Eitt tilboð barst í útboði á endurnýjun á þaki á Reykjahlíðarskóla, frá Húsheild ehf. Kostnaðaráætlun var 36,6 m.kr. en tilboð Húsheildar ehf. var 14% yfir kostnaðaráætlun. Verkís sá um gerð verklýsingar, magnskrár, kostnaðaráætlunar og útboðsgagna. Farið var í skýringarviðræður við Húsheild ehf. þar sem gerðar voru breytingar á nokkrum þáttum og er því nýtt tilboð Húsheildar ehf. 39,3 m.kr. eða 7,4% yfir kostnaðaráætlun.
Sveitarstjórn samþykkti tilboð Húsheildar ehf. samhljóða. Verkið rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins.
Leki hefur verið vandamál á þaki Reykjahlíðarskóla undanfarin ár. Hluti af verkinu verður að loka þakgluggum skólans