Tilkynning frá viđbragđsteymi COVID-19

 • Fréttir
 • 5. október 2020

Í ljósi hertra aðgerða stjórnvalda til að spyrna við útbreiðslu COVID-19 hefur viðbragðsteymi Skútustaðahrepps hafið vikulega fundi að nýju. Á fundunum verður farið yfir stöðuna í þjóðfélaginu að hverju sinni og ákvarðanir varðandi takmarkanir í okkar samfélagi teknar í kjölfarið.

Gildandi takmarkanir á samkomubanni tóku gildi í dag 5. október og gildir til og með 19. október. Þessar takmarkanir eru í stöðugu endurmati þannig að hægt sé að draga úr þeim eða þá lengja tímabilið sem þær gilda ef þörf þykir.

Miðað er við að fjöldi einstaklinga sem kemur saman sé ekki fleiri en 20 fullorðnir, hvort sem er í einkarýmum eða í opinberum rýmum. Grímuskylda er þar sem ekki er hægt að tryggja meters fjarlægð milli ótengdra einstaklinga.

Fjöldatakmörkun, almenn nálægðartakmörkun og grímuskylda á ekki við um börn fædd 2005 eða síðar.

Tekin hefur verið ákvörðun um að loka líkamsræktaraðstöðunni í Íþróttamiðstöð Skútustaðahrepps en áfram verður hægt að stunda þjálfun í sal með gildandi fjöldatakmörkunum og sóttvörnum. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá starfsfólki ÍMS.

Mjög takmarkað aðgengi er fyrir almenning að bæði Reykjahlíðarskóla og að Leikskólanum Yl.

Verið er að vinna að útfærslu á félagsstarfi eldri borgara og verður komið með frekari upplýsingar síðar.

Nánari upplýsingar varðandi gildandi takmarkanir er hægt að lesa inn á https://www.covid.is/flokkar/gildandi-takmarkanir-i-samkomubanni

Viðbragðsteymi Skútustaðahrepps áréttar að afar mikilvægt er að fólk gæti að eigin sóttvörnum og fari að leiðbeiningum um sóttkví og einangrun. Högum okkur öll í samræmi við samkomubann og gætum að fjarlægðarmörkum. Við erum öll almannavarnir!


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FR?TTIR

Fréttir / 23. nóvember 2020

49. fundur

Fréttir / 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

Fréttir / 17. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

Fréttir / 4. nóvember 2020

Opnunartími á skrifstofu Skútustađahrepps

Fréttir / 3. nóvember 2020

Vegna samverustunda eldri borgara

Fréttir / 30. október 2020

Tilmćli til rjúpnaskyttna

Fréttir / 28. október 2020

COVID-19

Fréttir / 24. október 2020

Umhverfisverđlaun Skútustađahrepps 2020

Fréttir / 24. október 2020

47. fundur sveitarstjórnar

Fréttir / 20. október 2020

TAKTU ŢÁTT Í MÓTUN SAMFÉLAGSINS

Fréttir / 20. október 2020

Stundatafla ÍMS veturinn 2020-2021

Fréttir / 20. október 2020

Tilkynning frá viđbragđsteymi COVID-19

Fréttir / 20. október 2020

Hamingjuganga- Laugardaginn 24. október

Fréttir / 14. október 2020

Menningarverđlaun Skútustađahrepps 2020

Fréttir / 13. október 2020

Hamingjuganga í dag, 13. október

Nýjustu fréttir

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020

Tilkynning frá viđbragđsteymi COVID-19

 • Fréttir
 • 1. nóvember 2020

Sveitarstjórapistill 29. október

 • Fréttir
 • 28. október 2020

Hamingjuganga á fyrsta vetrardag.

 • Fréttir
 • 24. október 2020

Sveitarstjóraspjall í fjarfundi

 • Fréttir
 • 21. október 2020