Starfsemi í tækjasal ÍMS verður heimil með ströngum skilyrðum.
Frá og með deginum í dag 19. janúar verður opnað fyrir aðgang i tækjasal ÍMS en nauðsynlegt er að bóka tíma í síma 464-4225, hámarkstími fyrir hvern og einn er 50 mínútur.
Hægt verður að bóka tíma:
Mánudaga- fimmtudaga 09:10- 19:10
Föstudaga - Lokað
Laugardaga 08:10-14:10
Sunnudaga – Lokað
Mikilvægt er að allir fari eftir settum reglum svo hægt verði að halda starfsemi ÍMS opinni
Vinsamlegast kynnið ykkur vel leiðbeiningar fyrir starfsemi heilsu- og líkamsræktarstöðva vegna COVID-19
Eingöngu er heimilt að hafa opið fyrir skipulagða hóptíma
- Allir þáttakendur þurfa að skrá sig fyrirfram í hóptíma til að auðvelda smitrakningu.
- Hámarksfjöldi í hópæfingasal er 20 einstaklingar og skal sá hópur hafa aðgang að salernum sem ekki eru samnýtt af öðrum, á meðan einstaklingarnir dvelja á staðnum.
- Hver þátttakandi í hóptíma hafi æfingasvæði að lágmarki 4 fermetra (2m í hverja átt). Hver þáttakandi heldur sig innan síns svæðis út alla æfinguna.
- Engum búnaði má deila milli einstaklinga innan hvers tíma.
- Tryggja skal góða loftræstingu í salnum (með loftræstikerfi og að opna glugga).
- Hlé skal vera á milli tíma til loftræstingar og sótthreinsunar búnaðar og snertiflata og til þess að hópar mætist ekki í rýmum hússins t.d. á göngum og í anddyri.
Þátttakendur, þjálfarar og rekstraraðilar ber að gæta persónulegra sóttvarna
- Allir eiga að vera með hreinar hendur og spritta þær við komu á staðinn, eftir snertingu við mengað svæði og eftir að æfingum er lokið.
- Í sameiginlegum rýmum skal tryggja 2ja metra fjarlægð milli einstaklinga en ef því verður ekki við komið skulu þeir sem eru á svæðinu nota andlitsgrímur.
- Hver tími verði að hámarki 60 mín. og viðvera hvers iðkanda í húsi verði því aldrei lengri en 60 mín.
- Búningsklefar skulu vera lokaðir og þátttakendur komi tilbúnir til æfinga í stöðina.
Hreinsun og sótthreinsun búnaðar
- Tryggja þarf greiðan aðgang þátttakenda að handspritti og sótthreinsiklútum.
- Eftir æfingu sótthreinsi allir þann búnað sem þeir notuðu.
- Rekstraraðilar heilsu- og líkamsræktarstöðva bera ábyrgð á að allur búnaður sé sótthreinsaður milli hópa.
- Starfsmaður sjái um að þrífa og sótthreinsa snertifleti í æfingasal, salerni, vaska og aðra snertifleti.
- Upplýsingaskilti um smitvarnir eiga að vera sýnileg öllum.
Reglur þessar verða endurmetnar 17. febrúar 2021
AÐRAR FR?TTIR
Fréttir / 24. febrúar 2021
Fréttir / 22. febrúar 2021
Fréttir / 8. febrúar 2021
Fréttir / 4. febrúar 2021
Fréttir / 3. febrúar 2021
Fréttir / 2. febrúar 2021
Fréttir / 28. janúar 2021
Fréttir / 26. janúar 2021
Fréttir / 22. janúar 2021
Fréttir / 19. janúar 2021
Fréttir / 18. janúar 2021
Fréttir / 18. janúar 2021
Fréttir / 12. janúar 2021
Fréttir / 12. janúar 2021
Fréttir / 11. janúar 2021