COVID-19

  • Fréttir
  • 19. nóvember 2020

Gildandi takmörkun á samkomum

‍Í gær 18. nóvember tók ný reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar gildi og gildir til og með 1. desember 2020.

Helstu takmarkanir í gildi

10 manna fjöldatakmörkun sem meginregla
- Heimild fyrir 30 manns í útförum en 10 að hámarki í erfidrykkjum
- 50 - 100 manna hámarksfjöldi í lyfja- og matvöruverslunum
- 10 manna fjöldatakmörkun á ekki við þegar fleiri búa á sama heimili.

Íþróttastarf 2005 og eldri óheimil (Innan sem utan ÍSÍ)

  • Sviðslistir óheimilar
  • Líkamsræktarstöðvar lokaðar
  • Sundlaugar lokaðar
  • Krár, skemmtistaðir, spilasalir og spilakassar eru lokaðir
  • Veitingastaðir með vínveitingaleyfi mega hafa opið til 21:00 alla daga
  • Grímuskylda þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum


Fjöldatakmörkun, nálægðarmörk og grímuskylda á ekki við um börn sem fædd eru 2011 eða síðar.

Munum að við erum öll almannavarnir, tryggjum áfram góðan árangur og höldum samfélagssáttmálann.


Deildu ţessari frétt