18. fundur

  • Velferđar- og menningarmálanefnd
  • 5. maí 2020

18. fundur velferðar- og menningarmálanefndar haldinn í gegnum fjarfundabúnað,  5. maí 2020, kl.  15:00.

Fundinn sátu:

Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir formaður, Dagbjört Bjarnadóttir varaformaður, Kristinn Björn Haraldsson, aðalmaður, Jóhanna Njálsdóttir, aðalmaður, Ólafur Þ. Stefánsson, aðalmaður og Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. Menningarverðlaun 2020 - 2004001

Í samræmi við reglur um menningarverðlaun sveitarfélagsins og fjárhagsáætlun 2020 auglýsti velferðar- og menningarmálanefnd eftir tilnefningum til menningarverðlauna 2020. Nafnbótin getur hvort sem er hlotnast einstaklingum, hópi eða félagasamtökum. Tilnefningar bárust en velferðar- og menningarmálanefnd velur hver hlýtur menningarverðlaun eða viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarstarf með hliðsjón af tilnefningum og ábendingum, en er þó ekki bundin af því. Handhafi menningarverðlauna fær styrk frá sveitarfélaginu samkvæmt fjárhagsáætlun hvers árs.

Velferðar- og menningarmálanefnd samþykkir hver hljóti menningarverðlaun Skútustaðahrepps 2020 en afgreiðslan er skráð í trúnaðarmálabók. Verðlaunin verða afhent í tengslum við þjóðhátíðardaginn 17. júní n.k.

2. Hjóla- og gönguvika 2020 - 2005001

Hjólafærni á Íslandi leitar eftir samvinnu við Skútustaðahrepp um að vinna með því þróunarverkefnið Hjóla- og gönguvika í þéttbýli sveitarfélagsins.
Verkefnið snertir lýðheilsu, samgöngur, menningu og loftslagsmál. Markmið verkefnis er að ýta undir sjálfbæra þróun í samgöngum, með því að auka hlutdeild vistvænna og virkra samgangna. Að efla þekkingu og kenna reiðhjólaviðgerðir, hvetja til göngu og upphefja gildi þess að hreyfa sig í daglegum önnum fyrir eigin orku.
Hjólafærnin verður unnin á fjórum dögum frá miðvikudegi til laugardags, 26. - 29. ágúst n.k. Verkefnið er að stærstum hluta unnið fyrir styrk frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu en mótframlag sveitarfélagsins er 200.000 kr. sem yrði fjármagnað í gegnum hamingjuverkefnið.
Verkefnið styður við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem mörg sveitarfélög vinna að um þessar mundir, aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og lýðheilsustefnu sveitarfélagsins.
Dagskrá 26.-29. ágúst:
1. Opin kynning á hjóla- og gönguvikunni.
2. Undirbúningsnámskeið með helstu tengiliðum.
3. Hjólað um sveitarfélagið og aðstaðan rýnd.
4. Skrifað undir Göngusáttmálann - sem unnin er af samtökunum Walk21. Gengið um sveitarfélagið og aðstaðan rýnd.
5. Viðgerðarnámskeið fyrir reiðhjól.
6. Hjólavottun vinnustaða - opin kynning. Hjólavottun á vinnustöðum.
7. Hjóla- og göngudagur sveitarfélagsins - hjólaþrautabrautir - hjólagarður - hjólaferðir - gönguleiðir - samganga

Nefndin samþykkir að farið verði í þetta skemmtilega lýðheilsuverkefni og kannað verði með samstarf við félagasamtök.

3. Aðgerðir sveitarstjórnar til viðspyrnu vegna Covid-19 - 2003023

Sveitarstjóri fór yfir viðspyrnuaðgerðir sveitarstjórnar vegna covid-19.

4. Mývetningur - Sumarstarf - 1905036

Kristinn Haraldsson formaður Mývetnings fór yfir sumarstarf íþrótta- og ungmennafélagsins. Boðið verður upp á tvö leikjanámskeið undir stjórn Söndru Haraldsdóttur auk frjálsíþróttaæfinga o.fl.
Fyrir fullorðna verða blakæfingar á nýjum strandblakvelli og fótboltaæfingar.

5. Vinnuskóli 2020 - 2005002

Til þess að bregðast við atvinnuástandi í Mývatnssveit í sumar hefur verið ákveðið að bjóða upp á Vinnuskóla fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk, verði nægileg eftirspurn hjá nemendum.

6. Stýrihópur Hamingjunnar - Fundargerðir - 1911003

Lögð fram 13. fundargerð stýrihóps hamingjunnar dags. 16. apríl 2020.

 

Fundi slitið kl. 16:00.

         


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Skipulagsnefnd / 29. september 2020

27. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. maí 2020

18. fundur

Sveitarstjórn / 27. apríl 2020

38. fundur

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2020

23. fundur

Sveitarstjórn / 8. apríl 2020

37. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Skipulagsnefnd / 31. mars 2020

22. fundur