28,4 milljón króna hagnađur af rekstri sveitarfélagsins 2019

  • Fréttir
  • 2. júní 2020

Ársreikningur Skútustaðahrepps 2019 var lagður fram til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar í gær. Rekstur sveitarfélagsins á seinasta ári gekk heilt yfir með ágætum. Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 603,1 milljónum króna, þar af námu rekstrartekjur A hluta 530,9 milljónir króna. Rekstrarafgangur samstæðunnar var 28,4 milljónir króna sem var 43,6 milljónum króna undir áætlun. Rekstrarniðurstaða A-hluta var neikvæð að fjárhæð 17,6 milljón króna.  Metár var í fjárfestingum sveitarfélagsins á árinu 2019 eða 218 milljónir króna og voru þær að mestu fjármagnaðar með handbæru fé. Handbært fé í árslok 2019 var 69,8 milljónir króna. Helstu frávik í rekstri voru lægri skatttekjur en áætlað var, aðrar tekjur voru hærri en áætlað var en launakostnaður og framkvæmdir voru talsvert umfram áætlun.

Helstu þættir ársreiknings

Heildareignir í samanteknum reikningsskilum A og B hluta eru 931,2 milljónir króna. Heildarskuldir og skuldbindingar eru 299,7 milljónir króna. Lífeyrisskuldbinding hækkar frá árinu 2019 og nemur 84,8 milljónum króna og þar af er áætluð næsta árs greiðsla 2,2 milljónir króna. Skuldahlutfall A- og B-hluta skv. 2. tl. 64. gr. sveitarstjórnarlaga nemur 49,7% af reglulegum tekjum.  Eigið fé í samanteknum reikningsskilum er 631,5 milljónir króna og er eiginfjárhlutfall 67,8%.  Veltufjárhlutfall samstæðunnar var 0,71. Rekstur í samanteknum reikningsskilum A og B hluta skilaði 37,6 milljónum króna í veltufé frá rekstri sem er 6,2% af heildartekjum.

Helstu frávik

Helstu frávik í rekstri samantekinna reikningsskila A og B hluta eru að útsvar og fasteignaskattur eru 18,8  milljónum króna lægri en áætlun gerði ráð fyrir, framlög Jöfnunarsjóðs eru 2,8 milljónum króna hærri en áætlun, aðrar tekjur eru 40,6 milljónum króna hærri en áætlun, laun og launatengd gjöld eru 59,7 milljónum króna hærri en áætlun, annar rekstrarkostnaður er 7,8 milljónum króna hærri en áætlun gerði ráð fyrir, fjármunatekjur og fjármagnsgjöld eru 1,5  milljónum króna hagstæðari en áætlun gerði ráð fyrir. Afskriftir eru 2,1 milljón króna hærri en áætlað var.

Metár í uppbyggingu og fjárfestingum

Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum í samanteknum reikningsskilum A og B hluta nam á árinu 2019 samtals 218 milljónum króna en áætlun gerði ráð fyrir 157 milljónum króna. Meðal helstu framkvæmda ársins voru bygging nýs leikskóla, kaup á þremur nýjum íbúðum í Klappahrauni, fyrsti áfangi göngu- og hjólreiðastígs, endurbætur á stígum í Höfða, gatnagerðarframkvæmdir, malbikunarframkvæmdir, fráveituframkæmdir, viðhaldsframkvæmdir o.fl.

Fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga miðast meðal annars við að:

- Skuldaviðmið sveitarfélaga þ.e. að heildarskuldir og skuldbindingar samstæðu í reikningsskilum séu ekki hærri en sem nemur 150% af reglulegum tekjum sveitarfélagsins. Skuldaviðmið samstæðu Skútustaðahrepps í árslok 2019 er 49,7%%.

- Fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga tilgreina einnig að rekstrarjöfnuður á hverju þriggja ára tímabili sé jákvæður og er þessi rekstrarjöfnuður hjá Skútustaðahreppi jákvæður sem nemur 221,6 milljónum króna.

Ljóst er að Covid-19 heimsfaraldurinn sem nú gengur yfir mun hafa veruleg áhrif á mörgum sviðum um allan heim, þar með talið efnahagsleg, á þessu ári. Veruleg óvissa ríkir um efnahagsleg áhrif faraldursins og vænta má að áhrif á rekstur sveitarfélagsins á þessu ári verði umtalsverð m.a. vegna lægri skatttekna og annarra tekna, frestun gjalddaga og aukinna útgjalda.

Forsendur fjárhagsáætlunar 2020 eru að miklu leyti brostnar en til að mæta tekjusamdrætti og halda sig við fjárfestingaáætlun ársins sem hluti af viðspyrnuaðgerð hefur sveitarfélagið tekið 150 m.kr. langtímalán.

 

Mynd: Frá vorhátíð leikskólans Yls á dögunum.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FR?TTIR

Fréttir / 18. janúar 2021

Sorphirđudagatal 2021

Fréttir / 11. janúar 2021

52. fundur sveitarstjórnar

Fréttir / 4. janúar 2021

Uppgjör á hitaveitu fyrir 2020

Stjórnsýsla / 21. desember 2020

Niđurstađa sveitarstjórnar auglýst

Fréttir / 16. desember 2020

Flokkum yfir jólin

Fréttir / 14. desember 2020

Nú er komiđ ađ álestri hitaveitumćla

Fréttir / 12. desember 2020

Engin Covid smit

Fréttir / 7. desember 2020

Dagskrá 50. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 3. desember 2020

Fćrđ og ađstćđur

Fréttir / 23. nóvember 2020

49. fundur

Fréttir / 19. nóvember 2020

COVID-19

Fréttir / 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

Fréttir / 17. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar