Ungmennaráđ fundađi međ sveitarstjórn

  • Fréttir
  • 11. júní 2020

Ungmennaráð Skútustaðahrepps mætti á fyrsta sinn á fund sveitarstjórnar Skútustaðahrepps. Fyrir hönd ungmennaráðs mættu Helgi James Price Þórarinsson, Inga Þórarinsdóttir og Arna Þóra Ottósdóttir. Í ungmennaráðinu eru jafnframt Dóróthea Gerður Örnólfsdóttir og Anna Mary Yngvadóttir. Fyrsti fundur ungmennaráðs var haldinn 16. janúar s.l. en ráðið hefur alls haldið fimm fundi.

Helgi, Inga og Arna fóru yfir helstu áherslur ungmennaráðsins sem eru m.a. umferðaröryggismál, aðkoma að skóla og íþróttahúsi, lagfæring á leiktækjum í skólanum, leiðbeina ungu fólki í líkamsræktinni, starfsemi félagsmiðstöðvar, hinsegin fræðsla fyrir almenning, regnbogagangstétt, samráðsvettvangur ungmennaráða á svæði SSNE, hundasvæði, sundlaugarmál o.fl.

Sveitarstjórn þakkar ungmennaráði fyrir góðar hugmyndir og gott samtal um málefni ungs fólks. Hugmyndunum verður vísað í viðeigandi nefndir, í framkvæmd það sem hægt er og til gerðar fjárhagsáætlunar.

Sveitarstjórn lýsir yfir mikilli ánægju með að starfsemi ungmennaráðs er komin af stað. Mikilvægt er fyrir sveitarfélagið að hlusta á sjónarmið unga fólks og bjóða þeim meiri aðkomu að málefnum sveitarfélagsins.


Deildu ţessari frétt