Sveitarstjórapistill: Sofnum ekki á verđinum – Viđ erum ein liđsheild

 • Fréttir
 • 18. apríl 2020

Kæru Mývetningar. Það var dásamlegt að vakna í veðurblíðunni í morgun, vor í lofti og gott að komast út að hreyfa sig, óhætt að fara út á þjóðveginn að skokka því bílaumferðin er ekki mikil þessa dagana. Margir á ferli að hreyfa sig, hjón á besta aldri höfðu dregið fram hjólin úr geymslunni og tóku góðan hring með bros á vör, börnin líka á hjólunum sínum og eitt sælubros í andlitinu. Íbúar komnir í vorverkin, göturnar nýsópaðar af starfsfólki áhaldahússins, fuglasöngur í lofti, snjórinn og ísinn að hörfa og hlátrasköll bárust úr einum garðinum. Þessi veira var eitthvað svo víðsfjarri.

En nú megum við ekki gleyma okkur í vorstemmningunni og halda áfram að virða reglur sóttvarnarlæknis svo ekki komi bakslag og hér stingi sér niður hópsmit, að öll sú fyrirhöfn og vinna sem samfélagið hefur lagt á sig undanfarnar virkur verði ekki til einskis. Við megum alls ekki sofna á verðinum. Það er ekki fyrr en 4. maí  n.k. sem fyrsta skrefið í takmörkunum verður aflétt. Við erum rétt að hefja þessa vegferð.

Skólarnir opna aftur

Síðustu vikur hafa verið stórundarlegar og við höfum svo sannarlega ekki farið varhluta af kórónuveirufaraldrinum hér í Mývatnssveit. Hér hafa greinst alls fimm smit og ákveðið var að grípa til verulega íþyngjandi aðgerða m.a. með lokun leikskólans Yls og Reykjahlíðarskóla þann 23. mars s.l. Heimanám hefur að sögn skólastjóra gengið vel og allir lagt sitt af mörkum til þess að láta allt saman ganga upp. Lokun leikskóla og grunnskóla hefur reynt á fjölskyldur og samfélagið allt en gengið ótrúlega vel og það erum við afar þakklát fyrir. Allar ákvarðanir hafa miðast við að vernda okkar viðkvæmustu hópa og gæta ítrustu varúðar.  Á mánudaginn hefst skert leikskóla- og grunnskólastarf að nýju sem er fagnaðarefni. Þann 4. maí verður leikskóla- og grunnskólastarf væntanlega að mestu með venjubundnum hætti nema að íþróttir verða utandyra. Íþróttahúsið verður hins vegar áfram lokað en stefnt að því að hreppsskrifstofan opni aftur 4. maí n.k. Hins vegar verður skoðað hvort hægt sé að koma félagsstarfi eldri borgara aftur stað í byrjun maí til að rjúfa félagslega einangrun eldri borgara.

Mikið högg fyrir atvinnulífið og sveitarfélagið

Eins og ykkur er kunnugt um eru efnahagslegu áhrifin af kórónuverufaraldrinum mikil í Mývatnssveit enda höggið stórt fyrir ferðaþjónustuna sem er uppistaða atvinnulífsins. Atvinnuleysi í mars er 15% og áætlað atvinnuleysi í apríl er sláandi eða 30,7%. Hér hafa hótel, gististaðir, veitingastaðir og aðrir ferðaþjónustuaðilar að mestu skellt í lás og væntanlega ekki opnað fyrr en í júní.

Samkvæmt sviðsmyndagreiningu sem sveitarfélagið setti fram gæti samkvæmt verstu spá orðið um 40% samdráttur í útsvarstekjum í ár og um 22% samdráttur í heildartekjum sveitarfélagsins. Því liggur fyrir að Skútustaðahreppur, líkt og önnur sveitarfélög sem byggja afkomu sína á ferðaþjónustu, þurfa á sértækum aðgerðum á halda og það sem fyrst af hálfu ríkisins. Hefur ráðherra brugðist við því með því að fá Byggðastofnun til að skoða þetta sérstaklega. Við höfum hins vegar ekki tíma til þess að bíða lengi eftir þeim. Við höfum  nú þegar tilbúin nýsköpunarverkefni í gegnum Nýsköpun í norðri í samstarfi við Þingeyjarsveit, sem og í gegnum Mýsköpun, til þess að fara af stað með en við þurfum fjárhagslegan stuðning frá ríkisvaldinu í þau verkefni.

Næstu vikur og mánuðir verða erfið fyrir okkar samfélag í Mývatnssveit og því ríður á að við stöndum saman sem aldrei fyrr. Sveitarstjórn er samhent og einbeitt í því að halda áfram veginn, hlusta á íbúana og huga að velferð þeirra og líðan. Sveitarstjórn hefur hafið undirbúning 15 viðspyrnuaðgerða sem samþykktar voru á síðasta fundi. Á meðal þess sem verið er að huga að er stuðningur til heilsueflingar þar sem horft verður til verkefnisins Hamingja Mývetninga. Boðið verður m.a. upp á uppbyggileg námskeið og stuðning fyrir íbúa, m.a. einkatíma, í samstarfi við Sálfræðiþjónustu Norðurlands. Þá verður velferðarþjónusta efld í samstarfi við félagsþjónustu Norðurþings. Samkvæmt upplýsingum frá félagsþjónustunni þá merkir hún meiri kvíða, vanlíðan og áhyggjur af fjárhagslegu öryggi og það á við um okkur og nágranna okkar. Fyrir liggur talsverð aukning í fjárhagsaðstoð og barnaverndarmálum. Þetta er áhyggjuefni en kemur ekki á óvart miðað við aðstæður í þjóðfélaginu, við munum vakta þetta vel og að hlúa að okkar fólki eins og kostur er.

Við erum öll barnavernd. Starfsfólk félagsþjónustunnar tekur á móti tilkynningum í síma 464 6100  milli kl. 9:00 - 12:15  og 12:45 - 16:00 alla virka daga. Utan dagvinnutíma er hægt að hafa samband við neyðarlínuna 1-1-2 telji einstaklingur að tilkynningin krefjist tafarlausra aðgerða.

Nú reynir á okkur öll. Við þurfum að horfa í okkar grunngildi á þessum erfiðum tímum. Við þurfum að bera virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum, sýna samstöðu, horfa á okkur sem eina liðsheild og vera styðjandi hvert við annað.

Fjarkaffispjall sveitarstjóra með sveitungum

Sveitarfélagið hefur lagt mikla áherslu á öfluga upplýsingagjöf til íbúa undanfarinar vikur. Sem fyrr er áhersla á virkt samráð og samtal sveitarstjórnar, íbúa og rekstraraðila þar sem óskað verður eftir tillögum til sveitarstjórnar um viðspyrnuaðgerðir. Ýmsar áhugaverðar tillögur hafa komið inn sem sveitarstjórn mun skoða og hvetjum við ykkur til þess að halda því áfram.

Sveitarstjóri ætlar að prófa að vera með óformlegt kaffispjall fyrir sveitunga í netheimum þriðjudaginn næsta kl. 16:00. Þar verður hægt að koma á framfæri því sem fólki brennur á hjarta eða ræða málefni sveitarfélagsins á þessum tímum samkomubanns. Verður þetta gert með fjarfundabúnaðinum Zoom, það eina sem þarf að gera er að smella á þennan hlekk: https://us04web.zoom.us/j/73754151983 

Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FR?TTIR

Fréttir / 17. september 2020

COVID-19

Fréttir / 9. september 2020

Skrifstofufulltrúi óskast

Fréttir / 4. september 2020

Dagskrá 44. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 26. ágúst 2020

Jakobína – Skáld á skökkum stađ

Fréttir / 19. ágúst 2020

Samfélagssáttmáli- Covid 19

Fréttir / 27. júlí 2020

Miđkvíslarhátíđ 24. og 25. ágúst

Fréttir / 11. júní 2020

Skútustađahreppur hlýtur Jafnlaunavottun

Fréttir / 11. júní 2020

Sögulegir samningar viđ landeigendur

Fréttir / 11. júní 2020

Ungmennaráđ fundađi međ sveitarstjórn

Fréttir / 11. júní 2020

Lokaskýrsla sundlaugarnefndar lögđ fram

Fréttir / 10. júní 2020

Sveinn Margeirsson ráđinn sveitarstjóri

Fréttir / 10. júní 2020

Frćđslukvöld

Fréttir / 3. júní 2020

Dagskrá 41. fundar sveitarstjórnar

Nýjustu fréttir

Dagskrá 45. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. september 2020

Kynning á skipulagstillögum

 • Fréttir
 • 14. september 2020

Mögulegt smit ? COVID 19

 • Fréttir
 • 25. ágúst 2020

Dagskrá 43. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 24. ágúst 2020

Mögnuđ myndasýning frá Miđkvísl

 • Fréttir
 • 22. ágúst 2020

Viđspyrna í Skútustađahreppi

 • Fréttir
 • 18. ágúst 2020

Skipulagsfulltrúi óskast

 • Fréttir
 • 11. ágúst 2020

Dagskrá 42. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 18. júní 2020