Sögulegir samningar viđ landeigendur

  • Fréttir
  • 11. júní 2020

Segja má að sveitarstjórnarfundurinn í morgun hafi verið sögulegur að mörgu leyti því þá samþykkti sveitarstjórn fyrir sitt leyti samning við Landeigendafélagið í Vogum um nýjan hitaveitusamning. Um var að ræða viðauka við nýja samning sem samþykktur var í mars en í viðaukasamningnum voru gerð nokkur sérákvæði. Þar með lýkur áratuga deilum um hitaveitumálin eða frá því landeigendur í Vogum sögðu upp árið 1991 gamla hitaveitusamningnum frá 1971.

Í febrúar s.l. var einnig gerður samningur við Landeigendafélag Reykjahlíðar um viðauka við samninginn frá 1971 og þar með lauk einnig áralöngum deilum um hitaveitumálin.

Er sérstakt fagnaðarefni að ljúka við gerð beggja þessara samninga og sátt og friður náist um starfsemi hitaveitunnar til framtíðar.


Deildu ţessari frétt