Leikskólinn Ylur- Skóli á grænni grein

  • Fréttir
  • 14. desember 2020

Gaman er að segja frá því að nú hefur leikskólinn Ylur hafið vegferð sína í verkefninu „skólar á grænni grein“. Til þess að gerast skóli á grænni grein þarf að fara í gegnum 7 þemu, uppfylla þar viss skilyrði og öðlast grænfánann. Börn og starfsfólk hafa nú farið í gegnum fyrsta þemað sem ber heitið „Átthagar og landslag“. Í því felst að börnin kynni sér nærumhverfi sitt og þekki betur sitt heimasvæði s.s. örnefni o.fl. Þann 16. september á degi íslenskrar náttúru hófum við verkefnið formlega þar sem börn og starfsfólk fóru í vettvangsferð og völdu tré til að fylgjast með í gegnum árstíðirnar. Fyrir valinu varð birkitré og fékk það nafnið „Bylur“.

 

Þema númer tvö er „Neysla og úrgangur“. Þar munu börnin öðlast skilning á flokkun, betri nýtingu hluta og hugtakinu sóun. Haldinn var grænfánafundur með börnunum í upphafi þemans þar sem gerður var umhverfissáttmáli leikskólans og öll börnin skrifuðu undir. Eins hafa börnin tekið virkan þátt í flokkun og nýtingu hluta, t.d. hvað við getum föndrað úr “rusli“ og matarsóun en við höfum einmitt verið að vinna gegn matarsóun í samstarfi við grunnskólann.

 

Það hefur reynst mjög skemmtilegt að vinna þetta verkefni með börnunum og ríkir tilhlökkun fyrir framhaldinu.

Sendum hugheilar jóla og nýárskveðjur með slagorði leikskólans. Menga minna, flokka meira – látum í okkur heyra!

Börn og starfsfólk Yls 


Deildu þessari frétt

AÐRAR FR?TTIR

Fréttir / 24. febrúar 2021

Viltu hafa áhrif á sögu Mývatnssveitar?

Fréttir / 22. febrúar 2021

55.fundur sveitarstjórnar

Fréttir / 8. febrúar 2021

Gildandi takmörkun á samkomum

Fréttir / 3. febrúar 2021

Eftirlitsáætlun eldvarnaeftirlits 2021

Fréttir / 2. febrúar 2021

Hacking Norðurland- MATUR-VATN-ORKA

Fréttir / 28. janúar 2021

Fyrsta heilsu og hamingjugangan á nýju ári

Fréttir / 22. janúar 2021

Guðjón Vésteinsson greinir orkukosti

Fréttir / 18. janúar 2021

Sorphirðudagatal 2021

Fréttir / 11. janúar 2021

52. fundur sveitarstjórnar

Fréttir / 4. janúar 2021

Uppgjör á hitaveitu fyrir 2020

Fréttir / 4. janúar 2021

Styrkur til uppsetningar hleðslustöðva

Nýjustu fréttir

HAMINGJUKÖNNUN 2021

  • Fréttir
  • 3. mars 2021

Störf án staðsetningar

  • Fréttir
  • 23. febrúar 2021

54. fundur sveitarstjórnar

  • Fréttir
  • 8. febrúar 2021

Umsögn um hálendisþjóðgarð

  • Fréttir
  • 30. janúar 2021

Ungmennaráð Skútustaðahrepps

  • Fréttir
  • 26. janúar 2021

53. fundur

  • Fréttir
  • 25. janúar 2021

Grímunotkun í ÍMS

  • Fréttir
  • 21. janúar 2021