Sorphirđudagatal 2021

 • Fréttir
 • 18. janúar 2021

Terra sér um sorphirðu í Skútustaðahreppi. Nánari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu Skútustaðahrepps, sími 46 46 660 eða á netfangið skutustadahreppur@skutustadahreppur.is

Sorphirðudagatal 2021
Bæklingur fyrir flokkun á rusli í Skútustaðahreppi
 

Sorpílát við hvert heimili
Terra sér um sorphirðu við heimili í Skútustaðahreppi. Hvert heimili fær þrjú sorpílát til flokkunar sem Terra losar með reglubundnum hætti. 

Tunna með gráu loki: Í þessa tunnu skal setja óflokkaðan úrgang sem fer til urðunar.

Tunna með bláu loki: Í þessa tunnu má setja öll blöð og tímarit, skrifstofupappír, sléttan pappa, bylgjupappa og fernur. Fernur þarf að tæma og skola vel með vatni áður en þær eru settar í tunnuna. Allt efnið er sett laust í tunnuna án poka.

Tunna með grænu loki: Í þessa tunnu má setja allar plastumbúðir og málmílát , svo sem plastpoka, plastdósir, plastbrúsa og niðursuðudósir. Matarílát þarf að skola með vatni. Allt efnið er sett laust í tunnuna. Glerílát má alls ekki setja í þessa tunnu vegna slysahættu við flokkun.

 

Gámavöllur í landi Grímsstaða
Á gámavellinum er starfsmaður sem tekur á móti fólki og metur farma sem komið er með. Völlurinn er opinn öllum sem þangað leita. íbúar sveitarfélagsins og sumarbústaðareigendur fá klippikort sem skoðast sem aðgöngumiði að gámavelli. Rekstraraðilar geta komið á gámavöllinn og greiða fyrir losun á sorpi eftir gjaldskrá um sorphirðu í Skútustaðahreppi sem samþykkt er af sveitarstjórn.

Opnunartími gámavallar
Miðvikudagar kl. 15:00-16:00
Laugardaga kl. 10:00-12:00

Klippikort
Allir greiðendur sorphirðugjalda, heimili og sumarbústaðir, geta nálgast klippikort á opnunartíma á skrifstofu sveitarfélagsins. Með sorphirðugjöldunum fylgir eitt klippikort á ári. Ef kortið klárast er hægt að kaupa nýtt kort á skrifstofu sveitarfélagsins samkvæmt samþykktri gjaldskrá. Eitt klipp á klippikortinu er 0,25 rúmmetrar, heildar rúmmetra fjöldi á hverju korti eru 4 rúmmetrar. Einungis er tekið klipp af förmum sem eru gjaldskyldir. Rekstraraðilar fá ekki klippikort en þeir geta losað á gámavelli og er þá rukkað fyrir í samræmi við gjaldskrá sveitarfélagsins.

Gjaldskyldur úrgangur og endurvinnslu úrgangur
Nánari upplýsingar um hvað flokkast sem gjaldskyldur úrgangur og endurvinnslu úrgangur má sjá hér.

Allur úrgangur sem fellur undir gjaldskylt þurfa rekstraraðilar að greiða fyrir á gámavelli og heimili þurfa að sýna klippikort sem starfsmaður klippir af í samræmi við rúmmál farms. Úrgangur sem fellur undir endurvinnslu flokkinn þarf ekki að greiða fyrir og ekki er tekið klipp af klippikortum. Steinefni og garðaúrgangur er losaður án endurgjalds á gámavelli.

Mikilvægt er að allir sem koma með farma á gámavöll séu búnir að forflokka og rúmmálsminnka farminn eins og kostur er.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FR?TTIR

Fréttir / 24. febrúar 2021

Viltu hafa áhrif á sögu Mývatnssveitar?

Fréttir / 22. febrúar 2021

55.fundur sveitarstjórnar

Fréttir / 8. febrúar 2021

Gildandi takmörkun á samkomum

Fréttir / 3. febrúar 2021

Eftirlitsáćtlun eldvarnaeftirlits 2021

Fréttir / 2. febrúar 2021

Hacking Norđurland- MATUR-VATN-ORKA

Fréttir / 28. janúar 2021

Fyrsta heilsu og hamingjugangan á nýju ári

Fréttir / 22. janúar 2021

Guđjón Vésteinsson greinir orkukosti

Fréttir / 18. janúar 2021

Sorphirđudagatal 2021

Fréttir / 11. janúar 2021

52. fundur sveitarstjórnar

Fréttir / 4. janúar 2021

Uppgjör á hitaveitu fyrir 2020

Fréttir / 4. janúar 2021

Styrkur til uppsetningar hleđslustöđva

Nýjustu fréttir

HAMINGJUKÖNNUN 2021

 • Fréttir
 • 3. mars 2021

Störf án stađsetningar

 • Fréttir
 • 23. febrúar 2021

54. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 8. febrúar 2021

Umsögn um hálendisţjóđgarđ

 • Fréttir
 • 30. janúar 2021

Ungmennaráđ Skútustađahrepps

 • Fréttir
 • 26. janúar 2021

53. fundur

 • Fréttir
 • 25. janúar 2021

Grímunotkun í ÍMS

 • Fréttir
 • 21. janúar 2021