20. fundur skóla- og félagsmálanefndar haldinn í Skjólbrekku
21. október 2020, kl. 11:00.
Fundinn sátu:
Alma Dröfn Benediktsdóttir formaður, Arnar Halldórsson, Sylvía Ósk Sigurðardóttir, Helgi Arnar Alfreðsson.
Fundargerð ritaði: Alma Dröfn Benediktsdóttir, formaður.
Dagskrá:
1. Menntamálastofnun - Ytra mat á Reykjahlíðarskóla - 1811020
Skólastjóri fór yfir stöðu umbótaáætlunar í kjölfar ytra mats Menntamálastofnunar. Samið var við Tröppu ehf. um umsjón og eftirfylgni umbótaáætlunarinnar. Vinnan gengur samkvæmt áætlun. Samningur við Tröppu hefur verið uppfærður.
Skólastjóri fór yfr stöðuna og þau verkefni sem eru í gangi.
2. Reykjahlíðarskóli - Starfsáætlun - 1901018
Skólastjóri lagði fram starfsáætlun fyrir skólaárið 2020-2021.
Nefndin þakkar Sólveigu kynninguna og samþykkir starfsáætlunina fyrir skólaárið.
3. Reykjahlíðarskóli- Öryggishandbók - 2010020
Skólastjóri kynnti nýja öryggishandbók fyrir skólann.
Nefndin þakkar kynninguna og lýsir yfir ánægju sinni með vel unna öryggishandbók.
Nefndin óskar eftir að fá að fylgjast með og taka þátt í þeim úrbótum sem þörf er á.
4. Reykjahlíðarskóli- Fréttabréf - 2010021
Skólastjóri kynnti fréttabréf sem starfsfólk skólans mun gefa út einu sinni í mánuði með upplýsingum til foreldra um skólastafið.
Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með skemmtilegt og líflegt fréttabréf og myndböndin sem hafa verið send til foreldra úr skólastarfinu.
5. Fræðslustjóri að láni- samningur - 2010019
Sveitarfélögin Norðurþing, Langanesbyggð, Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppur gera með sér samkomulag um verkefnið fræðslustjóri að láni. Samkomulagið felur í sér að vinna saman að fræðslugreiningu meðal starfsmanna á fræðslusviði framangreindra sveitarfélaga í samvinnu við Þekkinganet Þingeyinga.
6. Útikennslusvæði leik- og grunnskóla - 1902023
Samkvæmt skólastefnu Skútustaðahrepps er gert ráð fyrir að skoðað verði með útikennslusvæði fyrir Reyjahlíðarskóla og leikskólann Yl í samráði við landeigendur sem hafa tekið vel í þessar hugmyndir. Borist hefur tölvupóstur frá Guðrúnu Maríu formanni landeigenda þar sem koma fram nokkur atriði varðandi útisvæðið sem hafa ber í huga við framkvæmdir.
Að þeim skilyrðum uppfylltum er hægt að hefja framkvæmdir.
1. Menn gera sér grein fyrri að þetta er fjárgirðing og ég tek ekki ábyrgð á skemmdum sem gætu orðið á "mannvirkjum"
2. Framkvæmdir þurfa að vera afturkræfar
3. Ekki má planta öðrum gróðurtegundum en þeim sem fyrir eru á staðnum
4. Samkomulagið er til 10 ára ef það verður ekki framlengt er sveitarfélagið ábyrgt fyrir að fjarlægja mannvirki sem reist hafa verið og ganga frá svæðinu aftur.
Nefndin fagnar því að málið sé komið í farveg og felur Helga ásamt stýrihóp að halda áfram með verkefnið og gera framkvæmdaráætlun í framhaldinu. Málið verður tekið aftur fyrir á næsta fundi.
7. Leikskólinn Ylur; Endurskoðun sumarlokunar - 1810018
Leikskólastjóri lagði fram tillögur að sumarlokun 2021. Ákveðið var á síðasta fundi að minnka sumarlokun úr 5 vikum í 3 vegna breyttra aðstæðna í samfélaginu sökum COVID-19.
Leikskólastjóri leggur til að sumarlokun leikskólans verði frá 12. júlí til 30. júlí.
Foreldrar þurfa þó að taka fjögurra vikna samfellt frí fyrir börnin sín en hafa þá val um að bæta einni viku við fyrir framan eða aftan. Þeir sem vilja geti tekið lengra frí en foreldrum ber að láta vita til leikskólastjóra fyrir 17. maí næstkomandi hvenær börnin fara í frí og hversu lengi.
Vísanin í samfellt sumarleyfi, 8. gr. í reglugerð um starfsumhverfi leikskóla. https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/655-2009
Dvalartími barna.
Starfsemi og skipulag leikskólastarfs skal taka mið af aldri, þörfum og hagsmunum barna með sérstöku tilliti til daglegs dvalartíma. Æskilegt er að dvalartími barna í leikskóla sé að jafnaði ekki lengri en níu klst. á dag.
Gera skal ráð fyrir að börn fái a.m.k. 4 vikna sumarleyfi.
Nefndin samþykkir fyrirkomulagið fyrir sumarið 2021. Vegna óvissutíma í samfélaginu verður fyrirkomulagið endurskoðað að ári.
8. Stytting vinnuviku - 2009018
Leikskólastjóri fór yfir útfærslu af skipulagi styttingu vinnuvikunnar sem tekur gildi 1. janúar 2021.
Fundi slitið kl. 12:30.