48. fundur sveitarstjórnar

 • Sveitarstjórn
 • 11. nóvember 2020

Fundargerð

48. fundur sveitarstjórnar haldinn á Teams fjarfundarbúnaði,

 11. nóvember 2020, kl.  09:15.

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson oddviti, Elísabet Sigurðardóttir aðalmaður, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Halldór Þorlákur Sigurðsson aðalmaður, Dagbjört Bjarnadóttir aðalmaður og Sveinn Margeirsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun 2021-2024 - 2008025

Vinna við fjárhagsáætlun heldur áfram. Útkomuspá 2020 hefur verið uppfærð út frá nýjustu upplýsingum um útsvarstekjur og fjárfestingaáætlun tekin til umræðu í nefndastarfi. Fjárflæðisáætlun fyrir 2021 er í undirbúningi og verður útkomuspá fyrir 2020 endurskoðuð samhliða þeirri vinnu, með áherslu á gjaldaliði. Stefnt er að því að þeirri vinnu ljúki í þessari viku.

Önnur umræða um fjárhagsáætlun fer fram í sveitarstjórn í lok nóvember.

Lagt fram

2. Aðgerðir sveitarstjórnar til viðspyrnu vegna Covid-19 - 2003023

Staða viðspyrnuaðgerða kynnt.

Efnahagslegar afleiðingar Covid-19 á sveitarfélagið hafa verið miklar, þrátt fyrir að sveitarfélagið hafi tekið 150 milljóna lán á árinu og ráðist í framkvæmdir sem hefði ekki verið ráðist í ella. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun voru samtals 56 atvinnuleitendur í Skútustaðahreppi þann 6. nóvember sl. Atvinnuleysi er því 17,6%. Fjöldi íbúa í Skútustaðahrepp við lok þriðja ársfjórðungs 2020 var samtals 480, en við lok fyrsta ársfjórðungs var fjöldi íbúa 510.

Lagt fram

3. Landsvirkjun - ósk um breytingu á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar - 2005016

Helgi Héðinsson og Elísabet Sigurðardóttir véku af fundi vegna vanhæfis en Friðrik Jakobsson og Alma Dröfn Benediktsdóttir varamenn tóku sæti þeirra. Sigurður Guðni Böðvarsson varaoddviti tók við stjórn fundarins. 

Tekin er fyrir breytingartillaga á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar. Breytingin felst í því að skilgreint er niðurdælingasvæði og staðsett niðurdælingahola fyrir förgun á þéttivatni frá Kröflustöð. Erindið var tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar þann 16. júní 2020 sem lagði til við sveitarstjórn að hún heimili að tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Opinn kynningarfundur var haldinn að Hlíðavegi 6 mánudaginn 5. október í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem komu fram eftirfarandi athugasemdir:
Ekkert samráð hefur verið haft við landeigendur vegna tillögunnar.
Landeigendur telja að framkvæmdaraðili hafi ekki sýnt fram á að hann hafi yfir landréttindum að ráða með vísan í dóm Hæstaréttar í máli nr. 560/2009.

Athugasemdir gefa ekki tilefni til breytinga á tillögunni.

Frestað

4. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Friðrik og Alma véku af fundi og Helgi og Elísabet tóku sæti sitt á ný. Helgi tók við stjórn fundarins.

Lagt fram

5. Nefndastarf Skútustaðahrepps - 2009005

Kristján Sævarsson og Ragnheiður Jóna Leví Grétarsdóttir hafa beðist lausnar frá atvinnumála- og framkvæmdanefnd vegna flutnings úr sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn þakkar Kristjáni og Ragnheiði Jónu kærlega fyrir störf sín í þágu sveitarfélagsins og óskar þeim góðs gengis á nýjum vettvangi.

Atvinnumála- og framkvæmdanefnd vinnur nú að mótun atvinnu-og nýsköpunarstefnu. Varamenn hafa setið fundi nefndarinnar í tengslum við það.

Stefnt er að því að aðal- og varamenn taki þátt í störfum nefndarinnar fram að jólum en stefnt er að því að um áramót liggi fyrir markmið atvinnu-og nýsköpunarstefnu. Stefnt er að kynningu markmiðanna snemma á nýju ári, samhliða mótun aðgerðaáætlunar á grunni markmiðanna.

Sveitarstjórn skipar Soffíu Kristínu Jónsdóttur í stað Kristjáns Sævarssonar og Böðvar Pétursson í stað Ragnheiðar Jónu Leví Grétarsdóttur og óskar þeim velfarnaðar í starfi.

Samþykkt

6. Atvinnumála- og framkvæmdanefnd: Fundargerðir - 1809012

Lögð fram 14. fundargerð atvinnumála- og framkvæmdanefndar dags 27 okt 2020. Fundargerðin er í tveimur liðum.

Lagt fram

7. Umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1611036

Lögð fram fundargerð 17. fundar umhverfisnefndar dags. 2.nóvember 2020. Fundargerðin er í fimm liðum.

Lagt fram

8. Velferðar- og menningarmálanefnd: Fundargerðir - 1809010

Lögð fram fundargerð 21. fundar velferðar- og menningarmálanefndar dags 3. nóvember 2020. Fundargerðin er í fimm liðum.

Liður 1 - Styrkumsóknir 2020 - seinni úthlutun - 2002031:

Í samræmi við reglur um úthlutun menningarstyrkja í Skútustaðahreppi og fjárhagsáætlun 2020 auglýsti velferðar- og menningarmálanefnd eftir umsóknum til menningarstarfs í sveitarfélaginu en þetta er seinni úthlutun ársins 2020. Skútustaðahreppur veitir styrki til einstaklinga, hópa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana til almennrar menningarstarfsemi eða verkefni. Við mat á umsóknum skal menningarstefna Skútustaðahrepps höfð til hliðsjónar. Auk þess er horft til eftirfarandi þátta: - Hvernig verkefnið / starfsemin auðgar menningarlífið í Skútustaðahreppi og hvernig fjármunirnir nýtist í því samhengi. - Hversu líklegt er að verkið verði framkvæmt, laði að frekara fjármagn og aðstandendur verkefnisins geti hrint því í framkvæmd. - Gæða, vinnslu og framsetningar umsóknar, sýn umsækjenda og fagleg vinnubrögð.

Fimm umsóknir bárust: Umsókn 1 - Soffía Kristín Jónsdóttir f.h. Lake Mývatn Concert series. Sótt um 600.000 kr.
Umsókn 2 - Sandra Haraldsdóttir. Hóptímaþjálfun, þrek og styrk. Sótt um 303.600.
Umsókn 3 - Laufey Sigurðardóttir f.h. Músík í Mývatnssveit. Sótt um 300.000 kr.
Umsókn 4 - Helgi Héðinsson f.h Veiðifélags Mývatns. Sótt um 245.000 kr.
Umsókn 5- Ragnheiður Jóna Leví Grétarsdóttir. F.h Mývatn Tours. Sótt um 210.500 kr.

Velferðar- og menningarmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að umsókn nr. 1 verði styrkt um 260.000 kr, umsókn nr. 3 um 200.000 kr, umsókn nr. 4 um 129.500 kr og umsókn nr. 5 Um 210.500 kr. Formanni er falið að ræða við sveitarstjóra varðandi umsókn nr. 2 eins og um var rætt. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með að Veiðifélag Mývatns sýni áhuga á því að halda í gamlar hefðir og kynna þessa veiðiaðferð og menningu sveitarinnar fyrir skólabörnum.

Samþykkt samhljóða.
Helgi Héðinsson vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.

Lagt fram

9. Menningarmiðstöð Þingeyinga - Fundargerðir - 1910018

Lagðar voru fram fundargerðir 14. fundar stjórnar MMÞ 2020 sem og fundargerð 15. fundar stjórnar. Þá var lögð fram fundargerð aðalfundar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga frá 3. júní 2020.

Lagt fram

10. Samtök orkusveitarfélaga; Aðalfundur 2020 - 2010014

Lagt fram

Fundi slitið kl. 11:15.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020