37. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 8. apríl 2020

37. fundur sveitarstjórnar haldinn með fjarfundabúnaði,  miðvikudaginn 8. apríl 2020, kl.  09:15.

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson oddviti, Elísabet Sigurðardóttir aðalmaður, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Halldór Þorlákur Sigurðsson aðalmaður, Dagbjört Bjarnadóttir aðalmaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. Heimsfaraldur - Covid19 - Viðbragðsáætlun sveitarstjórnar - 2003014

Sveitarstjóri fór yfir Viðbragðsáætlun Skútustaðahrepps við heimsfaraldri og aðgerðir sveitarfélagsins frá síðasta sveitarstjórnarfundi fyrir tveimur vikum. Viðbragðsteymi ásamt oddvita, formanni skólanefndar og forstöðumönnum hefur fundað reglulega til að fara yfir stöðu mála þar sem leiðarljósið hefur verið að verja viðkvæmustu íbúa sveitarfélagsins og minnka óvissu eins og hægt er. Sem fyrr hefur mikil áhersla hefur verið lögð á upplýsingagjöf til starfsfólks og íbúa sveitarfélagsins.
Grunnskóla og leikskóla var lokað þegar smit greindust í sveitarfélaginu sem var skynsamleg ákvörðun miðað við aðstæður. Ákvörðun um framhald skólastarfsins verður tekin þriðjudaginn 14. apríl n.k. en þann dag verður starfsmannadagur á báðum starfsstöðvum til að undirbúa skert skólastarf. Fullur skilningur verður á því ef foreldrar/forráðamenn ákveða að senda börnin sín ekki í leikskóla og grunnskóla eftir að þeir opna að nýju. Á meðan núverandi samkomubann er í gildi verður íþróttamiðstöðin áfram lokuð og þá hefur verið tekið sú ákvörðun að loka bókasafninu en bjóða upp á heimaþjónustu.
Sveitarstjórn ítrekar þakklæti til starfsfólks sveitarfélagsins fyrir frábær störf þar sem gildin okkar hafa verið höfð að leiðarljósi, þ.e. jafnræði, jákvæðni, traust og virðing.
Jafnframt hafa íbúar sveitarfélagsins sýnt ákvörðunum sveitarfélagsins stuðning og skilning sem er ómetanlegt og samstaðan verið órofin. Jafnframt þakkar sveitarstjórn atvinnurekendum í Skútustaðahreppi fyrir þá ábyrgð sem þeir hafa sýnt í ákvarðanatöku sinni við afar krefjandi og fordæmalausar aðstæður.

2. Aðgerðir sveitarstjórnar til viðspyrnu vegna Covid-19 - 2003023

Lagt fram minnisblað frá sveitarstjóra, oddvita og formanni atvinnumála- og framkvæmdanefndar um;
- áhrif fyrstu viðspyrnuaðgerða sveitarstjórnar sem samþykktar voru á síðasta fundi
- atvinnuleysistölur fyrir mars og spá fyrir apríl
- þrjár sviðsmyndir á áhrifum COVID-19 faraldurs á rekstur sveitarfélagsins
- tillögur að viðspyrnuaðgerðum sveitarfélagsins.

Áhrif fyrstu aðgerða:
Á fundi sveitarstjórnar 25. mars var samþykkt að breyta gjalddögum í samþykktri gjaldskrá fasteignagjalda árið 2020. Mögulegt er að óska eftir því að gjalddagar sem áttu að vera 1. apríl, 1. maí og 1. júní 2020, frestist um allt að 7 mánuði. Nú þegar hafa bæði einstaklingar og rekstraraðilar nýtt sér þetta úrræði og nemur frestum fasteignagjalda í dag um 3,3 m.kr. Einnig var samþykkt að rukka ekki vistun á leikskóla þar sem skerðing hefur átt sér stað og lækkaði innkoma þeirra um 38% á milli mánaða. Áætlun fyrir apríl gerir ráð fyrir 50%. Þar sem höggið fyrir rekstur sveitarfélagsins er mikið var jafnframt ákveðið að grípa til úrræða ríkisvaldsins og eru 13 starfsmenn sveitarfélagsins komnir á hlutabætur og í 25% starfshlutall.

Atvinnuleysi:
Atvinnuleysi í Skútustaðahreppi samkvæmt tölum frá Framsýn var 14,2% í mars. Áætlað atvinnuleysi í apríl er sláandi eða 24,5%. Til samanburðar var atvinnuleysi 3,7% í mars í fyrra og 3,4% í apríl.

Þrjár sviðsmyndir:
Teknar hafa verið saman upplýsingar frá rekstraraðilum í Mývatnssveit þar sem áætlaður er samdráttur í ráðningu vinnuafls í þeirri óvissu sem nú ríkir. Öll hótel og stærri gististaðir verða lokaðir út maí og stefnt að því að opna í byrjun júní með lágmarks starfsmannafjölda. Bjartasta spáin er að fækki um 100 stöðugildi næstu 9 mánuðina, miðspá er 150 en svartsýnasta spá um 200 stöðugildi. Þessi samantekt er jafnframt grunnur að sviðsmyndagreiningu í samstarfi við KPMG.
- Sviðsmynd 1: Gerir ráð fyrir 20% samdrætti útsvarsgreiðslna sem nemur 65 m.kr. tekjusamdrætti:
- Sviðsmynd 2: Gerir ráð fyrir 30% samdrætti eða 98 m.kr.
- Sviðsmynd 3: Gerir ráð fyrir 40% samdrætti eða 130 m.kr. eða alls 21,6% heildartekjumissi hjá sveitarfélaginu sem er gríðarlega mikið högg fyrir reksturinn.

15 viðspyrnuaðgerðir Skútustaðahrepps vegna COVID-19:
Skútustaðahreppur er ágætlega í stakk búinn til þess að takast á við efnahagslegt áfall sem hlýst af COVID-19 faraldrinum en hins vegar er ljóst að höggið er með allra mesta móti í okkar sveitarfélagi þar sem við erum háð afkomu ferðaþjónustunnar. Sveitarfélagið greiddi upp langtímaskuldir sínar 2018 en nú er ljóst að reksturinn verður erfiður. Afar mikilvægt er að vernda heimili og fyrirtæki eins og kostur er og hlúa að íbúum sveitarfélagsins, velferð þeirra og andlegri líðan.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur því sett saman 15 aðgerðir sem felast annars vegar í áskorun til ríkisins um sértækar aðgerðir og hins vegar um vernd og viðspyrnu sveitarfélagsins fyrir starfsemi sína, íbúa og rekstraraðila:

1. Í ljósi þess að Skútustaðahreppur er mjög háður afkomu ferðaþjónustunnar er ljóst að stefnt gæti í 25% atvinnuleysi og jafnvel meira í sveitarfélaginu á næstu mánuðum. Jafnframt verður sveitarfélagið fyrir gríðarlega miklu höggi vegna lækkunar á útsvarstekjum sem gæti numið um 21,6% af heildartekjum sveitarfélagsins miðað við verstu spá. Sveitarstjórn skorar á ríkisvaldið að koma með sértækar viðspyrnuaðgerðir fyrir sveitarfélög sem sérstaklega eru háð afkomu ferðaþjónustunnar og sjá fram á mikið atvinnuleysi og tekjusamdrátt líkt og í tilfelli Skútustaðahrepps.
2. Fyrir liggja sex tillögur í sameiginlegu nýsköpunarverkefni Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar sem nefnist Nýsköpun í norðri. Flestum tillögunum er hægt að hrinda strax af stað og eru viðspyrna fyrir atvinnulíf svæðisins og aukinn viðnámsþróttur íslensks samfélags m.t.t. loftslagsmála, matvælaframleiðslu og byggðafestu.
3. Að ríkið nýti einstakt tækifæri og festi kaup á Hótel Gíg (gamla grunnskólann) sem gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs í Mývatnssveit. Þar er hægt að byggja upp gestastofu ásamt þekkingarsetri, mennta- og menningarsetri. Sveitarfélagið er tilbúið til þess að koma að málinu með öflugum hætti.
4. Sveitarstjórn hefur þegar samþykkt að fresta allt að þremur gjalddögum fasteignagjalda íbúða- og atvinnuhúsnæðis.
5. Gjöld leikskóla lækkuð í samræmi við notkun á þjónustu. Sem fyrr verður matur í leikskóla og grunnskóla ókeypis sem og frístund grunnskóla.
6. Gildistími þrekkorta í íþróttamiðstöð framlengdur.
7. Stuðningur til heilsueflingar þar sem horft verður til verkefnisins Hamingja Mývetninga. Boðið verður m.a. upp á uppbyggileg námskeið og stuðning fyrir íbúa í samstarfi við Sálfræðiþjónustu Norðurlands.
8. Velferðarþjónusta verður efld í samstarfi við félagsþjónustu Norðurþings.
9. Virkt samráð og samtal sveitarstjórnar, íbúa og rekstraraðila þar sem óskað verður eftir tillögum til sveitarstjórnar um viðspyrnuaðgerðir.
10. Í samræmi við tillögur atvinnumála- og framkvæmdanefndar verður farið í nýframkvæmdir og viðhaldsframkvæmdir í samræmi við fjárfestingaáætlun ársins 2020 en í stað þess að greiða þær með veltufé sem ekki er lengur til staðar verður farið í lántöku til að efla atvinnulífið.
11. Farið verður í átaksverkefni fyrir sumarstarfsfólk í samstarfi við Vinnumálastofnun og fyrir háskólafólk í samstarfi við Þekkinganet Þingeyinga til að fjölga atvinnutækifærum.
12. Vinnuskólinn verður starfræktur á ný fyrir ungmenni í samstarfi við ungmennaráð verði eftirspurn eftir því.
13. Sveitarstjórn samþykkir að auka hlutafé sitt í nýsköpunarfyrirtækinu Mýsköpun.
14. Stutt verður við bakið á nýsköpunarverkefnum í Nýsköpun í norðri.
15. Stutt verður við bakið á markaðsátaki fyrir Mývatnssveit í samstarfi við Mývatnsstofu.

Sveitarstjórn samþykkir tillögurnar samhljóða.

3. Íþróttahús og Reykjahlíðarskóli - Viðhaldsáætlun - 1911035

Lagt fram minnisblað frá fundi atvinnumála- og framkvæmdanefndar ásamt fylgigögnum sem haldinn var 3. apríl s.l. Nefndin leggur til að farið verði í nýframkvæmdir og viðhaldsframkvæmdir í samræmi við fjárfestingaáætlun ársins 2020 sem lið í viðspyrnu þrátt fyrir mikið högg á rekstur sveitarfélagsins vegna COVID-19. Jafnframt lagðar fram tillögur að forgangsröðun viðhalds- og nýframkvæmda. Einnig lagðar fram hugmyndir að atvinnuþróunarverkefnum.

Sveitarstjórn tekur undir bókanir atvinnumála- og framkvæmdanefndar og felur sveitarstjóra ásamt starfsfólki sveitarfélagsins að fylgja þeim eftir.

4. Beiðni um umsögn - Niðurdælingarhola fyrir förgun af þéttivatni frá Kröflustöð - 2003013

Guðjón Vésteinsson skipulagsfulltrúi var á fundinum undir þessum dagskrárlið.
Tekið fyrir erindi frá Skipulagsstofnun dags. 11. mars 2020 þar sem óskað er eftir að Skútustaðahreppur gefi umsögn um hvort og á hvaða forsendum niðurdælingarhola fyrir förgun af þéttivatni frá Kröflustöð skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 60/2000.
Einnig er óskað eftir því að komi fram, eftir því sem við á, hvaða leyfi framkvæmdin er háð og varðar starfssvið umsagnaraðila.

Umfjöllun í tilkynningarskýrslu er fullnægjandi að áliti skipulagsnefndar. Þar er vel gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun. Skipulagsnefnd bendir á að nauðsynlegt er að gera breytingu á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar.
Sveitarfélagið er leyfisveitandi vegna framkvæmdaleyfis framkvæmdarinnar.
Með vísan til gagna málsins og með tilliti til 2. viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar, þar sem fram koma viðmiðanir varðandi mögulega matsskyldu, er það álit skipulagsnefndar að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Sveitarstjórn tekur undir með skipulagsnefnd að vel er gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun. Hins vegar telur sveitarstjórn að mikilvægt sé að til að gæta fyllstu varúðar gagnvart niðurdælingunni að áhrif hennar verði rannsökuð enn frekar og sú þekking sem skapast nýtt til ákvarðanatöku inn í framtíðina. Sveitarstjórn leggur áherslu á að vatnasvið Mývatns verði ekki skaðað með neinum hætti, en fyrirhuguð framkvæmd virðist verða til bóta þó ýmsum spurningum sé enn ósvarað. Í því ljósi er mjög mikilvægt að m.a. verði gerðar ferilrannsóknir á niðurdælingarvatninu. Sveitarstjórn telur því að framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum.

5. Umsókn um stofnun lóðarinnar Gamla tún - 2002026

Guðjón Vésteinsson skipulagsfulltrúi var á fundinum undir þessum dagskrárlið.
Lagt fram erindi dags. 19. febrúar 2020 frá Þórhalli Kristjánssyni þar sem óskað er eftir að stofna lóðina Gamla tún í landi Bjarkar. Meðfylgjandi er uppdráttur og útfyllt eyðublað F550 frá Þjóðskrá. Leyfi allra landeigenda liggur fyrir.
Skipulagsnefnd samþykkti samhljóða að fresta afgreiðslu erindisins þar til deiliskipulag svæðisins hefur öðlast gildi. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna það mál áfram í samvinnu við sveitarstjóra, oddvita og landeigendur.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.

6. Velferðar- og menningarmálanefnd: Styrkumsóknir 2020 - Fyrri úthlutun - 2002031

Í samræmi við reglur um úthlutun menningarstyrkja í Skútustaðahreppi og fjárhagsáætlun 2020 auglýsti velferðar- og menningarmálanefnd eftir umsóknum til menningarstarfs í sveitarfélaginu en þetta er fyrri úthlutun ársins 2020. Skútustaðahreppur veitir styrki til einstaklinga, hópa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana til almennrar menningarstarfsemi eða verkefni.
Við mat á umsóknum skal menningarstefna Skútustaðahrepps höfð til hliðsjónar. Auk þess er horft til eftirfarandi þátta:
- Hvernig verkefnið / starfsemin auðgar menningarlífið í Skútustaðahreppi og hvernig fjármunirnir nýtist í því samhengi.
- Hversu líklegt er að verkið verði framkvæmt, laði að frekara fjármagn og aðstandendur verkefnisins geti hrint því í framkvæmd.
- Gæða, vinnslu og framsetningar umsóknar, sýn umsækjenda og fagleg vinnubrögð.
- Úthlutanir endurspegli breidd, nýmæli og framsækni og að endurnýjun eigi sér stað í hópi styrkþega.
Þrjár umsóknir bárust:
Umsókn 1 - Guðjón Vésteinsson f.h. Akstursíþróttafélags Mývatnssveitar: Íslandsmeistaramót í snowcross 2021 - Hluti af vetrarhátíð. Sótt um 150.000 kr.
Umsókn 2 - Garðar Finnsson: Mývatnssleðinn. Hönnun og skráning vörumerkis. Formúla. Sótt um 200.000 kr.
Umsókn 3 - Erla Dóra Vogler: Tónleikar í Skjólbrekku, sönglög við ljóð Þórarins Eldjárns. Sótt um 350.000 kr.

Velferðar- og menningarmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að umsókn nr. 3 verði styrkt um 300.000 kr. og sveitarfélagið leggi til aðstöðu í Skjólbrekku.
Velferðar- og menningarmálanefnd hafnar umsóknum nr. 1 og 2 þar sem þær eru hluti af Vetrarhátíð við Mývatn og sveitarfélagið er þegar að styrkja hátíðina með myndarlegu fjárframlagi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu velferðar- og menningarmálanefndar.

7. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi.
Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

8. Velferðar- og menningarmálanefnd: Fundargerðir - 1809010

Lögð fram 17. fundargerð velferðar- og menningarmálanefndar dags. 7. apríl 2020. Fundargerðin er í 2 liðum.

9. Skipulagsnefnd: Fundargerðir - 1611022

Lögð fram 22. fundargerð skipulagsnefndar dags. 31. mars 2020. Fundargerðin er í 5 liðum.

10. Atvinnumála- og framkvæmdanefnd: Fundargerðir - 1809012

Lögð fram 9. fundargerð atvinnumála- og framkvæmdanefndar dags. 3. apríl 2020. Fundargerðin er í 2 liðum.

11. Flugklasinn: Áfangaskýrsla - 1710023

Lög fram skýrsla frá Markaðsstofu Norðurlands varðandi starf flugklasans Air 66N 12. okt. 2019 til 31. mars 2020.

12. Nýsköpun í norðri - Fundargerðir stýrihóps - 1911001

Lögð fram 4. fundargerð stýrihóps Nýsköpunar í norðri dags. 30. mars 2020.

13. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1611015

Lögð fram 880. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 27. mars 2020.

 

Fundi slitið kl. 12:10.

      

  


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. apríl 2021

26. fundur velferđar- og menningarmálanefndar

Umhverfisnefnd / 8. apríl 2021

21. fundur umhverfisnefndar

Sveitarstjórn / 16. apríl 2021

58. fundur sveitarstjórnar

Skóla- og félagsmálanefnd / 17. mars 2021

24. fundur skóla- og félagsmálanefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 11. mars 2021

18. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 11. mars 2021

18. fundur atvinnumála- og framkvćmdanefndar

Sveitarstjórn / 25. mars 2021

57. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 16. mars 2021

33. fundur skipulagsnefndar

Umhverfisnefnd / 2. mars 2021

20. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. mars 2021

25. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. febrúar 2021

24. fundur

Sveitarstjórn / 11. mars 2021

56. fundur. sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 11. mars 2021

32. fundur skipulagsnefndar

Umhverfisnefnd / 25. febrúar 2021

19. fundur Umhverfisnefndar

Skóla- og félagsmálanefnd / 25. febrúar 2021

23. fundur skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 27. janúar 2021

22. fundur

Skipulagsnefnd / 16. febrúar 2021

31. fundur skipulagsnefndar

Sveitarstjórn / 24. febrúar 2021

55. fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn / 11. febrúar 2021

54. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 21. janúar 2021

17. fundur

Sveitarstjórn / 28. janúar 2021

53. fundur

Skipulagsnefnd / 19. janúar 2021

30. fundur skipulagsnefndar

Atvinnumálanefnd / 24. janúar 2021

17. fundur

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Nýjustu fréttir

Skokk- og gönguhópur Mývatnssveitar.

 • Fréttir
 • 14. apríl 2021

ÍMS opnar á fimmtudaginn 15. apríl

 • Fréttir
 • 13. apríl 2021

Hakkaţon um helgina

 • Fréttir
 • 13. apríl 2021

Vinnuskóli sumariđ 2021

 • Fréttir
 • 12. apríl 2021

58. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 12. apríl 2021

Páskaleikur ÍMS

 • Fréttir
 • 26. mars 2021