Fundargerð
16. fundur umhverfisnefndar haldinn að Hlíðavegi 6,
5. október 2020, kl. 13:00.
Fundinn sátu:
Arnþrúður Dagsdóttir, formaður. Sigurður Erlingsson, varamaður, Alma Dröfn Benediktsdóttir, aðalmaður, varamaður, Bergþóra Hrafnhildardóttir, aðalmaður og Ingi Yngvason, varamaður.
Fundargerð ritaði: Alma Dröfn Benediktsdóttir
Dagskrá:
1. Umhverfisverðlaun Skútustaðahrepps - 1808036
Umhverfisverðlaun 2020 verða afhent fyrsta vetrardag 24. október. Alls bárust átta tilnefningar.
Lagðar fram tilnefningar til Umhverfisverðlauna Skútutstaðahrepps 2020 sem verða afhent á Slægjufundi. Alls bárust átta tilnefningar.
Ingi Þór vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Afgreiðsla færð í trúnaðarbók.
2. Úrgangsgryfja- erindi frá Birki Fanndal - 2010003
Lagt fram erindi frá Birki Fanndal sem barst umhverfisnefnd dags 8. ágúst 2020, varðandi úrgangsgryfju undir Kolatorfu þar sem hann óskar eftir að umgengni og umsjón svæðisins verði skoðuð.
Umhverfisnefnd þakkar Birki Fanndal fyrir erindið og felur formanni að kanna málið frekar og koma því í réttan farveg. Málið verður aftur á dagskrá næsta fundar.
Fundi slitið kl. 15:00.
Arnþrúður Dagsdóttir
Sigurður Erlingsson
Alma Dröfn Benediktsdóttir
Ingi Yngvason
Bergþóra Hrafnhildardóttir