Sveitarstjórapistill nr. 74 er kominn út í dag 15. maí 2020 í kjölfar sveitarstjórnarfundar sem haldinn var á miðvikudaginn. Í pistlinum að þessu sinni er m.a. fjallað um:
- Geðrækt í Mývatnssveit. Einstakt verkefni þar sem í boði verða námskeið og einkatímar fyrir íbúa
- Laufey Sigurðardóttir fær Menningarverðlaun Skútustaðahrepps 2020
- Nýr slökkvibíll
- 10 sumarstörf námsmanna í Mývatnssveit
- Vinnuskóli fyrir 8.-10. bekk í sumar
- Hjóla- og gönguvika í ágúst
- Breyting á sorphirðu í Birkilandi
- Staðan á viðspyrnuaðgerðum sveitarstjórnar Skútustaðahrepps
- Starf sveitarstjóra auglýst
- Skoða ávinning af friðlýsingu svæða
- Niðurstaða hönnunarsamkeppni liggur fyrir
- Og ýmislegt fleira
Pistlarnir koma út tvisvar í mánuði, í kjölfar sveitarstjórnarfunda. Tilgangurinn er að auka upplýsingaflæði og koma því á framfæri sem verið er að vinna að hverju sinni á vettvangi sveitarstjórnarmála. Allar ábendingar eru vel þegnar. Eldri pistla má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins, www.skutustadahreppur.is
Sveitarstjórapistill nr. 74 - 15. maí 2020