23. fundur

 • Skipulagsnefnd
 • 20. apríl 2020

23. fundur Skipulagsnefndar haldinn í gegnum fjarfundarbúnað,  20. apríl 2020, kl.  13:00.

 

Fundinn sátu:

Arnþrúður Dagsdóttir aðalmaður, Pétur Snæbjörnsson aðalmaður, Birgir Steingrímsson aðalmaður, Selma Ásmundsdóttir aðalmaður, Agnes Einarsdóttir aðalmaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri, Guðjón Vésteinsson embættismaður og Helga Sveinbjörnsdóttir embættismaður.

Fundargerð ritaði:  Guðjón Vésteinsson, skipulagsfulltrúi.

 

Dagskrá:

1. Skútustaðahreppur- Gerð deiliskipulags fyrir Höfða - 1810020

Tekið fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi fyrir Höfða. Erindið var á dagskrá skipulagsnefndar þann 17. desember s.l. og komu þar fram tillögur að breytingum á uppdrætti og greinargerð.

Tilgangur deiliskipulagsgerðarinnar er m.a. að bæta útivistarsvæði Höfða og Kálfastrandar umhverfis Ytrivoga, með því að móta stefnu um framtíð svæðisins, uppbyggingu stíga og áningarstaða og ákvarða forsendur fyrir framkvæmdir og rekstur á svæðinu.

Fyrir liggur uppfærður uppdráttur, skýringaruppdrættir og greinargerð dags. 14. apríl 2020 frá Hornsteinum. Þar hefur verið komið að mestu til móts við athugasemdir og ábendingar skipulagsnefndar, umhverfisnefndar og sveitarstjórnar í fyrri umræðu.

Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna tillöguna, forsendur hennar og umhverfismat með áorðnum breytingum í samræmi við umræður á fundinum fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um áður en hún verður tekin til afgreiðslu í sveitarstjórn. Fyrirhuguð kynning mun fara fram þegar uppfærðar reglur um samkomubann hafa tekið gildi.

 

2. Umsókn um byggingarleyfi í Klettholti - 2001009

Tekin fyrir að nýju umsókn dags. 10. janúar 2020 frá Margréti Þórdísi Hallgrímsdóttur þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir 191,4 fm einbýlishúsi á lóðinni Klettholti í Vogum. Meðfylgjandi umsókninni er byggingarlýsing, grunnmynd, snið og ásýndir frá Faglausn ehf. ódagsett.

Fyrirhuguð byggingaráform voru grenndarkynnt fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum frá 2. mars 2020 til og með 6. apríl 2020. Einnig hafa borist umsagnir Umhverfisstofnunnar og Náttúruverndarnefndar Þingeyinga vegna fyrirhugaðra byggingaframkvæmda.

Þar sem ekki komu athugasemdir í grenndarkynningu og umsagnir Umhverfisstofnunnar og Náttúruverndarnefndar Þingeyinga voru jákvæðar þá samþykkir skipulagsnefnd byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.

Skipulagsnefnd ítrekar enn og aftur að nauðsynlegt sé að deiliskipuleggja íbúðarsvæðið í Vogum.

 

3. Þingeyjarsveit - Tillaga að breytingu aðalskipulags - 2004005

Tekið fyrir erindi frá Guðjóni Vésteinssyni f.h. Þingeyjarsveitar þar sem óskað er eftir umsögn Skútustaðahrepps vegna breytingar á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar. Tilefni breytingarinnar eru áform Landsnets að byggja 220 kV raflínu, Hólasandslínu 3, milli Akureyrar og Hólasands. Fyrirhuguð lega línunnar víkur frá gildandi aðalskipulagi á þremur stöðum og átján ný efnistökusvæði eru skilgreind.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi skipulagstillögu vegna breytingar á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar.

 

4. Norðurþing - Tillaga að breytingu aðalskipulags - 2004004

Tekið fyrir erindi frá Sigurdísi Sveinbjörnsdóttur dags. 6. apríl 2020 f.h. Norðurþings þar sem óskað er eftir umsögn Skútustaðahrepps vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 á svæði heilbrigðisstofnana á Húsavík. Breytingin felst í að þjónustusvæði Þ1 stækkar úr 3,2 ha í 3,5 ha. Stækkun þjónustusvæðisins skerðir grænt svæði milli enda Skálabrekku og húsa við Auðbrekku, þ.e. austur af sjúkrahúsi. Auk þess minnka íbúðarreitir Í2 og Í3 lítillega.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi skipulagstillögu vegna breytingar á aðalskipulagi Norðurþings.

 

5. Skýrsla skipulags- og byggingafulltrúa - 1702022

Skipulagsfulltrúi og byggingafulltrúi gerðu grein fyrir stöðu mála og verkefna sem falla undir þeirra verksvið í sveitarfélaginu.

 

Fundi slitið kl. 14:24.

 

 

 

         

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. apríl 2021

26. fundur velferđar- og menningarmálanefndar

Umhverfisnefnd / 8. apríl 2021

21. fundur umhverfisnefndar

Sveitarstjórn / 16. apríl 2021

58. fundur sveitarstjórnar

Skóla- og félagsmálanefnd / 17. mars 2021

24. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 11. mars 2021

18. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 11. mars 2021

18. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Sveitarstjórn / 25. mars 2021

57. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 16. mars 2021

33. fundur skipulagsnefndar

Umhverfisnefnd / 2. mars 2021

20. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. mars 2021

25. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. febrúar 2021

24. fundur

Sveitarstjórn / 11. mars 2021

56. fundur. sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 11. mars 2021

32. fundur skipulagsnefndar

Umhverfisnefnd / 25. febrúar 2021

19. fundur Umhverfisnefndar

Skóla- og félagsmálanefnd / 25. febrúar 2021

23. fundur skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 27. janúar 2021

22. fundur

Skipulagsnefnd / 16. febrúar 2021

31. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 24. febrúar 2021

55. fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn / 11. febrúar 2021

54. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 21. janúar 2021

17. fundur

Sveitarstjórn / 28. janúar 2021

53. fundur

Skipulagsnefnd / 19. janúar 2021

30. fundur skipulagsnefndar

Atvinnumálanefnd / 24. janúar 2021

17. fundur

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Nýjustu fréttir

Skokk- og gönguhópur Mývatnssveitar.

 • Fréttir
 • 14. apríl 2021

ÍMS opnar á fimmtudaginn 15. apríl

 • Fréttir
 • 13. apríl 2021

Hakkaţon um helgina

 • Fréttir
 • 13. apríl 2021

Vinnuskóli sumariđ 2021

 • Fréttir
 • 12. apríl 2021

58. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 12. apríl 2021

Páskaleikur ÍMS

 • Fréttir
 • 26. mars 2021