Skipulagsfulltrúi óskast

 • Fréttir
 • 11. ágúst 2020

Skútustaðahreppur auglýsir 100% starf skipulagsfulltrúa laust til umsóknar. Skútustaðahreppur er í góðu samstarfi við Þingeyjarsveit í skipulags, -byggingar- og nýsköpunarmálum og hafa sveitarfélögin sett sér að markmiði að vera í fararbroddi í loftslagsmálum. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf í lifandi umhverfi, þar sem hugmyndaauðgi og drifkraftur fá að njóta sín.

Menntunar og hæfniskröfur:

Háskólamenntun í samræmi við ákvæði skipulagslaga.

Reynsla af verkefnastjórnun, þátttaka í nýsköpunarverkefnum og þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur.

Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.

Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Góð samskiptahæfni.

Starfssvið:

Yfirumsjón með starfi að skipulagsmálum og öðru því sem undir starfið heyrir samkvæmt starfslýsingu.

Framkvæmd verkefna í samræmi við samþykktir sveitarstjórnar hverju sinni.

Umsjón með gerð fjárhagsáætlana, starfsáætlana og framkvæmdaáætlana sem undir starfið heyra.

Undirbúningur fyrir og umsjón með fundum skipulagsnefnda.

Eftirlit með framkvæmd samninga, laga og reglugerða sem gilda hverju sinni og heyra undir sviðið.

Samskipti við opinberar stofnanir, íbúa sveitarfélagsins og aðra þá sem tengjast verkefnum sviðsins.

Önnur verkefni sem undir starfið heyra hverju sinni.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til 23. ágúst 2020.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sveinn Margeirsson sveitarstjóri í síma 680 6666.

Í Mývatnssveit búa um 500 manns. Við erum fjölskylduvænt, heilsueflandi samfélag þar sem er öflugt leikskóla- og grunnskólastarf, boðið er upp á ókeypis skólamáltíðir fyrir börn og ókeypis frístund. Í Þingeyjarsveit búa um 900 manns og er samanlögð stærð beggja sveitarfélaga um 12 þúsund ferkílómetrar.

Umsóknir ásamt ítarlegri starfsferilsskrá og kynningarbréfi skulu sendar til skutustadahreppur@skutustadahreppur.is


Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir

Menningarverđlaun Skútustađahrepps 2020

 • Fréttir
 • 14. október 2020

Hamingjuganga í dag, 13. október

 • Fréttir
 • 13. október 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 6. október 2020

46. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 4. október 2020

Tilkynning frá Rarik

 • Fréttir
 • 29. september 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 23. september 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 17. september 2020

Skrifstofufulltrúi óskast

 • Fréttir
 • 9. september 2020