Guđjón Vésteinsson greinir orkukosti

  • Fréttir
  • 22. janúar 2021

Guðjón Vésteinsson hefur hafið störf að nýju hjá Skútustaðahreppi. Guðjón er íbúum sveitarfélagsins að góðu kunnur, en hann gegndi starfi skipulagsfulltrúa fram í september 2020. Guðjón mun í sínum störfum leggja áherslu á verklegar framkvæmdir og áætlanagerð tengt innviðauppbyggingu samfélagsins. Efst á hans borði þessa dagana er gerð 10 ára viðhaldsáætlunar mannvirkja í eigu sveitarfélagsins, m.a. út frá nauðsynlegri uppbyggingu og endurnýjun. Þá leggur hann áherslu á jöfnun húshitunarkostnaðar íbúa sveitarfélagins og aukin tækifæri til nýsköpunar með greiningu orkukosta.

Þrátt fyrir að Skútustaðahreppur hafi yfir að ráða elsta fjölnýtingar jarðvarmasvæði landsins, Bjarnarflagi, og stærsti hluti íbúa sveitarfélagsins hafi aðgang að hitaveitu, eru enn nokkur lögbýli í nágrenni við Mývatn sem ekki hafa aðgang að hitaveitu. Slíkt hefur áhrif á lífsgæði íbúa, kostnað við nauðsynlega húshitun og annan rekstur og dregur úr möguleikum til nýsköpunar, t.d. tengt vinnslu matvæla.  Árið 2011 var unnin kostnaðargreining á frekari útvíkkun hitaveitu. Niðurstaða hennar var að samtals myndi kosta 126 milljónir að tengja þrjá klasa lögbýla við hitaveitu sveitarfélagsins og var slíkt ekki talið svara kostnaði á þeim tíma. Síðustu 10 ár hafa komið fram ýmsar tækninýjungar á sviði hitaveitulagna, en einnig á öðrum sviðum orkuframleiðslu og flutninga, t.d. tengt varmadælum.

Guðjón mun á næstu vikum vinna fýsileikagreiningu orkukosta fyrir lögbýli innan sveitarfélagsins sem eru ekki tengd hitaveitu, þar sem metið verður að nýju hvort frekari útvíkkun hitaveitu sveitarfélagsins sé fýsileg, eða hvort skynsamlegt sé að horfa til annarra leiða til að jafna húshitunarkostnað íbúa sveitarfélagsins og auka samfara því tækifæri til nýsköpunar. 

Skútustaðahreppur hlaut sumarið 2020 styrk tengdan viðspyrnuaðgerðum ríkisstjórnar til að vinna að fýsileikagreiningu orkukosta.  


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FR?TTIR

Fréttir / 13. apríl 2021

ÍMS opnar á fimmtudaginn 15. apríl

Fréttir / 13. apríl 2021

Hakkaţon um helgina

Fréttir / 12. apríl 2021

58. fundur sveitarstjórnar

Fréttir / 26. mars 2021

Páskaleikur ÍMS

Fréttir / 22. mars 2021

Hacking Norđurland- MATUR-VATN-ORKA

Fréttir / 15. mars 2021

Hefjum störf í Skútustađahreppi

Fréttir / 11. mars 2021

Skólastjóri óskast í sólríka sveit

Fréttir / 8. mars 2021

56. fundur sveitarstjórnar

Fréttir / 15. mars 2021

HAMINGJUKÖNNUN 2021

Fréttir / 24. febrúar 2021

Viltu hafa áhrif á sögu Mývatnssveitar?

Fréttir / 23. febrúar 2021

Störf án stađsetningar

Fréttir / 22. febrúar 2021

55.fundur sveitarstjórnar

Fréttir / 8. febrúar 2021

Gildandi takmörkun á samkomum

Fréttir / 8. febrúar 2021

54. fundur sveitarstjórnar