Auglýst eftir umsóknum um styrki til menningarstarfs
Í samræmi við reglur um úthlutun menningarstyrkja í Skútustaðahreppi auglýsir velferðar- og menningarmálanefnd eftir umsóknum til menningarstarfs í sveitarfélaginu en þetta er seinni úthlutun ársins 2020.
Skútustaðahreppur veitir styrki til einstaklinga, hópa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana til almennrar menningarstarfsemi eða verkefni.
Við mat á umsóknum skal menningarstefna Skútustaðahrepps höfð til hliðsjónar. Auk þess er horft til eftirfarandi þátta:
- Hvernig verkefnið / starfsemin auðgar menningarlífið í Skútustaðahreppi og hvernig fjármunirnir nýtist í því samhengi.
- Hversu líklegt er að verkið verði framkvæmt, laði að frekara fjármagn og aðstandendur verkefnisins geti hrint því í framkvæmd.
- Gæða, vinnslu og framsetningar umsóknar, sýn umsækjenda og fagleg vinnubrögð.
Sótt skal um verkefnastyrki á þar til gerðu eyðublaði á heimasíðu Skútustaðahrepps (undir Stjórnsýsla > Skjöl og útgefið efni > Umsóknareyðublöð).
Umsóknir skal senda á netfangið skutustadahreppur@skutustadahreppur.is. Umsóknarfrestur er til og með 30. október 2020.
AÐRAR FR?TTIR
Fréttir / 19. janúar 2021
Fréttir / 18. janúar 2021
Fréttir / 12. janúar 2021
Fréttir / 21. desember 2020
Fréttir / 13. desember 2020
Fréttir / 14. desember 2020
Fréttir / 14. desember 2020
Fréttir / 12. desember 2020
Fréttir / 8. desember 2020
Fréttir / 7. desember 2020
Fréttir / 3. desember 2020
Fréttir / 27. nóvember 2020
Fréttir / 23. nóvember 2020
Fréttir / 19. nóvember 2020
Fréttir / 19. nóvember 2020
Fréttir / 19. nóvember 2020
Fréttir / 17. nóvember 2020