýsingu. Jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að senda þeim sem athugasemdir gerðu svör skipulagsnefndar/sveitarstjórnar við þeim og að annast gildistöku deiliskipulagstillögunnar eins og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

5. Breyting á deiliskipulagi Hvera austan Námafjalls - 2009025

Tekið fyrir að nýju erindi dags. 15. september 2020 frá Erlu B. Kristjánsdóttur f.h. Sannra Reykjahlíð þar sem óskað var eftir heimild til að vinna breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Hveri austan Námafjalls.
Fyrir liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi og umhverfisskýrsla dags. 10. nóvember 2020 sem gerir ráð fyrir uppbyggingu aðkomusvæðis við Hveri austan Námafjalls. Skipulagsbreytingin tekur til svæðis frá þjóðvegi nr. 1 að útsýnispalli og göngustígum á hverasvæðinu, alls 11,4 ha.
Sökum sérstakra aðstæðna vegna Covid-faraldurs var ekki haldinn opinn kynningarfundur. Tillagan var auglýst frá og með föstudeginum 27. nóvember til og með föstudagsins 8. janúar 2021.
Athugasemdir/umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum: Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, Fjöregg, Náttúruverndarnefnd Þingeyinga og Vegagerðinni.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra:
Mengunarvarnir:
Eftir breytingu: Gert er ráð fyrir rotþró suðaustan fyrirhugaðrar þjónustubyggingar. Aðgengi að rotþró skal vera þannig að auðvelt er fyrir ökutæki að komast að til tæmingar og eftirlits. Öll fráveita skal vera skv. reglugerð um fráveitu og skólp nr. 798/1999. Ekki verður nein starfsemi á svæðinu og gera má ráð fyrir að efni sem berist í rotþró verði sambærilegt því sem kemur frá íbúðarhúsnæði. Notast skal við náttúruvæn efni við rekstur þjónustuhúss. Bent er á reglugerð um meðhöndlun seyru nr. 799/1999 og lög um náttúruvernd nr. 60/2013.
HNE vill minna á mikilvægi ofanritaðs en gerir ekki athugasemdir á þessu stigi málsins.
Gefur ekki til efni til svars.

Fjöregg:
1.
Fjöregg telur að áætlaðar breytingar á deiluskipulagi séu mjög til bóta frá gildandi skipulagi og snýr það sérstaklega að staðsetningu. En við teljum að hægt sé að gera enn betur og hér eru okkar athugasemdir og tillögur til bóta.
Almennt
Okkur finnst áætluð stærð á þjónustuhúsi, 300 fermetrar, vera of stór fyrir þennan stað þar sem engar aðrar byggingar eru. Einnig gerum við athugasemd við að í deiliskipulagstillögunni er sagt um notkun hússins að það sé “meðal annars fyrir salerni fyrir ferðamenn, aðstöðu fyrir starfsfólk og tæknirými.? Með þessu teljum við að m.a. sé verið sé að opna fyrir möguleika á veitingasölu eða minjagripasölu. Það eykur stærð bygginga og lengir viðveru ferðamanna sem kallar á fleiri bílastæði og meira rask. Við fögnum uppbyggingu nauðsynlegrar þjónustu á svæðinu en teljum að á þessum stað eigi aðeins að vera lágmarksþjónusta. Við teljum mikilvægt að hugað verði að ásýnd svæðisins, sérstaklega frá Námaskarði og Námafjalli því að það er upplifun að koma yfir Námaskarð frá Mývatnssveit og sjá Búrfellshraun, Öræfin og Hveri opnast fyrir framan sig. Við skorum á skipuleggjendur að gert verði ráð fyrir landvörslu á svæðinu til að eftirlit með náttúru, öryggi fólks og fræðsla verði í fyrirrúmi.


1. Svar skipulagsnefndar:
Skipulagsnefnd bendir á að ekki er verið að stækka hámarksstærð umfram gildandi deiliskipulag. Á blaðsíðu 14 í greinargerð kemur fram að ekki verði nein starfsemi á svæðinu.
 

2.
5.2.4. Akandi umferð og bílastæði
Hér setjum við spurningarmerki við að ráðgert sé að hluti bílastæða sé upphitaður þar sem við teljum ekki skýrt hvernig hitun á vatni verður háttað en við komum nánar að því í þeim kafla.
5.2.5. Aðkomusvæði og stígakerfi
Við erum fylgjandi því að stígur frá þjónustusvæði að útsýnispalli sé lagður bundnu slitlagi því það gerir mögulegt að hreinsa snjó og ís af honum. Við bendum á að hönnun sé þannig að hún falli vel að umhverfi hvað form og lit snerti, þetta á sérstaklega við útsýni ofan frá. Sama gildir um útsýnispall að ef þörf er á að stækkka hann eða endurbyggja að ekki verði einn risaflötur heldur reynt að brjóta upp flötinn og láta hann falla sem best að umhverfi. Hvað göngupalla/stíga snertir teljum við að mjög þurfi að vanda til við hönnun þeirra, einnig undirstaðna svo að ekki komi til breytinga á vatnsrennsli eins og virðist hafa gerst á Hveravöllum á Kili. Hér þarf að passa efnisval verulega m.a. m.t.t. litar, glampa, skugga og hljóðvistar. Glamrandi járnristar trufla upplifun af svæðum til að nefna dæmi. Ef til vill væri ekki svo slæmt að efnið væri þannig að örþunnt leirlag geti sest á það til að stígar falli sem allra best inn í umhverfið.
 

2. Svar skipulagsnefndar
Í tillögunni segir að: Litaval á byggingu skuli vera til þess fallin að hún falli vel að landi og umhverfi og dragi ekki til sín óþarfa athygli. Við hönnun byggingar skal Menningarstefnu í mannvirkjagerð, stefna íslenskra stjórnvalda í byggingarlist höfð að leiðarljósi.
Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdina og telur að betri grein mætti gera fyrir efnisvali við þjónustubyggingu og í stígagerð og að efnisval og litir verði í samræmi við umhverfið.
 

3.
5.2.6. Þjónustubygging
Hér viljum við að settir verði inn skilmálar um að aðeins verði um lágmarksþjónustu að ræða til þess að hægt verði að hafa bygginguna sem minnsta og til að dvalartími ferðamanna lengist ekki sem að myndi kalla á fleiri bílastæði. Við erum mótfallin því að hér verði veitinga- eða minjagripasala. Mikilvægt er að bygging falli sem best að staðnum, m.t.t. efnisvals, lita og hönnunar allrar.
 

3. Svar skipulagsnefndar:
Samkvæmt tillögunni er ekki gert ráð fyrir starfsemi á svæðinu og tillagan gerir ráð fyrir 86 bílastæðum og því þyrfti að gera breytingu á skipulagi komi til þess að fjölga þurfi bílastæðum. Skipulagsnefnd telur óþarfi að setja inn skilyrði um lágmarksþjónustu.

4.
5.2.7. Veitur og sorp.
Hér teljum við ósvarað hvernig staðið verður að upphitun vatns, sérstaklega þar sem einnig er gert ráð fyrir snjóbræðslukerfi á bílastæði sem kallar á mikla orku. Er gert ráð fyrir að hitað verði með jarðefnaeldsneyti með tilheyrandi mengun og kolefnisspori? Við þær aðstæður teljum við snjóbræðslukerfi alls ekki vera verjandi. Er gert ráð fyrir upphitun með því að hita upp með jarðvarma? Ekki er gert ráð fyrir neinu svæði til varmaskipta eða gufuvinnslu. Við bendum á þetta strax til að ekki komi upp að leyfa verði að boruð verði hola til orkuvinnslu eða miklu jarðraski á jarðhitasvæðinu til að geta hitað upp vatn. Frá umhverfissjónarmiðum teljum við að upphitun með rafmagni sé besta lausnin en líklega er hún einnig sú dýrasta. Þetta eru einnig rök fyrir því að einungis lágmarksþjónusta verði á svæðinu. Ekki er minnst neitt á sorp í þessum kafla en við leggjum til að gerð verði krafa um að sorp verði flokkað og gert strax ráð fyrir hvernig það verði geymt og flutt af svæðinu svo að ekki verði margir stórir, ljótir ruslagámar. Ásýnd margra vel hannaðra svæða og húsa hefur skemmst vegna þess að ekki var gert ráð fyrir ruslagámum frá upphafi.
 

4. Svar skipulagsnefndar
Skipulagsnefnd er sammála því að betri grein þurfi að gera fyrir því hvernig snjóbræðslukerfi verði háttað. Að mati skipulagsnefndar er einnig nauðsynlegt að gerð sé enn betri grein fyrir sorpmálum í tillögunni.
 

5.
5.2.8. Fráveita
Við teljum að venjuleg rotþró sé barn síns tíma. Við krefjumst þess að notuð verði besta hugsanlega tækni í frárennslismálum og að talað verði um hreinsivirki, að salerni verði þannig að vatn sé sparað sem mest og tryggt sé að úrgangur sé grófhreinsaður og á því formi að hægt verði að samnýta með nýrri lausn Skútustaðahrepps á Hólasandi. Rotþró sem tæma þarf og flytja gumsið til Eyjafjarðar er óásættanleg lausn og illa farið með verðmæt áburðarefni auk þess sem það kallar á mikla mengun og slit á dekkjum og vegakerfi.
 

5. Svar skipulagsnefndar
Í ljósi umfjöllunar um fráveitumál í Skútustaðahreppi tekur skipulagsnefnd undir athugasemdina og gerir kröfu um að í greinargerð verði kveðið á um vatnssparandi salerni sem geri kleift að endurvinna megi úrganginn í svartvatnstanki á Hólasandi.
 

6.
5.2.10 Frágangur lóða
Við gerum athugasemd við að gert sé ráð fyrir að olíumöl og öðrum malarefnum frá gamla vegi og bílastæði sé komið í geymslu. Best er ef að hægt sé að endurnýta allt efni í nýtt bílastæði og gætt vel að því að ekki verði mengun á grunnvatni vegna notkunar olíuefna. Ef endurvinnsla er ekki kostur þá krefjumst við þess að efnum sé fargað á viðeigandi og öruggan hátt. Hvað landgræðslu varðar þarf að fara mjög varlega í á þessum stað. Við bendum á að á deiliskipulagssvæðinu eða a.m.k. verulega nálægt því er þónokkuð af ágengri tegund, alaskalúpínu. Við hvetjum til að í deiliskipulaginu sé tekið fram að ágengum framandi plöntum skuli eytt og að ekki sé farið í sáningar eða þökulagningar. Það eina sem ætti að leyfa á svæðinu er að náttúrulegur gróður svæðisins sé verndaður og styrktur.
 

6. Svar skipulagsnefndar
Við útgáfu framkvæmdaleyfis eru gerðar kvaðir sem fela í sér að framkvæmd sé unnin í sátt við umhverfið. Í tillögu segir að vernda skuli gróður eins og kostur sé og styrkja í samráði við Landgræðsluna. Í tillögunni er ekki gert ráð fyrir sáningu eða uppgræðslu. Skipulagsnefnd telur það ekki hlutverk deiliskipulagsins að kveða á um eyðingu framandi plöntutegunda enda sé það hluti af alþjóða samningum og á áætlun sveitarfélagsins og annarra stofnanna.
 

7.
5.2.11. Þjónustuhús
Við endurtökum fyrri athugasemd um stærð hússins og skorum á að miðað verði við lágmarksþjónustu. Við fögnum því að við hönnun lýsingar sé horft til myrkurgæða. Við hvetjum til að engin lýsing eða ljósmengun innan úr húsi sé til staðar nema á opnunartíma. Ef þörf er á lýsingu utan opnunartíma vegna öryggis skal sú lýsing vera tengd hreyfiskynjurum svo að ekki sé lýsing nema einhver þurfi hennar við.
 

7. Svar skipulagsnefndar:
Skipulagsnefnd bendir á að ekki er verið að stækka hámarksstærð umfram gildandi deiliskipulag. Á blaðsíðu 15 í greinargerð segir: Lýsingarhönnun skal vera þannig að lýsing trufli ekki myrkurgæði og upplifun gesta á norðurljósum, jafnvel í skjóli byggingar að vetri.
Náttúruverndarnefnd Þingeyinga:
Nefndin kynnti sér erindi og gögn málsins og líst mjög vel á að færa eigi bílastæði og þjónustuhús fjær hverunum sjálfum, sem og að stýring svæðisins verði betri og einfaldari með breyttum gönguleiðum. Nefndin vill benda á að jarðvegur og gróður sem fellur til við gerð nýs bílastæðis verði nýttur við frágang á eldra bílastæðinu í samstarfi við Landgræðsluna.
 

Svar skipulagsnefndar:
Í tillögu er tekið fram að Landgræðslan verði höfð með í ráðum er varðar styrkingu gróðurs. Skipulagsnefnd leggur til að í greinargerð verði bætt við að svarðlag undan áætluðu bílastæði verði notað við frágang svæðisins.
 

Vegagerðin:
Samkvæmt skipulagsreglugerð þarf að sýna veghelgunarsvæði á uppdrætti. Veghelgunarsvæði Hringvegar (1) er 30 m frá miðlínu vegar til beggja átta og veghelgunarsvæði Námaskarðsvegar (885) er 15 m frá miðlínu vegar til beggja átta. Ef gert er ráð fyrir því að einstefna sé inn og út af bílastæði þarf það að vera greinilegt á uppdrætti (inn að vestan og út að austan). Ef um tvístefnu er að ræða þarf eystri tenging að vera því sem næst hornrétt á Námaskarðsveg vegna umferðaröryggis. Gert er ráð fyrir að svæðið verði áfram tengt þjóðvegakerfinu með tengivegi sem fjölsóttur ferðamannastaður. Tillagan felur í sér að núverandi bílastæði, sem Vegagerðin byggði, verði aflagt. Vakin er athygli á því að fjármagn til verksins er ekki á Samgönguáætlun.
 

Svar skipulagsnefndar
Skipulagsnefnd kveður á um að veghelgunarsvæði skuli sýnt á uppdrætti og að akstursstefna skuli vera tilgreind á uppdrætti.

Skipulagsnefnd leggur til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á greinargerð: Tillagan skal gera ráð fyrir efnisvali sem ætlast er til að notað verði á mannvirkjum á svæðinu, betri grein þurfi að gera fyrir því hvernig snjóbræðslukerfi verði háttað, fjallað skuli um sorpmál í tillögunni, gera skal ráð fyrir vatnssparandi salernum, svarðlag undan framkvæmdasvæði skal nýtt við frágang svæðisins. Skipulagsnefnd leggur til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á uppdrætti: Uppdráttur skal tilgreina veghelgunarsvæði og aksturstefnur akandi umferðar. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hvera austan Námafjalls verði samþykkt með áorðnum breytingum vegna innkominna athugasemda umsagnaraðila og skipulagsnefndar eftir auglýsingu. Jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að senda þeim sem athugasemdir gerðu svör skipulagsnefndar/sveitarstjórnar við þeim og að annast gildistöku deiliskipulagstillögunnar eins og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

Samþykkt

 

Fundi slitið kl. 15:57

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. apríl 2021

26. fundur velferđar- og menningarmálanefndar

Umhverfisnefnd / 8. apríl 2021

21. fundur umhverfisnefndar

Sveitarstjórn / 16. apríl 2021

58. fundur sveitarstjórnar

Skóla- og félagsmálanefnd / 17. mars 2021

24. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 11. mars 2021

18. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 11. mars 2021

18. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Sveitarstjórn / 25. mars 2021

57. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 16. mars 2021

33. fundur skipulagsnefndar

Umhverfisnefnd / 2. mars 2021

20. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. mars 2021

25. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. febrúar 2021

24. fundur

Sveitarstjórn / 11. mars 2021

56. fundur. sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 11. mars 2021

32. fundur skipulagsnefndar

Umhverfisnefnd / 25. febrúar 2021

19. fundur Umhverfisnefndar

Skóla- og félagsmálanefnd / 25. febrúar 2021

23. fundur skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 27. janúar 2021

22. fundur

Skipulagsnefnd / 16. febrúar 2021

31. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 24. febrúar 2021

55. fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn / 11. febrúar 2021

54. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 21. janúar 2021

17. fundur

Sveitarstjórn / 28. janúar 2021

53. fundur

Skipulagsnefnd / 19. janúar 2021

30. fundur skipulagsnefndar

Atvinnumálanefnd / 24. janúar 2021

17. fundur

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Nýjustu fréttir

Skokk- og gönguhópur Mývatnssveitar.

 • Fréttir
 • 14. apríl 2021

ÍMS opnar á fimmtudaginn 15. apríl

 • Fréttir
 • 13. apríl 2021

Hakkaţon um helgina

 • Fréttir
 • 13. apríl 2021

Vinnuskóli sumariđ 2021

 • Fréttir
 • 12. apríl 2021

58. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 12. apríl 2021

Páskaleikur ÍMS

 • Fréttir
 • 26. mars 2021