ÓKEYPIS SÁLFRĆĐI- OG HEILSURÁĐGJÖF FYRIR ÍBÚA

  • Fréttir
  • 20. maí 2020

Skútustaðahreppur býður íbúum sveitarfélagsins upp á ókeypis ráðgjöf/einstaklingsmeðferð hjá sálfræðingum og hjúkrunarfræðingum Sálfræðiþjónustu Norðurlands sem nemur allt að þremur tímum.

Allir íbúar eldri en 16 ára með lögheimili í sveitarfélaginu geta óskað eftir ráðgjöf hjá sálfræðingi eða hjúkrunarfræðingi hjá Sálfræðiþjónustu Norðurlands.

Hér er því um einstakt tækifæri að ræða.

  • Ráðgjöfin/viðtölin geta farið fram í fjarþjónustu (fjarfundabúnaði), á starfsstöð Sálfræðiþjónustu Norðurlands eða í húsnæði á vegum Skútustaðahrepps.
  • Hámark 3 viðtöl á mann.  Kostnaður: Ókeypis.
  • Tímalengd: 45 mínútur líkt og hefðbundið viðtal hjá sálfræðingi eða hjúkrunarfræðingi.

Skráning og nánari upplýsingar fara fram hjá Sálfræðiþjónustu Norðurlands í gegnum heimasíðuna www.sálfræðiþjónusta.is


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 18. maí 2020

Nýr og fullkominn slökkvibíll

Fréttir / 7. maí 2020

Dagskrá 39. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 28. apríl 2020

Ertu í leit ađ sumarstarfi 2020?

Fréttir / 16. apríl 2020

Dagskrá 38. fundar sveitarstjórnar