Ungmennaráđ Skútustađahrepps

  • Fréttir
  • 26. janúar 2021

Nýskipað ungmennaráð Skútustaðahrepps 2020-2021 hefur formlega tekið til starfa en það fundaði í fyrsta sinn í síðustu viku.  Arnþrúður Dagsdóttir er starfsmaður ráðsins. Í samþykkt ungmennaráðs Skútustaðahrepps segir um skipan ráðsins:
- Tveir fulltrúar úr 8. til 10. bekk Reykjahlíðarskóla og tveir til vara sem valdir eru árlega. Nemendur skólans velja sína fulltrúa með samráði eða kosningu.
- tveir fulltrúar og tveir til vara sem velferðar- og menningarmálanefnd Skútustaðahrepps velur úr hópi þeirra sem eru ekki á grunnskólaaldri.

Fulltrúar Reykjahlíðarskóla verða: Aðalmenn Margrét Ósk  Friðriksdóttir og Kristján Örn Kristjánsson. Varamenn eru Júlía Brá Stefánsdóttir og Bárður Jón Gunnarsson. Auglýst var eftir fulltrúum á aldrinum 16-21 árs og eru aðalmenn þau Helgi James Price Þórarinsson og Dóróthea Gerður Örnólfsdóttir. Varamenn verða Anna Mary Yngvadottir og Inga Thorarinsdottir

Á fundinum skipti ungmennaráðið með sér verkum og er Dóróthea formaður og Margrét Ósk varaformaður.

Ungmennaráð er ráðgefandi um málefni er tengjast ungu fólki á aldrinum 14 til 21 árs í sveitarfélaginu í umboði sveitarstjórnar. Ungmennaráð gerir tillögur til sveitarstjórnar um hvert það mál sem ráðið telur tengjast hagsmunum og aðstæðum ungs fólks. Ráðið fylgist með því, eins og við á, að stofnanir og þjónusta sveitarfélagsins vinni með hagsmuni ungs fólks að leiðarljósi. Með þessum hætti er leitast við að efla umfjöllun sveitarstjórnar um málefni er tengjast ungu fólki.

Við hvetjum ungmenni í Sútustaðahreppi til að koma með ábendingar um málefni sem þeim finnst mikilvæg eða þau telji að megi betur fara í samfélaginu

 

Mynd: Frá fyrsta fundi ungmennaráðsins.. Frá vinstri: Margrét Ósk varaformaður, á skjánum er Dóróthea nýskipaður formaður en hún var þátttakandi í gegnum fjarfundabúnað og til vinstri Kristján Örn.. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FR?TTIR

Fréttir / 13. apríl 2021

ÍMS opnar á fimmtudaginn 15. apríl

Fréttir / 13. apríl 2021

Hakkaţon um helgina

Fréttir / 12. apríl 2021

58. fundur sveitarstjórnar

Fréttir / 26. mars 2021

Páskaleikur ÍMS

Fréttir / 22. mars 2021

Hacking Norđurland- MATUR-VATN-ORKA

Fréttir / 15. mars 2021

Hefjum störf í Skútustađahreppi

Fréttir / 11. mars 2021

Skólastjóri óskast í sólríka sveit

Fréttir / 8. mars 2021

56. fundur sveitarstjórnar

Fréttir / 15. mars 2021

HAMINGJUKÖNNUN 2021

Fréttir / 24. febrúar 2021

Viltu hafa áhrif á sögu Mývatnssveitar?

Fréttir / 23. febrúar 2021

Störf án stađsetningar

Fréttir / 22. febrúar 2021

55.fundur sveitarstjórnar

Fréttir / 8. febrúar 2021

Gildandi takmörkun á samkomum

Fréttir / 8. febrúar 2021

54. fundur sveitarstjórnar