50. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 9. desember 2020

Fundargerð

50. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðavegi 6,

 9. desember 2020, kl.  09:15.

Fundinn sátu: Helgi Héðinsson. oddviti , Elísabet Sigurðardóttir , Sigurður Böðvarsson , Halldór Þorlákur Sigurðsson , Dagbjört Bjarnadóttir og Sveinn Margeirsson.

Fundargerð ritaði:  Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.Göngu- og hjólastígur - 2008026

Undirritaður hefur verið samningur við Vegagerðina um stuðning við lagningu göngu- og hjólastígs frá Dimmuborgum að Skútustöðum.

Lagning göngu- og hjólastígs frá Reykjahlíð að Dimmuborgaafleggjara er hafin og verður lokið vorið 2021. Stuðningur Vegagerðarinnar við áframhald verkefnisins er afar mikilvægur í samhengi viðspyrnu atvinnulífsins í Skútustaðahreppi, umferðaröryggis, loftslagsmála og í samræmi við opinbera stefnumótun á mörgum sviðum, t.d. áfangastaðaáætlun Ferðamálastofu, umferðaröryggisáætlun Skútustaðahrepps og Hamingjuverkefni Skútustaðahrepps.

Með lagningu stígsins frá Skútustöðum að Reykjahlíð aukast möguleikar íbúa og ferðamanna til að njóta einstakrar náttúru Mývatnssveitar samhliða hollri hreyfingu og útiveru. Á komandi mánuðum er stefnt að fullhönnun stígsins, í samstarfi við landeigendur og Vegagerðina, auk þess sem sjónum verður sérstaklega beint að nýsköpunartækifærum sem geta tengst þeirri innviðauppbyggingu sem framundan er.

Sveitarstjórn staðfestir samninginn og þakkar Vegagerðinni fyrir ánægjulegt samstarf í þessu mikilvæga verkefni.

Samþykkt

2. Vísindamiðlun við Mývatn - 2012006

Ýmis þekkingardrifin verkefni og stofnanir eru rekin innan Skútustaðahrepps og er t.d. þekking á lífríki og jarðfræði sveitarfélagsins umfangsmikil. Með því að miðla þessari þekkingu með skýrum og skilvirkum hætti má styðja við samþættingu námsgreina í menntakerfinu og samhengi formlegra rannsókna og þekkingu íbúa. Lagt er til að fulltrúum helstu verkefna og stofnana sem tengjast sveitarfélaginu verði boðið að kynna starfsemi sína fyrir sveitarstjórn, ásamt skólastjóra Reykjahlíðarskóla og verkefnastjóra samþættingar námsgreina innan skólans. Meðal verkefna og stofnana sem um ræðir eru: KMT (Krafla Magma Testbed), Minjavernd við Hofsstaði og Grænavatn og aðrar rannsóknir tengdar minjum, RAMÝ, Náttúrustofa Norðurlands, Umhverfisstofnun, Landgræðslan, Þekkingarnet Þingeyinga, Menningarmiðstöð Þingeyinga, Hafrannsóknarstofnun, Mýsköpun, Norræna eldfjallamiðstöðin og Vatnajökulsþjóðgarður.

Samþykkt

3. Áttunda stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19. - 2011036

Félagsmálaráðuneytið, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga komu á fót teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 heimsfaraldursins þann 26. maí sl. sem ætlað er að miðla og safna upplýsingum um stöðu félags- og atvinnumála á landsvísu og fylgja eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar er það varðar. Uppbyggingarteymið fundar að jafnaði aðra hverja viku og gefur út stöðuskýrslur í kjölfar þeirra sem dreift verður til hlutaðeigandi og ráðgefandi aðila. Tekið er við ábendingum, beiðnum og fyrirspurnum tengdum félags- og atvinnumálum á netfangið, vidbragd@frn.is. Í stöðuskýrslu átta er að finna upplýsingar um atvinnuleysi í október og nýjan félagslegan aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Í skýrslunni er einnig tekin staðan á þjónustu til atvinnuleitenda og framgangi mikilvægra félagslegra verkefna sem unnið hefur verið að á síðustu misserum.

Lagt fram

4. Sérstakir íþrótta- og tómstundastyrkir vegna áhrifa Covid-19 - 2011037

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.
Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga. Alls verður um 900 milljónum króna varið í verkefnið árin 2020 og 2021 og er það hluti af aðgerðapakka sem kynntur var í vor og ætlað er að veita mótvægi vegna þeirra áhrifa sem COVID-19 faraldurinn hefur haft á afkomu efnaminni heimila í landinu.

Hér má nálgast kynningarmyndbönd á ellefu tungumálum sem ætlað er að vekja athygli á styrknum.
https://www.youtube.com/channel/UC-Kaj_-DYRuKbbs_PKS2CqQ

Lagt fram

5. Endurtilnefning í loftslagsráð - 2011039

Samband íslenskra sveitarfélaga tilnefnir Svein Margeirsson, sveitarstjóra Skútustaðahrepps, sem aðalmann í loftslagsráð í stað Ragnars Franks Kristjánssonar.

Lagt fram

6. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Lagt fram

7. SSNE - Fundargerðir - 1611006

Fundargerð 18. fundur SSNE dags. 25. nóvember. Fundargerðin er í fimm liðum.

Lagt fram

8. Umhverfisnefnd Fundargerðir - 1611036

Lögð fram fundargerð 18. fundar umhverfisnefndar dags. 30. nóvember 2020. Fundargerðin er í fimm liðum.

Lagt fram

9. Velferðar- og menningarmálanefnd: Fundargerðir - 1809010

Lögð fram fundargerð 22. fundar velferðar- og menningarmálanefndar dags. 01. desember 2020. Fundargerðin er í fjórum liðum.

Lagt fram

10. Landbúnaðar- og girðinganefnd: Fundargerðir - 1612009

Lögð fram fundargerð 9. fundar Landbúnaðar- og girðinganefndar.
dags 11. nóv 2020. Fundargerðin er í tveimur liðum.

Lagt fram

Fundi slitið kl. 11:15.

Helgi Héðinsson

Elísabet Sigurðardóttir

Sigurður Böðvarsson

Halldór Þorlákur Sigurðsson

Dagbjört Bjarnadóttir

         


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Umhverfisnefnd / 25. febrúar 2021

19. fundur Umhverfisnefndar

Skóla- og félagsmálanefnd / 25. febrúar 2021

23. fundur skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 27. janúar 2021

22. fundur

Skipulagsnefnd / 16. febrúar 2021

31. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 24. febrúar 2021

55. fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn / 11. febrúar 2021

54. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 21. janúar 2021

17. fundur

Sveitarstjórn / 28. janúar 2021

53. fundur

Skipulagsnefnd / 19. janúar 2021

30. fundur skipulagsnefndar

Atvinnumálanefnd / 24. janúar 2021

17. fundur

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Sveitarstjórn / 16. desember 2020

51. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar I/II

Atvinnumálanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Atvinnumálanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Atvinnumálanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. september 2020

12. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Atvinnumálanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. nóvember 2020

15. fundur

Atvinnumálanefnd / 11. desember 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 9. desember 2020

50. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Nýjustu fréttir

HAMINGJUKÖNNUN 2021

 • Fréttir
 • 3. mars 2021

Viltu hafa áhrif á sögu Mývatnssveitar?

 • Fréttir
 • 24. febrúar 2021

Störf án stađsetningar

 • Fréttir
 • 23. febrúar 2021

55.fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 22. febrúar 2021

Gildandi takmörkun á samkomum

 • Fréttir
 • 8. febrúar 2021

54. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 8. febrúar 2021