Vinnuskóli Skútustađahrepps 2020 - Skráning

 • Fréttir
 • 13. maí 2020

Til þess að bregðast við atvinnuástandi í Mývatnssveit í sumar hefur verið ákveðið að bjóða upp á Vinnuskóla fyrir nemendur sem eru að klára 8., 9. og 10. bekk, þ.e. árganga 2006, 2005 og 2004. Starfstími er júní og júlí.

Skráning í Vinnuskóla:

 • Nafn nemanda:
 • Kennitala:
 • Reikningsupplýsingar fyrir laun:
 • Bekkur:
 • Nafn foreldra/forráðamanna:
 • Símanúmer foreldra/forráðamanna:
 • Netfang foreldra/forráðamanna:

Sendið skráninguna á netfangið skutustadahreppur@skutustadahreppur.is, í seinasta lagi 20. maí n.k.

ATH! Skylda er að skrá allar ofangreindar upplýsingar svo skráning verði staðfest.

Fyrirkomulag:


Tímabil:
Miðvikudaginn 3. júní og til og með fimmtudagsins 23. júlí.

Vinnutími:
8.-10. bekkur: Mánudaga til fimmtudaga kl. 08:30-12:00 og 13:00-15:30.

Launakjör:
8. bekkur (2006) 650 kr. m/orlofi
9. bekkur (2005) 850 kr. m/orlofi
10. bekkur (2004) 1250 kr. m/orlofi
 

Helstu verkefni:
Sláttur, rakstur og létt viðhald. Gróðursetning, áburðargjöf, hreinsun, málun, aðstoð við leikjanámskeið, aðstoð í stofnunum og önnur tilfallandi verkefni.  

Starfsreglur Vinnuskóla

> Yfirflokkstjóri er yfirmaður Vinnuskólans og eftir honum ber nemendum að fara. Næsti yfirmaður hans er forstöðumaður áhaldahússins.

1. Vinnuskólinn er tóbaks-, rafrettu- og vímuefnalaus vinnustaður.

2. Allir nemendur skrifa undir ráðningasamning.

3. Við skráningu í Vinnuskólann er litið svo á að unglingur sé að sýna áhuga á að taka þátt í

starfi skólans.

a. Honum ber að vinna þau verkefni sem honum eru falin án þess að stöðugt þurfi að ganga eftir því að hann haldi sig að verki.

b. Þá ber honum jafnframt að sýna öllum samstarfsmönnum sínum, flokksstjórum og yfirmönnum Vinnuskólans, svo og öllum bæjarbúum fyllstu kurteisi þegar hann er við vinnu.

4. Mæta ber stundvíslega til vinnu og skila fullum vinnudegi.

5. Nemendur eiga að mæta á hverjum degi til vinnu nema til komi veikindi eða leyfi. Geðþóttamæting nemenda er ekki liðin.

6. Foreldrar/forráðamenn skulu tilkynna beint til yfirflokksstjóra um veikindi eða leyfi, með því að hringja. Smáskilaboð (SMS) eru ekki tekin gild. Ekki er gert ráð fyrir sumarleyfi í Vinnuskólanum. 

7. Ef nemandi er fjarverandi án útskýringa í tvo daga í röð er honum vísað úr Vinnuskólanum.

8. Öll óútskýrð fjarvera verður dregin frá launum.

9. Nemandi sem mætir of seint þrisvar sinnum er sendur heim launalaus í einn dag.

10. Yfirflokkstjóri hefur heimild til að senda ungling heim úr vinnu á vinnutíma vegna agabrota og skal flokkstjórinn þá hringja í forráðamenn og tilkynna ástæðu brottvikningar. Til þess þarf þó að vera rík ástæða sem flokkstjórar meta og eru aðrar leiðir reyndar áður en til þessa úrræðis er gripið. Alvarleg brot á starfsreglun þýðir brottvísun að fullu.

11. Fara skal vel með verkfæri, stunda vinnuna samviskusamlega og fara eftir leiðbeiningum og fyrirmælum yfirmanna. Ef starfsmaður eyðileggur ítrekað verkfæri er starfsmaður sendur heim launalaust í einn dag og foreldri látið vita.

12. Laun eru greidd fyrir fræðsludaga ef viðkomandi tekur þátt í allri dagskránni af fullri einurð.

13. Unglingar leggja sér sjálfir til allan hlífðarfatnað og skal hann vera samkvæmt aðstæðum og verkefnum. Öllum er ráðlagt að hafa með sér bakpoka og merkja fatnað, skó og stígvél. Ekki er heimilt að fara heim á vinnutíma til að sækja föt/nesti nema sérstakar aðstæður leyfa.

14. Símar skulu vera stilltir á hljóðlaust og ekki notaðar sem samskiptatæki á vinnutíma Vinnuskólans. Engin ábyrgð er tekin á slíkum tækjum á vinnutíma.

15. Engin ábyrgð er tekin á fötum nemenda, reiðhjólum eða öðrum hlutum sem nemendur taka með sér á vinnustað.

16. Nauðsynlegt er að koma með nesti því

a) ekki er leyfilegt að fara af vinnustaðnum nema í matarhléi.

b) Kaffihlé er í 15 mín. og varið á vinnusvæði með flokkstjóra.

17. Unnið verður um alla sveit og því nauðsynlegt að mæta í vinnuna í fötum við hæfi, með hlífðarföt með sér. Ekki er heimilt að fara heim að sækja föt.

18. Allir nemendur og flokkstjórar þurfa að vera í vesti með endurskinsmerki á vinnutíma sem Vinnuskólinn leggur til.

19. Sé unglingur með það alvarlegt ofnæmi að það hindri þátttöku í hefðbundnum störfum vinnuskólans ber honum að skila inn læknisvottorði því til staðfestingar við skráningu.

 

Hér má sjá leiðbeinandi efni um Vinnuskóla sveitarfélaga:

https://www.samband.is/media/utgefid-efni-og-eydublod/vinnuskolar-sveitarfelaga-30-04-2013-1.pdf

Í kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem gildir frá 1. janúar 2020 til 30. september 2023 segir:

1.4.3 Vinnuskóli
Samningur þessi nær ekki til nemenda vinnuskóla sem starfræktir eru á vegum sveitarfélaga. Með vinnuskóla er átt við starfsemi á vegum sveitarfélaga þar sem börnum er gefinn kostur á samspili vinnu, þjálfunar og fræðslu í sumarleyfi sínu. Að öðru leyti vísast til 10. kafla laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og reglugerðar 426/1999 um vinnu barna og unglinga. Það er sameiginlegur skilningur aðila að með börnum skv. gr. 1.4.4. í kjarasamningi aðila sé átt við einstakling sem er undir 15 ára aldri eða ungmenni sem er í fullu skyldunámi sbr. 2. mgr. 59 gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Að höfðu samráði við viðkomandi stéttarfélag, geta sveitarfélög boðið ungmennum sem ná 16 ára aldri á almanaksárinu störf þar sem þeim er gefinn kostur á samspili vinnu, þjálfunar og fræðslu í vinnuskóla, þ.e. störf vinnuskólanemenda. Til grundvallar nefndu samráði og fyrirhuguðu úrræði fyrir ungmenni sem verða 16 ára á almanaksárinu skal liggja fyrir skrifleg áætlun um vinnuskólann þar sem komi fram helstu viðfangsefni, vinnutími og skipulag þjálfunar og fræðslu. Við sérstakar aðstæður þegar nauðsynlegt getur verið að grípa til úrræða vegna atvinnuástands, geta sveitarfélög gefið ungmennum sem ná 17 ára aldri á almanaksárinu kost á vinnuskóla. Sveitarfélag þarf að gera um þetta tímabundið samkomulag við viðkomandi stéttarfélag þar sem fram kemur vinnufyrirkomulag og launakjör.

Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri á netfanginu thorsteinn@skutustadahreppur.is


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 18. júní 2020

Dagskrá 42. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 11. júní 2020

Sögulegir samningar viđ landeigendur

Fréttir / 11. júní 2020

Lokaskýrsla sundlaugarnefndar lögđ fram

Fréttir / 10. júní 2020

Sveinn Margeirsson ráđinn sveitarstjóri

Skólafréttir / 29. maí 2020

Skólalok

Fréttir / 18. maí 2020

Nýr og fullkominn slökkvibíll

Skólafréttir / 15. maí 2020

Unicef hlaupiđ

Nýjustu fréttir

Miđkvíslarhátíđ 24. og 25. ágúst

 • Fréttir
 • 27. júlí 2020

Frćđslukvöld

 • Fréttir
 • 10. júní 2020

Dagskrá 41. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 3. júní 2020

Skipulagsfulltrúi óskast

 • Fréttir
 • 28. maí 2020

Sumar opnunartími ÍMS

 • Fréttir
 • 27. maí 2020

Dagskrá 40. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. maí 2020