15 ađgerđir sveitarstjórnar til viđspyrnu vegna Covid-19  

 • Fréttir
 • 14. apríl 2020

Á fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2020 var lagt fram minnisblað frá sveitarstjóra, oddvita og formanni atvinnumála- og framkvæmdanefndar um;
- áhrif fyrstu viðspyrnuaðgerða sveitarstjórnar sem samþykktar voru á síðasta fundi
- atvinnuleysistölur fyrir mars og spá fyrir apríl
- þrjár sviðsmyndir á áhrifum COVID-19 faraldurs á rekstur sveitarfélagsins
- tillögur að viðspyrnuaðgerðum sveitarfélagsins.

Tillögurnar voru samþykktar samhljóða.

Áhrif fyrstu aðgerða:
Á fundi sveitarstjórnar 25. mars var samþykkt að breyta gjalddögum í samþykktri gjaldskrá fasteignagjalda árið 2020. Mögulegt er að óska eftir því að gjalddagar sem áttu að vera 1. apríl, 1. maí og 1. júní 2020, frestist um allt að 7 mánuði. Nú þegar hafa bæði einstaklingar og rekstraraðilar nýtt sér þetta úrræði og nemur frestum fasteignagjalda í dag um 3,3 m.kr. Einnig var samþykkt að rukka ekki vistun á leikskóla þar sem skerðing hefur átt sér stað og lækkaði innkoma þeirra um 38% á milli mánaða. Áætlun fyrir apríl gerir ráð fyrir 50%. Þar sem höggið fyrir rekstur sveitarfélagsins er mikið var jafnframt ákveðið að grípa til úrræða ríkisvaldsins og eru 13 starfsmenn sveitarfélagsins komnir á hlutabætur og í 25% starfshlutall.

Atvinnuleysi:
Atvinnuleysi í Skútustaðahreppi samkvæmt tölum frá Framsýn var 14,2% í mars. Áætlað atvinnuleysi í apríl er sláandi eða 24,5%. Til samanburðar var atvinnuleysi 3,7% í mars í fyrra og 3,4% í apríl.

Þrjár sviðsmyndir:
Teknar hafa verið saman upplýsingar frá rekstraraðilum í Mývatnssveit þar sem áætlaður er samdráttur í ráðningu vinnuafls í þeirri óvissu sem nú ríkir. Öll hótel og stærri gististaðir verða lokaðir út maí og stefnt að því að opna í byrjun júní með lágmarks starfsmannafjölda. Bjartasta spáin er að fækki um 100 stöðugildi næstu 9 mánuðina, miðspá er 150 en svartsýnasta spá um 200 stöðugildi. Þessi samantekt er jafnframt grunnur að sviðsmyndagreiningu í samstarfi við KPMG.
- Sviðsmynd 1: Gerir ráð fyrir 20% samdrætti útsvarsgreiðslna sem nemur 65 m.kr. tekjusamdrætti:
- Sviðsmynd 2: Gerir ráð fyrir 30% samdrætti eða 98 m.kr.
- Sviðsmynd 3: Gerir ráð fyrir 40% samdrætti eða 130 m.kr. eða alls 21,6% heildartekjumissi hjá sveitarfélaginu sem er gríðarlega mikið högg fyrir reksturinn.

15 verndar- og viðspyrnuaðgerðir Skútustaðahrepps vegna COVID-19:
Skútustaðahreppur er ágætlega í stakk búinn til þess að takast á við efnahagslegt áfall sem hlýst af COVID-19 faraldrinum en hins vegar er ljóst að höggið er með allra mesta móti í okkar sveitarfélagi þar sem við erum háð afkomu ferðaþjónustunnar. Sveitarfélagið greiddi upp langtímaskuldir sínar 2018 en nú er ljóst að reksturinn verður erfiður. Afar mikilvægt er að vernda heimili og fyrirtæki eins og kostur er og hlúa að íbúum sveitarfélagsins, velferð þeirra og andlegri líðan.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur því sett saman 15 aðgerðir sem felast annars vegar í áskorun til ríkisins um sértækar aðgerðir og hins vegar um vernd og viðspyrnu sveitarfélagsins fyrir starfsemi sína, íbúa og rekstraraðila:

1. Í ljósi þess að Skútustaðahreppur er mjög háður afkomu ferðaþjónustunnar er ljóst að stefnt gæti í 25% atvinnuleysi og jafnvel meira í sveitarfélaginu á næstu mánuðum. Jafnframt verður sveitarfélagið fyrir gríðarlega miklu höggi vegna lækkunar á útsvarstekjum sem gæti numið um 21,6% af heildartekjum sveitarfélagsins miðað við verstu spá. Sveitarstjórn skorar á ríkisvaldið að koma með sértækar viðspyrnuaðgerðir fyrir sveitarfélög sem sérstaklega eru háð afkomu ferðaþjónustunnar og sjá fram á mikið atvinnuleysi og tekjusamdrátt líkt og í tilfelli Skútustaðahrepps.
2. Fyrir liggja sex tillögur í sameiginlegu nýsköpunarverkefni Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar sem nefnist Nýsköpun í norðri. Flestum tillögunum er hægt að hrinda strax af stað og eru viðspyrna fyrir atvinnulíf svæðisins og aukinn viðnámsþróttur íslensks samfélags m.t.t. loftslagsmála, matvælaframleiðslu og byggðafestu.
3. Að ríkið nýti einstakt tækifæri og festi kaup á Hótel Gíg (gamla grunnskólann) sem gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs í Mývatnssveit. Þar er hægt að byggja upp gestastofu ásamt þekkingarsetri, mennta- og menningarsetri. Sveitarfélagið er tilbúið til þess að koma að málinu með öflugum hætti.
4. Sveitarstjórn hefur þegar samþykkt að fresta allt að þremur gjalddögum fasteignagjalda íbúða- og atvinnuhúsnæðis.
5. Gjöld leikskóla lækkuð í samræmi við notkun á þjónustu. Sem fyrr verður matur í leikskóla og grunnskóla ókeypis sem og frístund grunnskóla.
6. Gildistími þrekkorta í íþróttamiðstöð framlengdur.
7. Stuðningur til heilsueflingar þar sem horft verður til verkefnisins Hamingja Mývetninga. Boðið verður m.a. upp á uppbyggileg námskeið og stuðning fyrir íbúa í samstarfi við Sálfræðiþjónustu Norðurlands.
8. Velferðarþjónusta verður efld í samstarfi við félagsþjónustu Norðurþings.
9. Virkt samráð og samtal sveitarstjórnar, íbúa og rekstraraðila þar sem óskað verður eftir tillögum til sveitarstjórnar um viðspyrnuaðgerðir.
10. Í samræmi við tillögur atvinnumála- og framkvæmdanefndar verður farið í nýframkvæmdir og viðhaldsframkvæmdir í samræmi við fjárfestingaáætlun ársins 2020 en í stað þess að greiða þær með veltufé sem ekki er lengur til staðar verður farið í lántöku til að efla atvinnulífið.
11. Farið verður í átaksverkefni fyrir sumarstarfsfólk í samstarfi við Vinnumálastofnun og fyrir háskólafólk í samstarfi við Þekkinganet Þingeyinga til að fjölga atvinnutækifærum.
12. Vinnuskólinn verður starfræktur á ný fyrir ungmenni í samstarfi við ungmennaráð verði eftirspurn eftir því.
13. Sveitarstjórn samþykkir að auka hlutafé sitt í nýsköpunarfyrirtækinu Mýsköpun.
14. Stutt verður við bakið á nýsköpunarverkefnum í Nýsköpun í norðri.
15. Stutt verður við bakið á markaðsátaki fyrir Mývatnssveit í samstarfi við Mývatnsstofu.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FR?TTIR

Fréttir / 21. september 2021

Hreinsum til í sveitinni okkar!

Fréttir / 20. september 2021

66. fundur sveitarstjórnar

Fréttir / 14. september 2021

Kosningar

Fréttir / 13. september 2021

Umhverfisverđlaun 2021

Stjórnsýsla / 24. ágúst 2021

Teikningar á map.is

Fréttir / 23. ágúst 2021

64. fundur sveitarstjórnar

Fréttir / 17. ágúst 2021

FRISBÝGOLF !

Fréttir / 19. júlí 2021

Sumarfrí á hreppsskrifstofu

Fréttir / 12. júlí 2021

Hvernig er hćgt ađ auka vellíđan ?

Fréttir / 1. júlí 2021

Frćđsluganga

Fréttir / 23. júní 2021

Frćđsluganga í Dimmuborgum

Fréttir / 21. júní 2021

63. fundur sveitarstjórnar

Nýjustu fréttir

Grunnskólakennari

 • Fréttir
 • 22. september 2021

Veturinn nálgast- tćming rotţróa

 • Fréttir
 • 21. september 2021

Skólaliđar viđ Reykjahlíđarskóla

 • Fréttir
 • 10. september 2021

Sveitarstjórnarfundur í Skjólbrekku

 • Fréttir
 • 7. september 2021

 • Fréttir
 • 6. september 2021

Gróđursetning viđ Villingafjalli

 • Fréttir
 • 26. ágúst 2021

Frá skrifstofu Skútustađarepps

 • Fréttir
 • 18. ágúst 2021