Tilkynning frá viđbragđsteymi: Hreppsskrifstofa og bóksafn opna aftur – Grunnskóli og leikskóli í eđlilegt horf

 • Fréttir
 • 29. apríl 2020

Viðbragðsteymi Skútustaðahrepps fundaði í dag með forstöðumönnum, oddvita, formanni skólanefndar og fulltrúa HSN líkt og gert hefur verið reglulega undanfarnar vikur. Þar var m.a. farið yfir að hreppsskrifstofa, Mikley og bókasafnið opna mánudaginn 4. maí n.k. í kjölfarið á fyrsta skrefinu í afléttingu á samkomubanni í landinu. Íþróttahúsið verður hins vegar lokað áfram fyrir almenning en verður opið fyrir íþróttakennslu bæði Reykjahlíðarskóla og leikskólans Yls. Félagsstarf eldri borgara hefst aftur næsta haust.

Starfsemi Reykjahlíðarskóla og leikskólans Yls verður með hefðbundnum hætti  frá og með næsta mánudegi 4. maí.  Skólastjóri og leikskólastjóri senda út nánari upplýsingar til foreldra/forráðamanna um skólastarfið.

Sóttvarnaraðgerðir út árið

Mikilvægt er að íbúar viðhaldi einstaklingsbundnum sóttvarnaaðgerðum út þetta ár líkt og kom fram hjá sóttvarnarlækni í dag. Þessar aðgerðir eru handþvottur, spritt og sprittun snertiflata, að forðast fjölmenni og virða tveggja metra regluna. Þetta skilar mestu í því að  koma í veg fyrir áframhaldandi sýkingar. Þá er biðlað til fólks að halda sig heima ef það finnur fyrir einkennum og hafa samband við sína heilsugæslu til að fá greiningu á veikindum.

Ekkert smit hefur komið á Norðausturlandi síðustu 25 daga. Þrír eru í sóttkví í Mývatnssveit en allt eru þetta einstaklingar sem komu erlendis frá og voru sendir í sóttkví.

Endurreisnin er hafin

Vakin er athygli á því að Skútustaðahreppur og Sálfræðiþjónusta Norðurlands hafa tekið höndum saman og ætla að bjóða Mývetningum upp á verkefni sem felst í sértækri þjónustu varðandi geðrækt (hluti af hamingjuverkefninu). Geðræktarverkefnið skiptist í fræðslu, ráðgjöf, verkefni og rannsóknir þar sem megináherslan verður á lífsleikni og sjálfsrækt annars vegar og geðrækt hinsvegar. Opinn fyrirlestur og kynning á geðræktarverkefninu verður í Skjólbrekku og fjarfundi (streymt á netinu) þriðjudaginn 5. maí n.k. kl. 20:00.  Sjá nánar hér: http://www.skutustadahreppur.is/v/20854

Þakklæti

Ég vil þakka sveitarstjórn, stjórnendum og starfsfólki sveitarfélagsins fyrir einstaklega gott og farsælt samstarf á krefjandi tímum. Ýmsar erfiðar ákvarðanir þurfti að taka í ferlinu þar sem ávallt var haft að leiðarljósi að gæta ítrustu varúðar og vernda okkar viðkvæmustu hópa. Þá fór hluti af starfsfólki sveitarfélagsins á hlutabætur um tíma og erum við þakklát fyrir samstöðuna í þeim efnum.

Um leið viljum við þakka og hrósa íbúum Skútustaðahrepps fyrir órofna samstöðu og frábæra frammistöðu síðustu vikur. En þrátt fyrir að við séum komin á þennan góða stað brýnum við fyrir íbúum að gæta fyllstu varúðar og gæta vel að sóttvörnum til að forðast hópsmit. Gleðilegt sumar!

Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FR?TTIR

Fréttir / 17. september 2020

COVID-19

Fréttir / 9. september 2020

Skrifstofufulltrúi óskast

Fréttir / 4. september 2020

Dagskrá 44. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 26. ágúst 2020

Jakobína – Skáld á skökkum stađ

Fréttir / 19. ágúst 2020

Samfélagssáttmáli- Covid 19

Fréttir / 27. júlí 2020

Miđkvíslarhátíđ 24. og 25. ágúst

Fréttir / 11. júní 2020

Skútustađahreppur hlýtur Jafnlaunavottun

Fréttir / 11. júní 2020

Sögulegir samningar viđ landeigendur

Fréttir / 11. júní 2020

Ungmennaráđ fundađi međ sveitarstjórn

Fréttir / 11. júní 2020

Lokaskýrsla sundlaugarnefndar lögđ fram

Fréttir / 10. júní 2020

Sveinn Margeirsson ráđinn sveitarstjóri

Fréttir / 10. júní 2020

Frćđslukvöld

Fréttir / 3. júní 2020

Dagskrá 41. fundar sveitarstjórnar

Nýjustu fréttir

Dagskrá 45. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. september 2020

Kynning á skipulagstillögum

 • Fréttir
 • 14. september 2020

Mögulegt smit ? COVID 19

 • Fréttir
 • 25. ágúst 2020

Dagskrá 43. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 24. ágúst 2020

Mögnuđ myndasýning frá Miđkvísl

 • Fréttir
 • 22. ágúst 2020

Viđspyrna í Skútustađahreppi

 • Fréttir
 • 18. ágúst 2020

Skipulagsfulltrúi óskast

 • Fréttir
 • 11. ágúst 2020

Dagskrá 42. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 18. júní 2020