Viđspyrna í Skútustađahreppi

 • Fréttir
 • 18. ágúst 2020

Sigurður Ingi Jóhannsson, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur kynnt ákvörðun Ríkisstjórnar um 32 milljóna fjárfestingu ríkisins í viðspyrnuaðgerðum í Skútustaðahreppi. Fjárfesting ríkisins verður nýtt til að stuðla að nýsköpun innan sveitarfélagsins, skapa grundvöll fyrir fjölbreyttara atvinnulíf og styðja við samfélagið í Mývatnssveit á þeim krefjandi tímum sem nú eru.

Mývetnskt samfélag er tilbúið að takast á við áskoranir og hefur grasrótarstarf m.a. leitt til mótunar sex aðgerða sem í dag er unnið að í verkefninu Nýsköpun í norðri, en það hófst í ágúst 2019 og er unnið í samstarfi við Þingeyjarsveit. Þá hefur síðustu ár verið unnið samkvæmt stefnu sveitarfélagsins að Hamingjuverkefni Skútustaðahrepps, en það var afrakstur stefnumótunarvinnu innan samfélagsins.

Þær aðgerðir sem munu verða framkvæmdar hafa sterka skírskotun í stefnumótun innan sveitarfélagsins, m.a. stefnumótun aðila í ferðaþjónustu sem unnið var að á árunum 2016-2018. Sú stefnumótun hefur jafnframt mikilvægu hlutverki að gegna í uppfærslu aðalskipulags Skútustaðahrepps, sem nú er unnið að.  

Sú 32 milljóna fjárfesting sem ríkið leggur í með viðspyrnuaðgerðunum skiptir miklu máli fyrir Skútustaðahrepp. Fjárfesting í nýsköpun og innviðum er í góðu samræmi við vilja íbúa og auðveldar sveitarfélaginu að nýta kraft og hugmyndaauðgi samfélagsins til að stuðla að efnahagslegum vexti sem fer fram í sátt við samfélag og umhverfi.

Eftirfarandi eru þær aðgerðir sem áætlanir gera ráð fyrir að fjárfestingin nái til:

 1. Framkvæmd aðgerða Nýsköpunar í norðri (NÍN)
 2. Fýsileikagreining orkukosta
 3. Hamingjuverkefni Skútustaðahrepps
 4. Hofsstaðir í Laxárdal: Kraftur sögunnar
 5. Störf án staðsetningar

Nánari upplýsingar veitir Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri, í síma 680 6666.


Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir

Menningarverđlaun Skútustađahrepps 2020

 • Fréttir
 • 14. október 2020

Hamingjuganga í dag, 13. október

 • Fréttir
 • 13. október 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 6. október 2020

46. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 4. október 2020

Tilkynning frá Rarik

 • Fréttir
 • 29. september 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 23. september 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 17. september 2020

Skrifstofufulltrúi óskast

 • Fréttir
 • 9. september 2020