47. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 28. október 2020

47. fundur haldinn í Sel- hótel Mývatn

28. október 2020 og hófs kl. 09:15

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson, Elísabet Sigurðardóttir, Sigurður Böðvarsson, Halldór Þorlákur Sigurðsson, Dagbjört Bjarnadóttir og Sveinn Margeirsson.

 

 

Fundargerð ritaði:  Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri.

 

 

Dagskrá:

 

1.

Fjárhagsáætlun 2021-2024 - 2008025

 

Sveitarstjóri gerði grein fyrir vinnu vegna fjárhagsáætlunar Skútustaðahrepps 2021-2024. Oddviti leggur til að áætluninni verði vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn 25. nóvember næstkomandi.

Lagt til að álagningarhlutfall útsvars verði óbreytt á árinu 2021, þ.e. 14,52%.

 

Samþykkt samhljóða

 

Samþykkt

     

2.

Aðgerðir sveitarstjórnar til viðspyrnu vegna Covid-19 - 2003023

 

Farið yfir aðgerðir sveitarstjórnar til viðspyrnu vegna COVID-19, sem kynntar voru á fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2020.

 

Lagt fram

     

3.

Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - Lánasamningur - 2004008

 

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti á fundi sínum 8. apríl s.l. 15 verndar- og viðspyrnuaðgerðir fyrir starfsemi sína. Viðhalds- og framkvæmdaáætlun Skútustaðahrepps samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2020 var þá 122,5 m.kr. Átti að fjármagna framkvæmdirnar með veltufé en ljóst var að miðað við sviðsmyndagreiningu þá gengu þær forsendur ekki upp. Því stóð sveitarstjórn frammi fyrir því að þurfa að taka lán fyrir framkvæmdum ársins sem og fleiri viðspyrnuaðgerðum. Í kjölfarið var tekið langtímalán að upphæð 150 milljónir króna.

Fyrir liggur að framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins á árinu 2021 munu verða mikilvægur hluti af viðspyrnu samfélagsins í efnahagslegu tilliti. Þegar hafa ýmsar mikilvægar framkvæmdir verið ræddar í því samhengi, s.s. áframhald göngu-og hjólreiðastígs, framkvæmdir við Íþróttamiðstöð Skútustaðahrepps og frekari uppbygging íbúabyggðar.

Drög að fjárhagsáætlun gefa til kynna að veltufé frá rekstri verði af skornum skammti. Til að fjármagna megi framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins er því nauðsynlegt að leita til lánasjóðs sveitarfélaga varðandi frekari lántökur.

 

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð allt að 120 m.kr. í samræmi við skilmála Lánasjóðsins. Því er beint til sveitarstjóra að horfa sérstaklega til "grænna" lánveitinga, enda sveitarfélagið með áherslu á umhverfismál í rekstri sínum.

     

4.

Gæðastýring í sauðfjárrækt- eftirlit og úttekt - 2010024

 

Landgræðslan og Atvinnu- og nýsköpunarráðurneytið gerðu með sér samning í janúar 2020, í samræmi við 2. Mgr.2.gr. reglurgerðar um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu nr. 511/2018, að annast eftirlit og úttekt skv. IV. Kafla reglugerðarinar, á samningstímanum. Með bréfi þessu óskar Landgræðslan eftir upplýsingum og staðfestingu frá sveitarfélaginu Skútustaðahrepp um hvaða dag upprekstur hófst á Austurfjöll og dagsetning smölunar á svæðinu fyrir árið 2020.

 

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að svara erindi Landgræðslunnar.

 

Samþykkt

     

5.

Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

 

Lagt fram

     

8.

Velferðar- og menningarmálanefnd: Fundargerðir - 1809010

 

Fundargerð 20. fundar velferðar- og menningarmálanenfdar dags. 6. október 2020. Fundargerðin er í fjórum liðum.

 

Lagt fram

     

9.

Samtök orkusveitarfélaga; Aðalfundur 2020 - 2010014

 

Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga verður haldinn með fjarfundarformi fimmtudaginn 29. október kl. 13:00.
Lagðir fram ársreikningar 2018 og 2019 sem og tillögur að fjárhagsáætlun, einnig fundargerð síðasta fundar.

 

Lagt fram

     

10.

Samband íslenskra sveitarféalga landsþing 17. október 2020 - 2010018

 

Boðun á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga föstudaginn 18. desember 2020.
Í ljósi aðstæðna verður landsþingið haldið rafrænt og hefst það kl. 10:00 og stefnt er að því að þingstörfum ljúki um kl. 13:00 sama dag.
Sveitarstjórnir kjósa fulltrúa á landsþing sambandsins að afloknum almennum sveitarstjórnarkosningum til fjögurra ára og gildir kosningin út kjörtímabilið, sbr. 5. gr. samþykkta sambandsins. Hafi orðið breytingar hjá einstökum sveitarfélögum er þess óskað að ný kjörbréf verði send skrifstofu sambandsins í síðasta lagi 30. nóvember 2020.
Landsþingsfulltrúar verða boðaðir til þingsins með sérstöku bréfi með dagskrá landsþingsins og gögnum. Þess er óskað að landsþingsfulltrúum verði kynnt efni þessa bréfs. Skráning fer fram á vef sambandsins þegar nær dregur landsþingi.

 

Lagt fram til kynningar.

 

Lagt fram

     

12.

Upplýsingar um rekstur Vaðlaheiðarganga - 2010026

 

Lagt er til að sveitarstjóra verði falið að afla upplýsinga um rekstur Vaðlaheiðaganga, þ.m.t. skuldir, rekstur og afkomu.

Skútustaðahreppur er eigandi að um 2% hlut í félaginu Greið leið ehf, sem er eigandi að 53.64% í Vaðlaheiðargöngum.

     

6.

Umhverfisnefnd Fundargerðir - 1611036

 

Fundargerð 16. fundar Umhverfisnefndar. dags 5.október 2020. Fundargerðin er í tveimur liðum

 

Lagt fram

     

7.

Skóla- og félagsmálanefnd: Fundargerðir - 1809011

 

Lögð fram 20. fundargerð skóla- og félagsmálanefndar dags 21. okt 2020. Fundargerðin er í átta liðum.

 

Lagt fram

     

11.

SSNE - Fundargerðir - 1611006

 

Lögð fram fundargerð 14. fundar stjórnar samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra dags. 30. september 2020 í fjarfundarbúnaði. Fundargerðin er í liðum.
Einnig lögð fram fundargerð 15. fundar stjórnar samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra dags. 14. október 2020 í fjarfundarbúnaði. Fundargerðin er í 5 liðum.

 

Lagt fram

     

Fundi slitið kl. 12:15


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Umhverfisnefnd / 25. febrúar 2021

19. fundur Umhverfisnefndar

Skóla- og félagsmálanefnd / 25. febrúar 2021

23. fundur skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 27. janúar 2021

22. fundur

Skipulagsnefnd / 16. febrúar 2021

31. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 24. febrúar 2021

55. fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn / 11. febrúar 2021

54. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 21. janúar 2021

17. fundur

Sveitarstjórn / 28. janúar 2021

53. fundur

Skipulagsnefnd / 19. janúar 2021

30. fundur skipulagsnefndar

Atvinnumálanefnd / 24. janúar 2021

17. fundur

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Sveitarstjórn / 16. desember 2020

51. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar I/II

Atvinnumálanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Atvinnumálanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Atvinnumálanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. september 2020

12. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Atvinnumálanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. nóvember 2020

15. fundur

Atvinnumálanefnd / 11. desember 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 9. desember 2020

50. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Nýjustu fréttir

HAMINGJUKÖNNUN 2021

 • Fréttir
 • 3. mars 2021

Viltu hafa áhrif á sögu Mývatnssveitar?

 • Fréttir
 • 24. febrúar 2021

Störf án stađsetningar

 • Fréttir
 • 23. febrúar 2021

55.fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 22. febrúar 2021

Gildandi takmörkun á samkomum

 • Fréttir
 • 8. febrúar 2021

54. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 8. febrúar 2021