21. fundur

 • Velferđar- og menningarmálanefnd
 • 3. nóvember 2020

Fundargerð

21. fundur velferðar- og menningarmálanefndar haldinn í Teams fjarfundarbúnaði.

 3. nóvember 2020, kl.  15:00.

Fundinn sátu:

Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir, Dagbjört Bjarnadóttir, Kristinn Björn Haraldsson, Jóhanna Njálsdóttir, Ólafur Þ. Stefánsson, 

Fundargerð ritaði: Alma Dröfn Benediktsdóttir

Dagskrá:

1. Velferðar- og menningarmálanefnd - Styrkumsóknir 2020 - seinni úthlutun - 2002031

Í samræmi við reglur um úthlutun menningarstyrkja í Skútustaðahreppi og fjárhagsáætlun 2020 auglýsti velferðar- og menningarmálanefnd eftir umsóknum til menningarstarfs í sveitarfélaginu en þetta er seinni úthlutun ársins 2020. Skútustaðahreppur veitir styrki til einstaklinga, hópa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana til almennrar menningarstarfsemi eða verkefni. Við mat á umsóknum skal menningarstefna Skútustaðahrepps höfð til hliðsjónar. Auk þess er horft til eftirfarandi þátta: - Hvernig verkefnið / starfsemin auðgar menningarlífið í Skútustaðahreppi og hvernig fjármunirnir nýtist í því samhengi. - Hversu líklegt er að verkið verði framkvæmt, laði að frekara fjármagn og aðstandendur verkefnisins geti hrint því í framkvæmd. - Gæða, vinnslu og framsetningar umsóknar, sýn umsækjenda og fagleg vinnubrögð.

Í samræmi við reglur um úthlutun menningarstyrkja í Skútustaðahreppi og fjárhagsáætlun 2020 auglýsti velferðar- og menningarmálanefnd eftir umsóknum til menningarstarfs í sveitarfélaginu en þetta er seinni úthlutun ársins 2020. Skútustaðahreppur veitir styrki til einstaklinga, hópa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana til almennrar menningarstarfsemi eða verkefni.
Við mat á umsóknum skal menningarstefna Skútustaðahrepps höfð til hliðsjónar. Auk þess er horft til eftirfarandi þátta:
- Hvernig verkefnið / starfsemin auðgar menningarlífið í Skútustaðahreppi og hvernig fjármunirnir nýtist í því samhengi.
- Hversu líklegt er að verkið verði framkvæmt, laði að frekara fjármagn og aðstandendur verkefnisins geti hrint því í framkvæmd.
- Gæða, vinnslu og framsetningar umsóknar, sýn umsækjenda og fagleg vinnubrögð.
Fimm umsóknir bárust:
Umsókn 1 - Soffía Kristín Jónsdóttir f.h. Lake Mývatn Concert series. Sótt um 600.000 kr.
Umsókn 2 - Sandra Haraldsdóttir. Hóptímaþjálfun, þrek og styrk. Sótt um 303.600 kr.
Umsókn 3 - Laufey Sigurðardóttir f.h. Músík í Mývatnssveit. Sótt um 300.000 kr.
Umsókn 4 - Helgi Héðinsson f.h Veiðifélags Mývatns. Sótt um 245.000 kr.
Umsókn 5- Ragnheiður Jóna Leví Grétarsdóttir. F.h Mývatn Tours. Sótt um 210.500 kr.


Velferðar- og menningarmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að umsókn nr. 1 verði styrkt um 260.000 kr, umsókn nr. 3 um 200.000 kr, umsókn nr. 4 um 129.500 kr og umsókn nr. 5 Um 210.500 kr.
Formanni er falið að ræða við sveitarstjóra varðandi umsókn nr. 2 eins og um var rætt.


Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með að Veiðifélag Mývatns sýni áhuga á því að halda í gamlar hefðir og kynna þessa veiðiaðferð og menningu sveitarinnar fyrir skólabörnum.

2. Bókasafnið - Framtíðarsýn - 1811053

Formaður greindi frá stöðu á skráningu í Gegni Tiarnan Smári Ragnarsson hefur verið ráðinn til að klára skráningu.

Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með ráðningu Tiarnan Smára og að verkefnið verði klárað.

3. Skútustaðahreppur: Hamingja sveitunga - 1808046

Lögð fram síðasta fundargerð stýrihóps hamingjunnar.

Frestað til næsta fundar.

4. Jafnréttisáætlun Skútustaðahrepps; 2019-2022 - 1810015

Jafnréttisstefna Skútustaðahrepps var samþykkt í sveitarstjórn í mars 2019. Mikilvægt er að verkefnum jafnréttisáætlunarinnar sé fylgt eftir. Sveitarstjóri skal fara yfir niðurstöður allra verkefnanna árlega með stjórnendum og kynna niðurstöður fyrir sveitarstjórn, þ.e. hvað gekk vel og hvað betur má fara. Þannig verður jafnréttisáætlunin lifandi plagg og líklegri til að skila raunverulegum árangri.

Formaður leggur til að Jafnréttisáætlun Skútustaðahrepps verði tekin til umfjöllunar á næsta fundi nefndarinnar.

5. Fjárhagsáætlun 2021-2024 - 2008025

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2021-2024

Umræða um mikilvægustu liði í fjárhagsáætlun.

Sveitarstjóri mun koma umræðu fundarins áfram inn í vinnu við fjárhagsáætlun.

Fundi slitið kl. 16:00.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Umhverfisnefnd / 25. febrúar 2021

19. fundur Umhverfisnefndar

Skóla- og félagsmálanefnd / 25. febrúar 2021

23. fundur skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 27. janúar 2021

22. fundur

Skipulagsnefnd / 16. febrúar 2021

31. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 24. febrúar 2021

55. fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn / 11. febrúar 2021

54. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 21. janúar 2021

17. fundur

Sveitarstjórn / 28. janúar 2021

53. fundur

Skipulagsnefnd / 19. janúar 2021

30. fundur skipulagsnefndar

Atvinnumálanefnd / 24. janúar 2021

17. fundur

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Sveitarstjórn / 16. desember 2020

51. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar I/II

Atvinnumálanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Atvinnumálanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Atvinnumálanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. september 2020

12. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Atvinnumálanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. nóvember 2020

15. fundur

Atvinnumálanefnd / 11. desember 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 9. desember 2020

50. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Nýjustu fréttir

HAMINGJUKÖNNUN 2021

 • Fréttir
 • 3. mars 2021

Viltu hafa áhrif á sögu Mývatnssveitar?

 • Fréttir
 • 24. febrúar 2021

Störf án stađsetningar

 • Fréttir
 • 23. febrúar 2021

55.fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 22. febrúar 2021

Gildandi takmörkun á samkomum

 • Fréttir
 • 8. febrúar 2021

54. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 8. febrúar 2021